Handbolti

Heimir Örn: Stórkostlegt að koma tvítugur í deildina og fá umfjöllun eins og rokkstjarna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

KA er fyrrum stórveldi í íslenskum handbolta og snýr nú aftur í efstu deild karla næsta vetur eftir aðskilnað KA og Akureyrar handboltafélags.

KA sigraði HK í umspili um sæti í Olís deildinni í vor. Guðjón Guðmundsson ræddi við Heimir Örn Árnason, annan þjálfara KA, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Staðan er bara mjög góð, þetta var erfið og umdeild ákvörðun að skilja liðin að en bæði lið fóru upp og það er mikill áhugi í bænum. Það er gríðarlegur áhugi í yngri flokkunum í KA, maður finnur meðbyr þar sem er það sem við vorum að vonast eftir með þessu. Svo kemur bara í ljós hvort við höldum okkur uppi eða ekki,“ sagði Heimir.

„Að koma inn í deildina núna, 19-20 ára og fá umfjöllun eins og þú sért rokkstjarna, þetta er bara stórkostlegt. Umfjöllun og allt komið á allt annað plan og ótrúlega gaman að taka þátt í þessu ævintýri.“

Viðtal Gaupa við Heimi má sjá í spilaranum með fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.