Verkalýðsstéttin rís upp gegn Macron Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2018 17:44 Mörg þúsund manns fjölmenntu í kröfugöngu víðsvegar um landið til höfuðs stórfelldum niðurskurðaráformum Emmanuels Macron, forseta Frakklands. vísir/afp Mörg þúsund manns fjölmenntu í kröfugöngu víðsvegar um landið til höfuðs stórfelldum niðurskurðaráformum Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kröfugangan í París var fjölmennust. Mótmælendur með vinstri flokka og verkalýðsfélög í broddi fylkingar eru æfir yfir áformum Macrons. Hann hefur boðað breytingar á frönsku vinnulöggjöfinni og stórfelldan niðurskurð. Til stendur að fækka stöðugildum hjá hinu opinbera um 120.000 á yfirstandandi kjörtímabili. Franskir lestarstarfsmenn hafa síðasta mánuðinn staðið í verkfallsaðgerðum. Macron hefur sagst ætla umbylta réttindum þeirra þannig að þau verði meira í ætt við aðrar starfsstéttir. Lestarstarfsmenn hafa hingað til notið ýmissa réttinda sem öðrum stendur ekki til boða eins og að fara fyrr á eftirlaun og vinna styttri vinnuviku. Andstæðingar breytinganna segja að þetta snúist um pólitík. Franska lögreglan segir að 250 þúsund manns hafi verið í kröfugöngunni í París en fulltrúar verkalýðshreyfinga nefna mun hærri tölu.Frakkar séu auðug þjóðJean-Luc Mélenchon, sem hefur látið til sín taka í mótmælum undanfarinna daga og bauð sig fram til höfuðs Macron í forsetakosningunum, gagnrýndi Macron harðlega og sagði hann ekki standa sig sem skyldi í embætti forseta. Mannekla væri í heilbrigðiskerfinu og ekki nægilega margir lögreglumenn væru að störfum í „erfiðari“ hverfum Parísar. Hann segir yfirvöld bera fyrir sig fjárskort en Mélenchon segir það af og frá. „Við trúum ykkur ekki vegna þess að þið ljúgið,“ segir Mélenchon sem bendir á að peningarnir sem fóru í skattaívilnanir til handa þeim ríku hefðu komið að góðum notum í heilbrigðiskerfinu. Mélenchon segir að landið sé auðugt og að mikilvægt sé að auðæfunum sé skipt með sanngjarnari hætti. Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir lögreglu hafa þurft að grípa inn í þegar hópur mótmælenda reyndi að rústa banka. Að sögn Collomb voru mennirnir hettuklæddir og sjö lögreglumenn meiddust í lögregluaðgerðinni. Lögreglan hefur handtekið 35 mótmælendur fyrir margvísleg brot, að því er fram kemur á vef Reuters. Macron lætur engan bilbug á sér finna og hyggst halda breytingunum til streitu. Tengdar fréttir Búist við miklum samgöngutruflunum í Frakklandi næstu mánuðina Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. 3. apríl 2018 08:46 Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum. 1. maí 2018 21:27 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Mörg þúsund manns fjölmenntu í kröfugöngu víðsvegar um landið til höfuðs stórfelldum niðurskurðaráformum Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kröfugangan í París var fjölmennust. Mótmælendur með vinstri flokka og verkalýðsfélög í broddi fylkingar eru æfir yfir áformum Macrons. Hann hefur boðað breytingar á frönsku vinnulöggjöfinni og stórfelldan niðurskurð. Til stendur að fækka stöðugildum hjá hinu opinbera um 120.000 á yfirstandandi kjörtímabili. Franskir lestarstarfsmenn hafa síðasta mánuðinn staðið í verkfallsaðgerðum. Macron hefur sagst ætla umbylta réttindum þeirra þannig að þau verði meira í ætt við aðrar starfsstéttir. Lestarstarfsmenn hafa hingað til notið ýmissa réttinda sem öðrum stendur ekki til boða eins og að fara fyrr á eftirlaun og vinna styttri vinnuviku. Andstæðingar breytinganna segja að þetta snúist um pólitík. Franska lögreglan segir að 250 þúsund manns hafi verið í kröfugöngunni í París en fulltrúar verkalýðshreyfinga nefna mun hærri tölu.Frakkar séu auðug þjóðJean-Luc Mélenchon, sem hefur látið til sín taka í mótmælum undanfarinna daga og bauð sig fram til höfuðs Macron í forsetakosningunum, gagnrýndi Macron harðlega og sagði hann ekki standa sig sem skyldi í embætti forseta. Mannekla væri í heilbrigðiskerfinu og ekki nægilega margir lögreglumenn væru að störfum í „erfiðari“ hverfum Parísar. Hann segir yfirvöld bera fyrir sig fjárskort en Mélenchon segir það af og frá. „Við trúum ykkur ekki vegna þess að þið ljúgið,“ segir Mélenchon sem bendir á að peningarnir sem fóru í skattaívilnanir til handa þeim ríku hefðu komið að góðum notum í heilbrigðiskerfinu. Mélenchon segir að landið sé auðugt og að mikilvægt sé að auðæfunum sé skipt með sanngjarnari hætti. Gerard Collomb, innanríkisráðherra Frakklands, segir lögreglu hafa þurft að grípa inn í þegar hópur mótmælenda reyndi að rústa banka. Að sögn Collomb voru mennirnir hettuklæddir og sjö lögreglumenn meiddust í lögregluaðgerðinni. Lögreglan hefur handtekið 35 mótmælendur fyrir margvísleg brot, að því er fram kemur á vef Reuters. Macron lætur engan bilbug á sér finna og hyggst halda breytingunum til streitu.
Tengdar fréttir Búist við miklum samgöngutruflunum í Frakklandi næstu mánuðina Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. 3. apríl 2018 08:46 Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum. 1. maí 2018 21:27 Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Sjá meira
Búist við miklum samgöngutruflunum í Frakklandi næstu mánuðina Verkstöðvun hjá frönskum lestarstarfsmönnum hófst í gærkvöldi en aðgerðirnar eiga að standa með hléum næstu þrjá mánuði. 3. apríl 2018 08:46
Lögreglan í París handtók 200 óeirðaseggi Lögreglan í París hefur handtekið tæplega 200 manns sem höfðu unnið skemmdarverk á búðum og kveikt í bílum. Nota þurfti þrýstivatnsslöngur og táragas til að dreifa hópnum. 1. maí 2018 21:27