Á lífi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. júlí 2018 10:00 Það var líkt heimsbyggðin gæfi frá sér feginsandvarp þegar fréttir bárust af því að tólf fótboltadrengir og þjálfari þeirra sem lokuðust af inni í helli í Taílandi hefðu fundist á lífi eftir níu daga vist. Það má segja ýmislegt um mannkynið. Reyndar er það stundum ansi sjálfhverft og dyntótt og virðist jafnvel þrífast best á átökum, en það á vissulega líka sínar góðu hliðar. Þær hafa opinberast á síðustu dögum þegar fólk um allan heim sameinast í umhyggju fyrir drengjum sem hafa orðið að þola raunir sem ekki ætti að leggja á börn og enn sér ekki fyrir endann á. Fréttir um að drengirnir séu furðu brattir í aðstæðum sínum eru hughreystandi. Börn eru stórmerkilegar manneskjur og búa iðulega yfir meiri þrautseigju og útsjónarsemi en fullorðnir ætla þeim. Í erfiðum aðstæðum finnast ætíð einstaklingar sem stíga fram og eru reiðubúnir að sýna fórnfýsi. Það er til nokkuð sem heitir siðferðileg skylda, það er reyndar afar auðvelt að banda henni frá sér, en samt eru alltaf einhverjir sem hlýða kalli hennar. Það á við um læknana tvo í taílenska hernum sem buðust til að dvelja með drengjunum og þjálfara þeirra í ömurlegum aðstæðum. Enginn ætlast til slíkrar fórnar, hana er ekki nauðsynlegt að færa, en samt er hún í boði. Sá björgunarleiðangur sem nú er í undirbúningi á Taílandi er afar áhættusamur og þar eru einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikið erfiði og jafnvel setja líf sitt í hættu. Um allan heim fylgist fólki með gangi mála og lætur sig miklu varða að vel fari. Það er mikilsverður eiginleiki að geta fundið til með öðrum og sett sig í spor þeirra. Það er við fréttir eins og þessar sem sá eiginleiki verður áberandi í fari svo margra. Fólki stendur ekki á sama um örlög tólf drengja sem verða að komast heilu og höldnu til fjölskyldna sinna. Þannig höfum við á síðustu dögum séð náungakærleikann taka völd. Það er hughreystandi og eflir trú á hinu annars óútreiknanlega mannkyni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kannski eini ráðamaður þjóðarinnar sem með sanni má kallast hjartahreinn, lagði það til á dögunum að taílensku fótboltadrengirnir myndu leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Það er afar falleg hugsun á bak við þessa hugmynd sem er þó ekki raunhæf í stöðunni eins og hún er í dag. En þegar drengirnir eru komnir heim heilir á húfi (það má ekki leyfa annarri hugsun að komast að) þá munu þeir sem tök hafa á örugglega leggja sitt af mörkum til að gleðja þá. Drengirnir eiga eflaust sínar hetjur í boltanum sem gætu þar lagt sitt af mörkum, þó ekki væri nema með því að senda þeim skilaboð. Heimsókn til þeirra í eigin persónu væri þó enn betra framtak. Hugur heimsbyggðarinnar er hjá drengjunum í hellinum. Nú ríkir samkennd, umhyggja og ósk um að allt fari vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fastir í helli í Taílandi Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Það var líkt heimsbyggðin gæfi frá sér feginsandvarp þegar fréttir bárust af því að tólf fótboltadrengir og þjálfari þeirra sem lokuðust af inni í helli í Taílandi hefðu fundist á lífi eftir níu daga vist. Það má segja ýmislegt um mannkynið. Reyndar er það stundum ansi sjálfhverft og dyntótt og virðist jafnvel þrífast best á átökum, en það á vissulega líka sínar góðu hliðar. Þær hafa opinberast á síðustu dögum þegar fólk um allan heim sameinast í umhyggju fyrir drengjum sem hafa orðið að þola raunir sem ekki ætti að leggja á börn og enn sér ekki fyrir endann á. Fréttir um að drengirnir séu furðu brattir í aðstæðum sínum eru hughreystandi. Börn eru stórmerkilegar manneskjur og búa iðulega yfir meiri þrautseigju og útsjónarsemi en fullorðnir ætla þeim. Í erfiðum aðstæðum finnast ætíð einstaklingar sem stíga fram og eru reiðubúnir að sýna fórnfýsi. Það er til nokkuð sem heitir siðferðileg skylda, það er reyndar afar auðvelt að banda henni frá sér, en samt eru alltaf einhverjir sem hlýða kalli hennar. Það á við um læknana tvo í taílenska hernum sem buðust til að dvelja með drengjunum og þjálfara þeirra í ömurlegum aðstæðum. Enginn ætlast til slíkrar fórnar, hana er ekki nauðsynlegt að færa, en samt er hún í boði. Sá björgunarleiðangur sem nú er í undirbúningi á Taílandi er afar áhættusamur og þar eru einstaklingar sem eru tilbúnir að leggja á sig mikið erfiði og jafnvel setja líf sitt í hættu. Um allan heim fylgist fólki með gangi mála og lætur sig miklu varða að vel fari. Það er mikilsverður eiginleiki að geta fundið til með öðrum og sett sig í spor þeirra. Það er við fréttir eins og þessar sem sá eiginleiki verður áberandi í fari svo margra. Fólki stendur ekki á sama um örlög tólf drengja sem verða að komast heilu og höldnu til fjölskyldna sinna. Þannig höfum við á síðustu dögum séð náungakærleikann taka völd. Það er hughreystandi og eflir trú á hinu annars óútreiknanlega mannkyni. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kannski eini ráðamaður þjóðarinnar sem með sanni má kallast hjartahreinn, lagði það til á dögunum að taílensku fótboltadrengirnir myndu leiða liðin inn á völlinn í úrslitaleik HM í fótbolta í Rússlandi. Það er afar falleg hugsun á bak við þessa hugmynd sem er þó ekki raunhæf í stöðunni eins og hún er í dag. En þegar drengirnir eru komnir heim heilir á húfi (það má ekki leyfa annarri hugsun að komast að) þá munu þeir sem tök hafa á örugglega leggja sitt af mörkum til að gleðja þá. Drengirnir eiga eflaust sínar hetjur í boltanum sem gætu þar lagt sitt af mörkum, þó ekki væri nema með því að senda þeim skilaboð. Heimsókn til þeirra í eigin persónu væri þó enn betra framtak. Hugur heimsbyggðarinnar er hjá drengjunum í hellinum. Nú ríkir samkennd, umhyggja og ósk um að allt fari vel.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun