Hátíð í skugga skammar Þorvaldur Gylfason skrifar 19. júlí 2018 07:00 Reykjavík – Alþingi hélt í gær hátíðarfund á Þingvöllum svo þingmenn gætu fagnað 100 ára fullveldisafmæli í friði fyrir þjóðinni. Fundurinn kostaði 80 m.kr. Hann var kynntur svo á vefsetri þingsins: „Á þingfundinum er ætlunin að samþykkja ályktun sem full samstaða er um.“ Alþingi er að segja: Við erum lægsti samnefnarinn. Lömbin komast ekki lengra en ljónin leyfa.Stjórnmálamenning í molum Ferill Alþingis frá hruni er hroðalegur á heildina litið. Hrunið var einkum Alþingi að kenna. Það var Alþingi sem einkavæddi bankana með því að leggja þá í hendur óhæfra eigenda úr vinahópi valdsins. Áður hafði Alþingi afhent útvegsmönnum ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni í sjónum. Meðal þeirra sjö embættis- og stjórnmálamanna sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga fyrir hrun voru þrír alþingismenn og ráðherrar og einn fv. slíkur, samtals fjórir af sjö. Alþingi sat og stóð eins og bankarnir buðu. Tíu þingmenn af 63 skulduðu bönkunum 100 m.kr. eða meira hver og einn skv. skýrslu RNA. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort eða hvernig skil voru staðin á þessum skuldum. Alþingi lofaði bót og betrun eftir hrun, m.a. með því að samþykkja einum rómi ályktun um „að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og … að af henni verði dreginn lærdómur“. Þetta heit var ekki efnt. Af þeim fjórum evrópsku ráðherrum sem fundust í Panama-skjölunum voru þrír Íslendingar. Tveir þeirra sitja enn á þingi og eru formenn flokka sinna. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort mál þeirra voru rannsökuð. Meint brot 57 sjómanna voru rannsökuð og kærð. Alþingi rauf skilorðið Alþingi lofaði að láta semja nýja stjórnarskrá. Það tókst vel að öllu leyti öðru en því að Alþingi hefur ekki enn fengizt til að staðfesta frumvarpið sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni,“ sagði þv. forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðsluna. Alþingi rauf skilorðið. Hvers vegna hefur Alþingi ekki fengizt til að staðfesta nýju stjórnarskrána? Skýringin blasir við. Of margir þingmenn nærast á mismunun í kvótakerfinu og kjördæmaskipaninni, mismunun og meðfylgjandi mannréttindabrotum sem nýju stjórnarskránni er ætlað að hemja. Of margir þingmenn nærast á leynd og meðfylgjandi spillingu. Fólkið í landinu hefur t.d. ekki aðgang að upplýsingum um (afskrifaðar) lánveitingar bankanna til stjórnmálamanna. Of margir þingmenn senda lýðræðinu langt nef án þess að blikna. Þeir skáka í skjóli þess að lýðræði á nú undir högg að sækja víða úti í heimi. Forseti Bandaríkjanna situr undir ámæli fyrir að ögra lýðræðinu heima fyrir og víðar. Hann situr á tifandi tímasprengju. Verkföll eða verðbólgugusa? Hér heima situr einnig ríkisstjórn á tifandi tímasprengju. Launahækkun alþingismanna um 45% 2016 var stríðsyfirlýsing á hendur launþegum. Reyndir menn á vinnumarkaði sjá fram á heiftarlegt uppgjör, þ.e. kollsteypu af völdum Alþingis, annaðhvort verkföll eða verðbólgugusu með gamla laginu. Alþingi er að vísu ekki eitt um hituna heldur hafa margir forstjórar fyrirtækja einnig skammtað sjálfum sér og hver öðrum ofurlaun. Alþingi virðist ætlast til að fólkið í landinu fagni 100 ára afmæli fullveldisins í skugga þeirrar skammar sem þingið hefur kallað yfir land og þjóð, einkum með því að synja nýju stjórnarskránni staðfestingar. Síðasta ríkisstjórn sat í níu mánuði. Ríkisstjórnin næst á undan hrökklaðist einnig frá völdum vegna hneykslismála. Hvernig væri að halda áfram að knýja fram kosningar á níu mánaða fresti þar til við fáum skaplega skipað Alþingi? – þing sem nýtur trausts. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Alþingi hélt í gær hátíðarfund á Þingvöllum svo þingmenn gætu fagnað 100 ára fullveldisafmæli í friði fyrir þjóðinni. Fundurinn kostaði 80 m.kr. Hann var kynntur svo á vefsetri þingsins: „Á þingfundinum er ætlunin að samþykkja ályktun sem full samstaða er um.“ Alþingi er að segja: Við erum lægsti samnefnarinn. Lömbin komast ekki lengra en ljónin leyfa.Stjórnmálamenning í molum Ferill Alþingis frá hruni er hroðalegur á heildina litið. Hrunið var einkum Alþingi að kenna. Það var Alþingi sem einkavæddi bankana með því að leggja þá í hendur óhæfra eigenda úr vinahópi valdsins. Áður hafði Alþingi afhent útvegsmönnum ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni í sjónum. Meðal þeirra sjö embættis- og stjórnmálamanna sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga fyrir hrun voru þrír alþingismenn og ráðherrar og einn fv. slíkur, samtals fjórir af sjö. Alþingi sat og stóð eins og bankarnir buðu. Tíu þingmenn af 63 skulduðu bönkunum 100 m.kr. eða meira hver og einn skv. skýrslu RNA. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort eða hvernig skil voru staðin á þessum skuldum. Alþingi lofaði bót og betrun eftir hrun, m.a. með því að samþykkja einum rómi ályktun um „að taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega og … að af henni verði dreginn lærdómur“. Þetta heit var ekki efnt. Af þeim fjórum evrópsku ráðherrum sem fundust í Panama-skjölunum voru þrír Íslendingar. Tveir þeirra sitja enn á þingi og eru formenn flokka sinna. Ekki hefur enn verið greint frá því hvort mál þeirra voru rannsökuð. Meint brot 57 sjómanna voru rannsökuð og kærð. Alþingi rauf skilorðið Alþingi lofaði að láta semja nýja stjórnarskrá. Það tókst vel að öllu leyti öðru en því að Alþingi hefur ekki enn fengizt til að staðfesta frumvarpið sem tveir þriðju hlutar kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. „Alþingi er á reynslutíma hjá þjóðinni,“ sagði þv. forsætisráðherra eftir atkvæðagreiðsluna. Alþingi rauf skilorðið. Hvers vegna hefur Alþingi ekki fengizt til að staðfesta nýju stjórnarskrána? Skýringin blasir við. Of margir þingmenn nærast á mismunun í kvótakerfinu og kjördæmaskipaninni, mismunun og meðfylgjandi mannréttindabrotum sem nýju stjórnarskránni er ætlað að hemja. Of margir þingmenn nærast á leynd og meðfylgjandi spillingu. Fólkið í landinu hefur t.d. ekki aðgang að upplýsingum um (afskrifaðar) lánveitingar bankanna til stjórnmálamanna. Of margir þingmenn senda lýðræðinu langt nef án þess að blikna. Þeir skáka í skjóli þess að lýðræði á nú undir högg að sækja víða úti í heimi. Forseti Bandaríkjanna situr undir ámæli fyrir að ögra lýðræðinu heima fyrir og víðar. Hann situr á tifandi tímasprengju. Verkföll eða verðbólgugusa? Hér heima situr einnig ríkisstjórn á tifandi tímasprengju. Launahækkun alþingismanna um 45% 2016 var stríðsyfirlýsing á hendur launþegum. Reyndir menn á vinnumarkaði sjá fram á heiftarlegt uppgjör, þ.e. kollsteypu af völdum Alþingis, annaðhvort verkföll eða verðbólgugusu með gamla laginu. Alþingi er að vísu ekki eitt um hituna heldur hafa margir forstjórar fyrirtækja einnig skammtað sjálfum sér og hver öðrum ofurlaun. Alþingi virðist ætlast til að fólkið í landinu fagni 100 ára afmæli fullveldisins í skugga þeirrar skammar sem þingið hefur kallað yfir land og þjóð, einkum með því að synja nýju stjórnarskránni staðfestingar. Síðasta ríkisstjórn sat í níu mánuði. Ríkisstjórnin næst á undan hrökklaðist einnig frá völdum vegna hneykslismála. Hvernig væri að halda áfram að knýja fram kosningar á níu mánaða fresti þar til við fáum skaplega skipað Alþingi? – þing sem nýtur trausts.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun