Lífið

Í hjólastól eftir voðaverkin í Manchester en heillaði alla í Britain´s Got Talent

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórkostleg áheyrnarprufa.
Stórkostleg áheyrnarprufa.

Hollie Booth mætti ásamt vinkonum sínum í áheyrnarprufu í Britain´s Got Talent á dögunum.

Saga hennar er heldur betur mögnuð en hún var á tónleikum Arina Grande í Manchester þegar 22 létu lífið og tugir særðust í sjálfsvígssprengjuárás Salman Abedi þann 22. maí á síðasta ári.

Booth er enn að glíma við mjög alvarleg meiðsli á fæti eftir sprenginguna og missti hún frænku sína á tónleikunum. Booth hlaut varanlegan taugaskapa á vinstri fæti á tónleikunum og hefur hún farið í ellefu aðgerðir eftir árásina.

Boot er sem stendur bundin hjólastól en flutti frábært dansatriði með hópnum og báru tilfinningarnar þær ofurliði þegar atriðinu var lokið.

Hópurinn flaug í gegn í BGT og áttu dómararnir í vandræðum með eigin tilfinningar þegar þeir gáfu hópnum umsögn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.