Starfsumhverfi skólanna verður að bæta Þorsteinn Sæberg skrifar 29. maí 2018 11:15 Nú líður að lokum skólaársins og styttist í skólaslit. Þeim fylgir alltaf ákveðin tilhlökkun í skólastarfi. Þá er ákveðnum áfanga náð um leið og hugsun margra og verkefni eru farin að snúast um skipulag næsta skólaárs. Svona er starf skólastjórnenda fjölbreytt og krefjandi, alltaf nýjar áskoranir. Á þessu vori bregður svo við að skólastjórnendur eru farnir að finna áþreifanlega fyrir þeirri vöntun á kennurum með leyfisbréf sem hefur verið fyrirséð um nokkurt skeið og áhyggjuefni hvernig manna á suma skóla á komandi hausti. Þetta á ekki síður við um lausar stöður stjórnenda sem freista ekki reyndra kennara í dag, bæði vegna launa og starfsumhverfis stjórnenda. Þá er það mjög alvarlegt mál að dæmi eru um stjórnendur sem ákveðið hafa að snúa aftur til kennslu eða jafnvel hætta af sömu ástæðum. Við heyrum oftar en ekki ráðamenn þjóðarinnar vísa til mikilvægis góðrar menntunar til handa æsku landsins. Æskunni tilheyra einstaklingar sem munu leiða okkur inn í nýja tíma, munu þurfa að takast á við áður óþekkt verkefni á öðrum forsendum en áður hefur þekkst þar sem fjölbreytni í vinnubrögðum, samvinna og margþætt hæfni verður lykilatriði. Þá heyrum við hina sömu segja að vegna þessa, þurfi skólastarf í dag að mótast af fjölbreyttum kennsluháttum, auknum sveigjanleika, meiri teymisvinnu en um leið aukinni einstaklingsmiðun þar sem hver og einn nemandi fái tækifæri til að hámarka hæfni sína og árangur. Þarna virðast alls ekki fara saman orð og athafnir þegar sá raunveruleiki blasir við sem hér áður var nefndur. Almennur kennaraskortur, minni áhugi en áður á stjórnendastöðum við grunnskóla og sá raunveruleiki að skólastjórnendur haldist ekki í starfi vegna starfsumhverfis og launa. Skólastjórnendur sem í raun eiga að leiða og bera ábyrgð á stefnumótun og faglegu starfi grunnskóla í landinu. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, að búa þannig um hnútana að umgjörðin og grunnurinn að því sem til er ætlast sé þannig að sú niðurstaða sem menn vænta sé möguleg. Svo er ekki í dag. Starfsumhverfi skólastjórnenda í grunnskólum landsins er í dag að mörgu leyti óviðunandi. Langvarandi álag vegna skorts á aukinni stjórnun, margvíslegar auknar kröfur vegna nýrra laga og reglugerða, aukin krafa um stefnumótun vegna nýrra áherslna í skólastarfi, rekstrar- og fjármálaleg umsýsla og mannauðsmál eru dæmi um það sem brennur á stjórnendum í dag. Á sama tíma hefur tími stjórnenda til faglegrar forystu í skólastarfi farið minnkandi vegna áðurnefndra verkefna. Starfsumhverfi skólastjórnenda þarf að endurskoða með það að leiðarljósi að stjórnunarumhverfi skólanna verði sambærilegt við þau fyrirtæki, þar sem stjórnendum eru sköpuð tækifæri til að sinna faglegri forystu, mannauðsmálum, rekstri- og fjárhagslegri ábyrgð og daglegum rekstri af fagmennsku. Ljóst er að flestir skólastjórnendur grunnskóla hafa setið eftir í launaþróun, bæði þegar horft er til launa innan grunnskólans og ekki síður þegar horft er til samanburðar við sambærilega stjórnendur hjá ríki og á almennum markaði. Það er örugglega engin ein skýring á því hvers vegna svo er komið en gera verður ráð fyrir því að það sé vilji stjórnvalda að leiðrétta þessa stöðu. Ef orð stjórnvalda um mikilvægi góðrar menntunar og öflugs skólastarfs til framtíðar eiga að vera trúverðug geta stjórnvöld tæplega á sama tíma horft á stjórnendur í fræðslustarfsemi sem lægst launuðu stjórnendur landsins.Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum skólaársins og styttist í skólaslit. Þeim fylgir alltaf ákveðin tilhlökkun í skólastarfi. Þá er ákveðnum áfanga náð um leið og hugsun margra og verkefni eru farin að snúast um skipulag næsta skólaárs. Svona er starf skólastjórnenda fjölbreytt og krefjandi, alltaf nýjar áskoranir. Á þessu vori bregður svo við að skólastjórnendur eru farnir að finna áþreifanlega fyrir þeirri vöntun á kennurum með leyfisbréf sem hefur verið fyrirséð um nokkurt skeið og áhyggjuefni hvernig manna á suma skóla á komandi hausti. Þetta á ekki síður við um lausar stöður stjórnenda sem freista ekki reyndra kennara í dag, bæði vegna launa og starfsumhverfis stjórnenda. Þá er það mjög alvarlegt mál að dæmi eru um stjórnendur sem ákveðið hafa að snúa aftur til kennslu eða jafnvel hætta af sömu ástæðum. Við heyrum oftar en ekki ráðamenn þjóðarinnar vísa til mikilvægis góðrar menntunar til handa æsku landsins. Æskunni tilheyra einstaklingar sem munu leiða okkur inn í nýja tíma, munu þurfa að takast á við áður óþekkt verkefni á öðrum forsendum en áður hefur þekkst þar sem fjölbreytni í vinnubrögðum, samvinna og margþætt hæfni verður lykilatriði. Þá heyrum við hina sömu segja að vegna þessa, þurfi skólastarf í dag að mótast af fjölbreyttum kennsluháttum, auknum sveigjanleika, meiri teymisvinnu en um leið aukinni einstaklingsmiðun þar sem hver og einn nemandi fái tækifæri til að hámarka hæfni sína og árangur. Þarna virðast alls ekki fara saman orð og athafnir þegar sá raunveruleiki blasir við sem hér áður var nefndur. Almennur kennaraskortur, minni áhugi en áður á stjórnendastöðum við grunnskóla og sá raunveruleiki að skólastjórnendur haldist ekki í starfi vegna starfsumhverfis og launa. Skólastjórnendur sem í raun eiga að leiða og bera ábyrgð á stefnumótun og faglegu starfi grunnskóla í landinu. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, að búa þannig um hnútana að umgjörðin og grunnurinn að því sem til er ætlast sé þannig að sú niðurstaða sem menn vænta sé möguleg. Svo er ekki í dag. Starfsumhverfi skólastjórnenda í grunnskólum landsins er í dag að mörgu leyti óviðunandi. Langvarandi álag vegna skorts á aukinni stjórnun, margvíslegar auknar kröfur vegna nýrra laga og reglugerða, aukin krafa um stefnumótun vegna nýrra áherslna í skólastarfi, rekstrar- og fjármálaleg umsýsla og mannauðsmál eru dæmi um það sem brennur á stjórnendum í dag. Á sama tíma hefur tími stjórnenda til faglegrar forystu í skólastarfi farið minnkandi vegna áðurnefndra verkefna. Starfsumhverfi skólastjórnenda þarf að endurskoða með það að leiðarljósi að stjórnunarumhverfi skólanna verði sambærilegt við þau fyrirtæki, þar sem stjórnendum eru sköpuð tækifæri til að sinna faglegri forystu, mannauðsmálum, rekstri- og fjárhagslegri ábyrgð og daglegum rekstri af fagmennsku. Ljóst er að flestir skólastjórnendur grunnskóla hafa setið eftir í launaþróun, bæði þegar horft er til launa innan grunnskólans og ekki síður þegar horft er til samanburðar við sambærilega stjórnendur hjá ríki og á almennum markaði. Það er örugglega engin ein skýring á því hvers vegna svo er komið en gera verður ráð fyrir því að það sé vilji stjórnvalda að leiðrétta þessa stöðu. Ef orð stjórnvalda um mikilvægi góðrar menntunar og öflugs skólastarfs til framtíðar eiga að vera trúverðug geta stjórnvöld tæplega á sama tíma horft á stjórnendur í fræðslustarfsemi sem lægst launuðu stjórnendur landsins.Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun