Býst við að skrifa undir hjá Hamburg á allra næstu dögum Hjörvar Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 10:00 Aron Rafn var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en góð frammistaða hans hjá ÍBV er að skila honum öðru tækifæri í atvinnumennsku. Vísir/Ernir Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er að öllum líkindum á leið frá ÍBV til þýska B-deildarliðins Hamburger Sport-Verein. Aron Rafn sagði í samtali við Fréttablaðið að viðræður hans við félagið væru komnar á lokastig og í raun formsatriði að binda alla lausa hnúta. „Ég býst við því að skrifa undir hjá þeim á næstu dögum. Það er hins vegar ekkert í höfn enn og ég veit það vel að hlutir geta verið fljótir að breytast í þessum bransa. Eins og staðan er hins vegar núna er aftur á móti ekkert sem getur í komið veg fyrir að ég verði orðinn leikmaður liðsins öðrum hvorum megin við helgina,“ sagði Aron Rafn þegar Fréttablaðið kannaði stöðu mála á félagaskiptum hans til þýska liðsins. Hann staldraði ekki lengi við á Íslandi en hann samdi við ÍBV síðasta sumar. „Það var á stefnuskránni að taka bara eitt keppnistímabil hér heima og fara svo aftur út. Tímabilið gat ekki gengið betur og það er gaman að kveðja ÍBV sem þrefaldur meistari og hafa verið valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar var góður bónus. Eftir erfiða byrjun á leiktíðinni var gott hvernig málin þróuðust hjá mér og að ég hafi náð að bæta minn leik svo eftir var tekið,“ sagði Aron.Sofandi risi Hamburger Sport-Verein hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á síðustu árum. Liðið varð bikarmeistari 2010, Þýskalandsmeistari 2011 og vann Meistaradeild Evrópu 2013. Síðan lenti félagið í miklum fjárhagsvandræðum og eftir að hafa barist í bökkum var það úrskurðað gjaldþrota í desember árið 2015. Félagið var í kjölfarið dæmt niður í þriðju efstu deild. Næstu ár þar á eftir fóru í endurskipulagningu á rekstri félagsins og uppbyggingu á leikmannahópi liðsins. Liðið vann C-deildina í vor og mun þar af leiðandi vera nýliði í B-deildinni á næstu leiktíð. „Ég hef engar áhyggjur af því að það sé ekki allt í toppmálum hvað fjármálin varðar hjá félaginu. Mér skilst að það séu bæði fleiri og öflugri bakhjarlar hjá félaginu en þegar það fór á hausinn. Þá hafi verið teknar skynsamlegri ákvarðanir hvað varðar útgjöld og boginn ekki spenntur jafn hátt í leikmannakaupum og launakostnaði. Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu og vona að ég geti hjálpað liðinu að komast í efstu deild sem er markmiðið hjá liðinu,“ sagði Aron Rafn um stöðu mála hjá Hamburger Sport-Verein. Ef að líkum lætur verður Hamburger Sport-Verein fjórða erlenda liðið sem Aron Rafn leikur með, en þessi uppaldi Haukamaður hefur áður leikið með þýska liðinu SG BBM Bietigheim, sænska liðinu Eskilstuna Guif og danska liðinu Álaborg. Aron Rafn er þriðji íslenski markvörðurinn sem heldur út í atvinnumennsku í sumar, en Ágúst Elí Björgvinsson fór frá FH til Eskilstuna Guif. Þá söðlaði Björgvin Páll Gústavsson um og gekk til liðs við Skjern frá Haukum. Það eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið að þeir íslensku markmenn sem hafa séð um að verja mark liðsins undanfarið verði allir á mála hjá erlendum liðum á næsta keppnistímabili. Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er að öllum líkindum á leið frá ÍBV til þýska B-deildarliðins Hamburger Sport-Verein. Aron Rafn sagði í samtali við Fréttablaðið að viðræður hans við félagið væru komnar á lokastig og í raun formsatriði að binda alla lausa hnúta. „Ég býst við því að skrifa undir hjá þeim á næstu dögum. Það er hins vegar ekkert í höfn enn og ég veit það vel að hlutir geta verið fljótir að breytast í þessum bransa. Eins og staðan er hins vegar núna er aftur á móti ekkert sem getur í komið veg fyrir að ég verði orðinn leikmaður liðsins öðrum hvorum megin við helgina,“ sagði Aron Rafn þegar Fréttablaðið kannaði stöðu mála á félagaskiptum hans til þýska liðsins. Hann staldraði ekki lengi við á Íslandi en hann samdi við ÍBV síðasta sumar. „Það var á stefnuskránni að taka bara eitt keppnistímabil hér heima og fara svo aftur út. Tímabilið gat ekki gengið betur og það er gaman að kveðja ÍBV sem þrefaldur meistari og hafa verið valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar var góður bónus. Eftir erfiða byrjun á leiktíðinni var gott hvernig málin þróuðust hjá mér og að ég hafi náð að bæta minn leik svo eftir var tekið,“ sagði Aron.Sofandi risi Hamburger Sport-Verein hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á síðustu árum. Liðið varð bikarmeistari 2010, Þýskalandsmeistari 2011 og vann Meistaradeild Evrópu 2013. Síðan lenti félagið í miklum fjárhagsvandræðum og eftir að hafa barist í bökkum var það úrskurðað gjaldþrota í desember árið 2015. Félagið var í kjölfarið dæmt niður í þriðju efstu deild. Næstu ár þar á eftir fóru í endurskipulagningu á rekstri félagsins og uppbyggingu á leikmannahópi liðsins. Liðið vann C-deildina í vor og mun þar af leiðandi vera nýliði í B-deildinni á næstu leiktíð. „Ég hef engar áhyggjur af því að það sé ekki allt í toppmálum hvað fjármálin varðar hjá félaginu. Mér skilst að það séu bæði fleiri og öflugri bakhjarlar hjá félaginu en þegar það fór á hausinn. Þá hafi verið teknar skynsamlegri ákvarðanir hvað varðar útgjöld og boginn ekki spenntur jafn hátt í leikmannakaupum og launakostnaði. Ég er bara mjög spenntur fyrir þessu og vona að ég geti hjálpað liðinu að komast í efstu deild sem er markmiðið hjá liðinu,“ sagði Aron Rafn um stöðu mála hjá Hamburger Sport-Verein. Ef að líkum lætur verður Hamburger Sport-Verein fjórða erlenda liðið sem Aron Rafn leikur með, en þessi uppaldi Haukamaður hefur áður leikið með þýska liðinu SG BBM Bietigheim, sænska liðinu Eskilstuna Guif og danska liðinu Álaborg. Aron Rafn er þriðji íslenski markvörðurinn sem heldur út í atvinnumennsku í sumar, en Ágúst Elí Björgvinsson fór frá FH til Eskilstuna Guif. Þá söðlaði Björgvin Páll Gústavsson um og gekk til liðs við Skjern frá Haukum. Það eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið að þeir íslensku markmenn sem hafa séð um að verja mark liðsins undanfarið verði allir á mála hjá erlendum liðum á næsta keppnistímabili.
Olís-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Manchester United | Rauðu djöflarnir eiga harma að hefna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira