Á ég að gæta bróður míns? Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. júní 2018 07:00 Þverpólitísk fýla ríkir um niðurstöður borgarstjórnarkosninganna. Fánýtar tilraunir til þess að greina hverju kjósendur voru „að kalla eftir“ skipta þó litlu sem engu í stóra samhenginu. Mennskan vann hins vegar óumdeildan kosningasigur þegar Reykvíkingar höfnuðu afgerandi úreltum músarholusjónarmiðum hinna þröngsýnu sem geta ekki sætt sig við að við búum í breyttum heimi. Ísland er ekki lengur einangraður útnári á hjara veraldar heldur hluti kvikrar og síbreytilegrar veraldar. Ekkert fær stöðvað tímans þunga nið. Síst af öllum menn sem garga þvælu í gjallarhorn á götum úti og sveifla drullusokkum. Frambjóðendum Frelsisflokksins og Þjóðfylkingarinnar og þeim 267 hræðum sem kusu þá myndi líða ögn betur í sálinni ef þau fyndu hjá sér döngun til þess að stíga úr skugga óttans. Öll eigum við jafnan rétt til lífs og hamingju óháð því hvaðan við komum, hverju við trúum og hvernig við erum á litinn. Kærleiki í verki er líka oftast endurgoldinn í því sama. Hvað er þá að óttast? Margt má segja um okkur sem þjóð en gestrisni og hjálpsemi er Íslendingum í blóð borin og góðu heilli gengur enn gegn innsta kjarna þjóðarsálarinnar að rétta ekki fólki í neyð hjálparhönd. Fegurðin í því að drjúgur hluti kjósenda hafi í ofanálag tryggt hörundsdökkri, ungri, íslenskri konu sæti í borgarstjórn Reykjavíkur á meðan framboðunum tveimur var hafnað, er svo náttúrlega ljóðræn. Fordómaflokkarnir upphefja sig ekki síst á og er tíðrætt um „kristin gildi“. Pæling að glugga bara kannski aðeins í Biblíuna og kynna sér boðskap Krists. Velta jafnvel fyrir sér sígildri spurningu úr blóði drifnum fyrri hluta bókarinnar. Á ég að gæta bróður míns? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Þverpólitísk fýla ríkir um niðurstöður borgarstjórnarkosninganna. Fánýtar tilraunir til þess að greina hverju kjósendur voru „að kalla eftir“ skipta þó litlu sem engu í stóra samhenginu. Mennskan vann hins vegar óumdeildan kosningasigur þegar Reykvíkingar höfnuðu afgerandi úreltum músarholusjónarmiðum hinna þröngsýnu sem geta ekki sætt sig við að við búum í breyttum heimi. Ísland er ekki lengur einangraður útnári á hjara veraldar heldur hluti kvikrar og síbreytilegrar veraldar. Ekkert fær stöðvað tímans þunga nið. Síst af öllum menn sem garga þvælu í gjallarhorn á götum úti og sveifla drullusokkum. Frambjóðendum Frelsisflokksins og Þjóðfylkingarinnar og þeim 267 hræðum sem kusu þá myndi líða ögn betur í sálinni ef þau fyndu hjá sér döngun til þess að stíga úr skugga óttans. Öll eigum við jafnan rétt til lífs og hamingju óháð því hvaðan við komum, hverju við trúum og hvernig við erum á litinn. Kærleiki í verki er líka oftast endurgoldinn í því sama. Hvað er þá að óttast? Margt má segja um okkur sem þjóð en gestrisni og hjálpsemi er Íslendingum í blóð borin og góðu heilli gengur enn gegn innsta kjarna þjóðarsálarinnar að rétta ekki fólki í neyð hjálparhönd. Fegurðin í því að drjúgur hluti kjósenda hafi í ofanálag tryggt hörundsdökkri, ungri, íslenskri konu sæti í borgarstjórn Reykjavíkur á meðan framboðunum tveimur var hafnað, er svo náttúrlega ljóðræn. Fordómaflokkarnir upphefja sig ekki síst á og er tíðrætt um „kristin gildi“. Pæling að glugga bara kannski aðeins í Biblíuna og kynna sér boðskap Krists. Velta jafnvel fyrir sér sígildri spurningu úr blóði drifnum fyrri hluta bókarinnar. Á ég að gæta bróður míns?
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar