Rannsókn á Panamagögnum leitt í ljós stórfelld skattundanskot í 57 málum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. júlí 2018 15:52 Íslendingurinn sætir farbanni og eignir upp á 180 milljónir króna hafa verið kyrrsettar. Vísir/Getty Rannsókn Skattrannsóknarstjóra á gögnum sem ríkið keypti árið 2015 og nefnd hafa verið Panamagögn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot undan skatti í 57 málum. Alls hefur embættið lokið rannsókn í 89 málum og eru fjórtán enn í rannsókn. Vanframtaldir undandregnir skattstofnar nema alls um 15 milljörðum króna í þeim málum sem tengjast gögnunum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýju G. Harðardóttir, þingmanni Samfylkingarinnar um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.Gögnin voru sem fyrr segir keypt árið 2015 fyrir 37 milljónir króna. Við rannsókn gagnanna voru um 30 mál tekin til rannsóknar þar sem grunur var um refsiverð skattundanskot. Við rannsóknir þeirra mála vaknaði einnig grunur um skattalagabrot annarra einstaklinga sem leiddi til rannsóknar á um tíu aðilum til viðbótar.Ástæða til þess að hefja rannsókn á fleiri málum Alls hefur Skattrannsóknarstjóri lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengjast svonefndum Panamagögnum. Alls eru 14 mál enn í rannsókn, þar af sjö afleidd mál. Fimm þeirra eru á lokastigi rannsóknar.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóriFréttablaðið/Vilhelm„Þá má ætla að ástæða sé til að hefja rannsókn á nokkrum málum til viðbótar. Rannsóknir í 12 málum hafa verið felldar niður, þar á meðal sökum þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti,“ segir í svari fjármálaráðherra.Þar kemur einnig fram að 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara þar sem rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot. Í 18 málum hefur Skattrannsóknarstjóri farið fram með sektarkröfu fyrir yfirskattanefnd og einu máli hefur verið lokið með sektargerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsimeðferð. Til viðbótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til héraðssaksóknara og þremur til yfirskattanefndar til sektarmeðferðar.Í svarinu kemur fram að í þeim málum sem lokið hefur verið rannsókn á séu vanframtaldir undandregnir skattstofnar alls um 15 milljörðum króna og að meginhluti þeirra séu fjármagnstekjur. Þá kemur einnig fram að gjaldabreytingar Ríkisskattstjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið samtals 518 milljónum króna hjá þeim aðilum sem koma fram í gögnum sem Ríkisskattstjóri fékk áframsent frá Skattrannsóknarstjóra.Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar má lesa hér. Panama-skjölin Tengdar fréttir Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06 Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Rannsókn Skattrannsóknarstjóra á gögnum sem ríkið keypti árið 2015 og nefnd hafa verið Panamagögn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot undan skatti í 57 málum. Alls hefur embættið lokið rannsókn í 89 málum og eru fjórtán enn í rannsókn. Vanframtaldir undandregnir skattstofnar nema alls um 15 milljörðum króna í þeim málum sem tengjast gögnunum. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Oddnýju G. Harðardóttir, þingmanni Samfylkingarinnar um úrvinnslu upplýsinga um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.Gögnin voru sem fyrr segir keypt árið 2015 fyrir 37 milljónir króna. Við rannsókn gagnanna voru um 30 mál tekin til rannsóknar þar sem grunur var um refsiverð skattundanskot. Við rannsóknir þeirra mála vaknaði einnig grunur um skattalagabrot annarra einstaklinga sem leiddi til rannsóknar á um tíu aðilum til viðbótar.Ástæða til þess að hefja rannsókn á fleiri málum Alls hefur Skattrannsóknarstjóri lokið rannsókn í alls 89 málum sem tengjast svonefndum Panamagögnum. Alls eru 14 mál enn í rannsókn, þar af sjö afleidd mál. Fimm þeirra eru á lokastigi rannsóknar.Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóriFréttablaðið/Vilhelm„Þá má ætla að ástæða sé til að hefja rannsókn á nokkrum málum til viðbótar. Rannsóknir í 12 málum hafa verið felldar niður, þar á meðal sökum þess að grunur hefur ekki reynst á rökum reistur eða vegna þess að ekki hefur reynst unnt að upplýsa mál með fullnægjandi hætti,“ segir í svari fjármálaráðherra.Þar kemur einnig fram að 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara þar sem rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot. Í 18 málum hefur Skattrannsóknarstjóri farið fram með sektarkröfu fyrir yfirskattanefnd og einu máli hefur verið lokið með sektargerð. Í níu málum hefur ákvörðun verið tekin um að fella niður refsimeðferð. Til viðbótar liggur fyrir ákvörðun um að vísa einu máli til héraðssaksóknara og þremur til yfirskattanefndar til sektarmeðferðar.Í svarinu kemur fram að í þeim málum sem lokið hefur verið rannsókn á séu vanframtaldir undandregnir skattstofnar alls um 15 milljörðum króna og að meginhluti þeirra séu fjármagnstekjur. Þá kemur einnig fram að gjaldabreytingar Ríkisskattstjóra á árunum 2016, 2017 og það sem af er árinu 2018 hafa numið samtals 518 milljónum króna hjá þeim aðilum sem koma fram í gögnum sem Ríkisskattstjóri fékk áframsent frá Skattrannsóknarstjóra.Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar má lesa hér.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06 Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00 Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri skoðar ný mál eftir Panama-umfjöllun Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóri leiðist að fylla út eigin skattskýrslu en segir skattamál að öðru leyti spennandi. 4. maí 2016 11:06
Þrjátíu mál um undanskot upp úr skattaskjólsgögnum Skattrannsóknarstjóri rannsakar nú 30 mál þar sem grunur er um skattundanskot á grundvelli leynigagna sem keypt voru á síðasta ári. Ríkisskattstjóri hefur stofnað 178 mál vegna vantalinna tekna á grundvelli þessara sömu gagna. 13. apríl 2016 19:00