Í Reykjavík: Val um tvær stefnur Vésteinn Valgarðsson skrifar 11. maí 2018 09:54 Í grófustu dráttum má skipta pólitík hægristefnu: einstaklingshyggju, markaðshyggju, hagsmuni auðvaldsins – og vinstristefnu: félagshyggju, samneyslu, hagsmuni alþýðunnar (okkar). Annað má næstum kalla núansa. Eftir að hefðbundnu vinstriflokkarnir misstu sósíalismann og fótfestuna, hefur þá rekið æðilangt til móts við auðvaldið. Svo mikið að sumir halda að hægri og vinstri séu úrelt hugtök. Það er auðvitað misskilningur sem stafar af villuráfi borgaralegu vinstriflokkanna, og sést best á að fjöldi vinstrisinnaðs eða fátæks fólks púkkar ekki upp á þá. Það er hollt að muna grófu drættina í pólitíkinni. Hvað sem fólki finnst um núverandi borgarstjórnarmeirihluta, er ljóst að hægrivalkostirnir þýða meiri einstaklingshyggju, markaðshyggju og hagsmunagæslu fyrir auðvaldið. Það liggur í hlutarins eðli að ef íhaldið leiðir næsta borgarstjórnarmeirihluta, þá mun samneysla á borð við skóla eða strætó sitja á hakanum, stuðningur við fátæka minnka, stórburgeisum hleypt með lúkurnar í sameiginlega sjóði og eignir. Umferð og svifryk aukast. Þetta er staðreynd. En hvað með núverandi meirihluta, sem hefur leyft húsnæðisverði að snarhækka á kjörtímabilinu, fjölda útigangsmanna að tvöfaldast (til viðbótar við tvöföldun á síðasta kjörtímabili), fjársvelti leikskólana, heykst á að láta strætó fara á réttum tíma eða bjóða næga búsetu fyrir fatlaða eða aldraða... – getur alþýðufólk í alvörunni ætlast til að áframhaldandi stjórn þeirra verði öðruvísi en verið hefur? Eða verður okkur enn og aftur lofað sömu íbúðunum eftir 4 ár, eins og fyrir 4 árum síðan?? Núverandi meirihluti hefur pólitískt efni á meiri félagshyggju. En mun ekki velja hana ótilneyddur. Alþýðufylkingin býður nú fram til borgarstjórnar í annað sinn. Okkar erindi í pólitík er aðeins eitt: hagsmunir alþýðunnar. Okkar metnaður stendur til að vera verkfæri alþýðunnar. Við munum aldrei taka þátt í markaðsvæðingu innviðanna, niðurskurði á velferð eða manngerðum húsnæðisskorti sem hækkar verðið. Við gætum tekið þátt í að mynda borgarstjórnarmeirihluta, en það kostar meira en þægilega stóla. Hann kostar mikla hækkun framfærslu og lægstu launa. Ókeypis verði strætó. Húsnæðiskostnaður lækki með mikilli nýbyggingu á lægsta mögulega verði og félagslega reknu lánakerfi. Og að götur verði sópaðar oftar, til að minnka svifrykið. Atkvæði til Alþýðufylkingarinnar tryggir ekki árangur eitt og sér: Árangur stendur og fellur með virkni fjöldans – þunga stéttabaráttunnar. Alþýðufylkingin er reiðubúin. Val Reykvíkinga stendur um tvennt: Auðvaldið og markaðurinn leika lausum hala, nema alþýðan taki í taumana og stuðli að félagslegum lausnum. Atkvæði greitt R-lista Alþýðufylkingarinnar er lóð á vogarskál félagslegra lausna, baráttu fyrir jöfnuði og auknum lífsgæðum almennings. Stuðningsfulltrúi og varaformaður Alþýðufylkingarinnar er í 3. sæti á framboðslista til borgarstjórnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Í grófustu dráttum má skipta pólitík hægristefnu: einstaklingshyggju, markaðshyggju, hagsmuni auðvaldsins – og vinstristefnu: félagshyggju, samneyslu, hagsmuni alþýðunnar (okkar). Annað má næstum kalla núansa. Eftir að hefðbundnu vinstriflokkarnir misstu sósíalismann og fótfestuna, hefur þá rekið æðilangt til móts við auðvaldið. Svo mikið að sumir halda að hægri og vinstri séu úrelt hugtök. Það er auðvitað misskilningur sem stafar af villuráfi borgaralegu vinstriflokkanna, og sést best á að fjöldi vinstrisinnaðs eða fátæks fólks púkkar ekki upp á þá. Það er hollt að muna grófu drættina í pólitíkinni. Hvað sem fólki finnst um núverandi borgarstjórnarmeirihluta, er ljóst að hægrivalkostirnir þýða meiri einstaklingshyggju, markaðshyggju og hagsmunagæslu fyrir auðvaldið. Það liggur í hlutarins eðli að ef íhaldið leiðir næsta borgarstjórnarmeirihluta, þá mun samneysla á borð við skóla eða strætó sitja á hakanum, stuðningur við fátæka minnka, stórburgeisum hleypt með lúkurnar í sameiginlega sjóði og eignir. Umferð og svifryk aukast. Þetta er staðreynd. En hvað með núverandi meirihluta, sem hefur leyft húsnæðisverði að snarhækka á kjörtímabilinu, fjölda útigangsmanna að tvöfaldast (til viðbótar við tvöföldun á síðasta kjörtímabili), fjársvelti leikskólana, heykst á að láta strætó fara á réttum tíma eða bjóða næga búsetu fyrir fatlaða eða aldraða... – getur alþýðufólk í alvörunni ætlast til að áframhaldandi stjórn þeirra verði öðruvísi en verið hefur? Eða verður okkur enn og aftur lofað sömu íbúðunum eftir 4 ár, eins og fyrir 4 árum síðan?? Núverandi meirihluti hefur pólitískt efni á meiri félagshyggju. En mun ekki velja hana ótilneyddur. Alþýðufylkingin býður nú fram til borgarstjórnar í annað sinn. Okkar erindi í pólitík er aðeins eitt: hagsmunir alþýðunnar. Okkar metnaður stendur til að vera verkfæri alþýðunnar. Við munum aldrei taka þátt í markaðsvæðingu innviðanna, niðurskurði á velferð eða manngerðum húsnæðisskorti sem hækkar verðið. Við gætum tekið þátt í að mynda borgarstjórnarmeirihluta, en það kostar meira en þægilega stóla. Hann kostar mikla hækkun framfærslu og lægstu launa. Ókeypis verði strætó. Húsnæðiskostnaður lækki með mikilli nýbyggingu á lægsta mögulega verði og félagslega reknu lánakerfi. Og að götur verði sópaðar oftar, til að minnka svifrykið. Atkvæði til Alþýðufylkingarinnar tryggir ekki árangur eitt og sér: Árangur stendur og fellur með virkni fjöldans – þunga stéttabaráttunnar. Alþýðufylkingin er reiðubúin. Val Reykvíkinga stendur um tvennt: Auðvaldið og markaðurinn leika lausum hala, nema alþýðan taki í taumana og stuðli að félagslegum lausnum. Atkvæði greitt R-lista Alþýðufylkingarinnar er lóð á vogarskál félagslegra lausna, baráttu fyrir jöfnuði og auknum lífsgæðum almennings. Stuðningsfulltrúi og varaformaður Alþýðufylkingarinnar er í 3. sæti á framboðslista til borgarstjórnar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun