Lífið

Ragna Lóa selur fjögur hundruð fermetra einbýlishús

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstak heimili í Árbænum.
Einstak heimili í Árbænum.

Ragna Lóa Stefánsdóttir hefur sett fjögur hundruð fermetra einbýlishús sitt við Lækjarás á söluskrá en hún bjó þar ásamt knattspyrnumanninum Hermanni Hreiðarssyni. Ragna og Hermann eru í dag skilin.

Á heimilinu er glæsilegur glymskratti og barstólar í líki kóktappa. Ragna á sömuleiðis stórt og mikið fataherbergi út af svefnherbergi sínu auk þess sem partíherbergið svokallaða, með popp- og tyggjóvél, bar, risaskjá, þythokkíborði og mörgu fleira, er hreinlega engu líkt.

Alls eru níu herbergi í húsinu og sex svefnherbergi. Fasteignamat eignarinnar er um hundrað milljónir en húsið var byggt árið 1982. Ekkert ásett verð er á eigninni en beðið er um tilboð í húsið.

Sindri Sindrason kíkti í heimsókn til Rögnu á sínum tíma. 

Kjallarinn er svakalegur og hanga þar gamlar treyjur sem Hermann Hreiðarsson lék í á sínum ferli sem atvinnumaður.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Stórglæsilegt hús í Árbænum.
Eldhúseyjan af dýrari gerðinni.
Rosalegt barðherbergi með bronsuðu baðkari og vaski.
Fallegt fataherbergi sem Ragna Lóa lét gera.
Björt og falleg borðstofa.
Bar í kjallaranum.
Hermann hafði komið sér upp flottum karlakjallara.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.