Starfsumhverfi skólanna verður að bæta Þorsteinn Sæberg skrifar 29. maí 2018 11:15 Nú líður að lokum skólaársins og styttist í skólaslit. Þeim fylgir alltaf ákveðin tilhlökkun í skólastarfi. Þá er ákveðnum áfanga náð um leið og hugsun margra og verkefni eru farin að snúast um skipulag næsta skólaárs. Svona er starf skólastjórnenda fjölbreytt og krefjandi, alltaf nýjar áskoranir. Á þessu vori bregður svo við að skólastjórnendur eru farnir að finna áþreifanlega fyrir þeirri vöntun á kennurum með leyfisbréf sem hefur verið fyrirséð um nokkurt skeið og áhyggjuefni hvernig manna á suma skóla á komandi hausti. Þetta á ekki síður við um lausar stöður stjórnenda sem freista ekki reyndra kennara í dag, bæði vegna launa og starfsumhverfis stjórnenda. Þá er það mjög alvarlegt mál að dæmi eru um stjórnendur sem ákveðið hafa að snúa aftur til kennslu eða jafnvel hætta af sömu ástæðum. Við heyrum oftar en ekki ráðamenn þjóðarinnar vísa til mikilvægis góðrar menntunar til handa æsku landsins. Æskunni tilheyra einstaklingar sem munu leiða okkur inn í nýja tíma, munu þurfa að takast á við áður óþekkt verkefni á öðrum forsendum en áður hefur þekkst þar sem fjölbreytni í vinnubrögðum, samvinna og margþætt hæfni verður lykilatriði. Þá heyrum við hina sömu segja að vegna þessa, þurfi skólastarf í dag að mótast af fjölbreyttum kennsluháttum, auknum sveigjanleika, meiri teymisvinnu en um leið aukinni einstaklingsmiðun þar sem hver og einn nemandi fái tækifæri til að hámarka hæfni sína og árangur. Þarna virðast alls ekki fara saman orð og athafnir þegar sá raunveruleiki blasir við sem hér áður var nefndur. Almennur kennaraskortur, minni áhugi en áður á stjórnendastöðum við grunnskóla og sá raunveruleiki að skólastjórnendur haldist ekki í starfi vegna starfsumhverfis og launa. Skólastjórnendur sem í raun eiga að leiða og bera ábyrgð á stefnumótun og faglegu starfi grunnskóla í landinu. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, að búa þannig um hnútana að umgjörðin og grunnurinn að því sem til er ætlast sé þannig að sú niðurstaða sem menn vænta sé möguleg. Svo er ekki í dag. Starfsumhverfi skólastjórnenda í grunnskólum landsins er í dag að mörgu leyti óviðunandi. Langvarandi álag vegna skorts á aukinni stjórnun, margvíslegar auknar kröfur vegna nýrra laga og reglugerða, aukin krafa um stefnumótun vegna nýrra áherslna í skólastarfi, rekstrar- og fjármálaleg umsýsla og mannauðsmál eru dæmi um það sem brennur á stjórnendum í dag. Á sama tíma hefur tími stjórnenda til faglegrar forystu í skólastarfi farið minnkandi vegna áðurnefndra verkefna. Starfsumhverfi skólastjórnenda þarf að endurskoða með það að leiðarljósi að stjórnunarumhverfi skólanna verði sambærilegt við þau fyrirtæki, þar sem stjórnendum eru sköpuð tækifæri til að sinna faglegri forystu, mannauðsmálum, rekstri- og fjárhagslegri ábyrgð og daglegum rekstri af fagmennsku. Ljóst er að flestir skólastjórnendur grunnskóla hafa setið eftir í launaþróun, bæði þegar horft er til launa innan grunnskólans og ekki síður þegar horft er til samanburðar við sambærilega stjórnendur hjá ríki og á almennum markaði. Það er örugglega engin ein skýring á því hvers vegna svo er komið en gera verður ráð fyrir því að það sé vilji stjórnvalda að leiðrétta þessa stöðu. Ef orð stjórnvalda um mikilvægi góðrar menntunar og öflugs skólastarfs til framtíðar eiga að vera trúverðug geta stjórnvöld tæplega á sama tíma horft á stjórnendur í fræðslustarfsemi sem lægst launuðu stjórnendur landsins.Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Skoðun Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Nú líður að lokum skólaársins og styttist í skólaslit. Þeim fylgir alltaf ákveðin tilhlökkun í skólastarfi. Þá er ákveðnum áfanga náð um leið og hugsun margra og verkefni eru farin að snúast um skipulag næsta skólaárs. Svona er starf skólastjórnenda fjölbreytt og krefjandi, alltaf nýjar áskoranir. Á þessu vori bregður svo við að skólastjórnendur eru farnir að finna áþreifanlega fyrir þeirri vöntun á kennurum með leyfisbréf sem hefur verið fyrirséð um nokkurt skeið og áhyggjuefni hvernig manna á suma skóla á komandi hausti. Þetta á ekki síður við um lausar stöður stjórnenda sem freista ekki reyndra kennara í dag, bæði vegna launa og starfsumhverfis stjórnenda. Þá er það mjög alvarlegt mál að dæmi eru um stjórnendur sem ákveðið hafa að snúa aftur til kennslu eða jafnvel hætta af sömu ástæðum. Við heyrum oftar en ekki ráðamenn þjóðarinnar vísa til mikilvægis góðrar menntunar til handa æsku landsins. Æskunni tilheyra einstaklingar sem munu leiða okkur inn í nýja tíma, munu þurfa að takast á við áður óþekkt verkefni á öðrum forsendum en áður hefur þekkst þar sem fjölbreytni í vinnubrögðum, samvinna og margþætt hæfni verður lykilatriði. Þá heyrum við hina sömu segja að vegna þessa, þurfi skólastarf í dag að mótast af fjölbreyttum kennsluháttum, auknum sveigjanleika, meiri teymisvinnu en um leið aukinni einstaklingsmiðun þar sem hver og einn nemandi fái tækifæri til að hámarka hæfni sína og árangur. Þarna virðast alls ekki fara saman orð og athafnir þegar sá raunveruleiki blasir við sem hér áður var nefndur. Almennur kennaraskortur, minni áhugi en áður á stjórnendastöðum við grunnskóla og sá raunveruleiki að skólastjórnendur haldist ekki í starfi vegna starfsumhverfis og launa. Skólastjórnendur sem í raun eiga að leiða og bera ábyrgð á stefnumótun og faglegu starfi grunnskóla í landinu. Við verðum að gera þá kröfu til stjórnvalda, ríkis og sveitarfélaga, að búa þannig um hnútana að umgjörðin og grunnurinn að því sem til er ætlast sé þannig að sú niðurstaða sem menn vænta sé möguleg. Svo er ekki í dag. Starfsumhverfi skólastjórnenda í grunnskólum landsins er í dag að mörgu leyti óviðunandi. Langvarandi álag vegna skorts á aukinni stjórnun, margvíslegar auknar kröfur vegna nýrra laga og reglugerða, aukin krafa um stefnumótun vegna nýrra áherslna í skólastarfi, rekstrar- og fjármálaleg umsýsla og mannauðsmál eru dæmi um það sem brennur á stjórnendum í dag. Á sama tíma hefur tími stjórnenda til faglegrar forystu í skólastarfi farið minnkandi vegna áðurnefndra verkefna. Starfsumhverfi skólastjórnenda þarf að endurskoða með það að leiðarljósi að stjórnunarumhverfi skólanna verði sambærilegt við þau fyrirtæki, þar sem stjórnendum eru sköpuð tækifæri til að sinna faglegri forystu, mannauðsmálum, rekstri- og fjárhagslegri ábyrgð og daglegum rekstri af fagmennsku. Ljóst er að flestir skólastjórnendur grunnskóla hafa setið eftir í launaþróun, bæði þegar horft er til launa innan grunnskólans og ekki síður þegar horft er til samanburðar við sambærilega stjórnendur hjá ríki og á almennum markaði. Það er örugglega engin ein skýring á því hvers vegna svo er komið en gera verður ráð fyrir því að það sé vilji stjórnvalda að leiðrétta þessa stöðu. Ef orð stjórnvalda um mikilvægi góðrar menntunar og öflugs skólastarfs til framtíðar eiga að vera trúverðug geta stjórnvöld tæplega á sama tíma horft á stjórnendur í fræðslustarfsemi sem lægst launuðu stjórnendur landsins.Höfundur er formaður Skólastjórafélags Íslands.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun