Svekktir Sjallar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. júní 2018 07:00 Það er sérstök list að kunna að tapa og mörgum reynist um megn að leyna vonbrigðum sínum lúti þeir í lægra haldi. Í stað þess að bera harm sinn í hljóði fara hinir tapsáru hamförum, kvarta undan svindli og svikum og kenna öðrum um. Ekki hvarflar að þeim að líta í eigin barm og leggjast í ítarlega sjálfsskoðun eins og þeim væri hollast. Þetta opinberaðist á sláandi hátt í Vestmannaeyjum eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Fyrir kosningar hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í Vestmannaeyjum í háa herrans tíð og vitanlega fannst Sjálfstæðismönnum að þannig ætti það að vera um ókomna tíð. Kannski er skiljanlegt að þeir hafi verið blindaðir af velgengni. Flokkurinn hlaut um 75 prósent atkvæða í kosningunum 2014 og forsvarsmenn hans virðast hafa ályktað sem svo að yfirburðirnir væru svo miklir að þeir gætu verið einráðir. Forsvarsmenn flokksins gleymdu að huga að lýðræðislegum vinnubrögðum því hugmynd hóps Sjálfstæðismanna um prófkjör var felld af fulltrúaráði flokksins. Það hefði verið fyrsta prófkjör Sjálfstæðismanna í Eyjum í 28 ár. Sú staðreynd ein og sér hefði átt að vekja þá spurningu hjá fulltrúaráði flokksins hvort ekki væri kominn tími til að breyta. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að fagna prófkjöri en ekki hindra það. Meirihluti fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum ber ábyrgð á því að hafa tekið ákvörðun sem varð til þess að flokkurinn klofnaði og til varð sérframboð sem hlaut brautargengi í kosningunum og situr nú að völdum. Kosningaúrslit voru ekki fyrr ljós en grátkór hins fallna meirihluta hóf upp raust sína og kærði ekki bara kosningarnar heldur ákvað að þefa uppi svikara innan eigin raða, enda miklu betra að kenna einhverjum öðrum um en sjálfum sér. „Leitið og þér munuð finna“ stendur í góðri bók og þeir sem svekktastir voru vegna úrslitanna fundu skúrkinn sem bera átti ábyrgð á tapinu. Sá reynist vera þingmaður flokksins Páll Magnússon. Hann virðist reyndar stundum vera stoltari af því að vera Vestmannaeyingur en Sjálfstæðismaður, en sú áhersla ætti engan veginn að kosta sérstaka fordæmingu í Eyjum. Ekki skal vanmeta Pál Magnússon, sem má sín alveg örugglega mikils, en það er samt nokkur ofrausn að ætla honum að hafa af eigin rammleik snúið fjölda Vestmannaeyinga frá Sjálfstæðisflokknum og í átt að nýju afli. Talsmenn hins fallna meirihluta tala eins og það hafi alfarið verið á ábyrgð Páls að ná í hús þeim örfáu atkvæðum sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfti til að halda völdum. Fjölmargir aðrir áhrifamenn innan flokksins hefðu örugglega mátt leggja harðar að sér við atkvæðasmölun. En fyrst og fremst hefði meirihlutinn átt að temja sér hógværð og samningslipurð á valdatíma sínum í stað þess að vaða áfram í sjálfhverfu og hroka. Hinn fallni meirihluti í Eyjum getur engum kennt um örlög sín nema sjálfum sér. Hann stundaði vinnubrögð sem klufu Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér má flokka það sem vissan árangur, en varla telst hann sérlega lofsverður og síst er hann til eftirbreytni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Það er sérstök list að kunna að tapa og mörgum reynist um megn að leyna vonbrigðum sínum lúti þeir í lægra haldi. Í stað þess að bera harm sinn í hljóði fara hinir tapsáru hamförum, kvarta undan svindli og svikum og kenna öðrum um. Ekki hvarflar að þeim að líta í eigin barm og leggjast í ítarlega sjálfsskoðun eins og þeim væri hollast. Þetta opinberaðist á sláandi hátt í Vestmannaeyjum eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Fyrir kosningar hafði Sjálfstæðisflokkurinn verið við völd í Vestmannaeyjum í háa herrans tíð og vitanlega fannst Sjálfstæðismönnum að þannig ætti það að vera um ókomna tíð. Kannski er skiljanlegt að þeir hafi verið blindaðir af velgengni. Flokkurinn hlaut um 75 prósent atkvæða í kosningunum 2014 og forsvarsmenn hans virðast hafa ályktað sem svo að yfirburðirnir væru svo miklir að þeir gætu verið einráðir. Forsvarsmenn flokksins gleymdu að huga að lýðræðislegum vinnubrögðum því hugmynd hóps Sjálfstæðismanna um prófkjör var felld af fulltrúaráði flokksins. Það hefði verið fyrsta prófkjör Sjálfstæðismanna í Eyjum í 28 ár. Sú staðreynd ein og sér hefði átt að vekja þá spurningu hjá fulltrúaráði flokksins hvort ekki væri kominn tími til að breyta. Eðlileg viðbrögð hefðu verið að fagna prófkjöri en ekki hindra það. Meirihluti fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Eyjum ber ábyrgð á því að hafa tekið ákvörðun sem varð til þess að flokkurinn klofnaði og til varð sérframboð sem hlaut brautargengi í kosningunum og situr nú að völdum. Kosningaúrslit voru ekki fyrr ljós en grátkór hins fallna meirihluta hóf upp raust sína og kærði ekki bara kosningarnar heldur ákvað að þefa uppi svikara innan eigin raða, enda miklu betra að kenna einhverjum öðrum um en sjálfum sér. „Leitið og þér munuð finna“ stendur í góðri bók og þeir sem svekktastir voru vegna úrslitanna fundu skúrkinn sem bera átti ábyrgð á tapinu. Sá reynist vera þingmaður flokksins Páll Magnússon. Hann virðist reyndar stundum vera stoltari af því að vera Vestmannaeyingur en Sjálfstæðismaður, en sú áhersla ætti engan veginn að kosta sérstaka fordæmingu í Eyjum. Ekki skal vanmeta Pál Magnússon, sem má sín alveg örugglega mikils, en það er samt nokkur ofrausn að ætla honum að hafa af eigin rammleik snúið fjölda Vestmannaeyinga frá Sjálfstæðisflokknum og í átt að nýju afli. Talsmenn hins fallna meirihluta tala eins og það hafi alfarið verið á ábyrgð Páls að ná í hús þeim örfáu atkvæðum sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfti til að halda völdum. Fjölmargir aðrir áhrifamenn innan flokksins hefðu örugglega mátt leggja harðar að sér við atkvæðasmölun. En fyrst og fremst hefði meirihlutinn átt að temja sér hógværð og samningslipurð á valdatíma sínum í stað þess að vaða áfram í sjálfhverfu og hroka. Hinn fallni meirihluti í Eyjum getur engum kennt um örlög sín nema sjálfum sér. Hann stundaði vinnubrögð sem klufu Sjálfstæðisflokkinn. Í sjálfu sér má flokka það sem vissan árangur, en varla telst hann sérlega lofsverður og síst er hann til eftirbreytni.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun