Lífið

Rapparinn T.I. handtekinn skammt frá heimili sínu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögfræðingur T.I. segir handtökuna ekki lögmæta.
Lögfræðingur T.I. segir handtökuna ekki lögmæta. Vísir/Getty

Rapparinn T.I. var handtekinn skammt frá heimili sínu í dag. T.I. sem heitir réttu nafni Clifford Harris, býr í vöktuðu hverfi fyrir utan Atlanta og samkvæmt upplýsingum frá lögreglu lenti hann í rifrildi við öryggisvörð við hliðið inn í hverfið. AP fréttaveitan hefur eftir lögreglustjóranum Mike Ireland að Harris og vinur hans hafi verið handteknir á staðnum.

Einhverjir fjölmiðlar höfðu sagt frá því að orsök atviksins hafi verið að Harris hafi gleymt lyklunum sínum. Steve Sadow lögfræðingur hans segir að handtakan hafi ekki verið ólögmæt. Segir hann að öryggisvörðurinn hafi verið sofandi þegar rapparinn kom að og það hafi tekið þónokkurn tíma að vekja hann.

Sadow sagði í yfirlýsingu í dag að Harris hafi óskað eftir því að komast inn en öryggisvörðurinn hafi ekki leyft það. Rapparinn hafi þá hringt í Tameka Cottle eiginkonu sína sem staðfesti að hann mætti vera í hverfinu.

„Vörðurinn hélt áfram að meina honum aðgang án ástæðu.“

Eftir orðaskipti þeirra á milli hafi öryggisvörðurinn eða yfirmaður hans þá hringt á lögreglu. Sadow segir að þegar lögregla kom á staðinn hafi enginn haft áhuga á að heyra Harris hlið á málinu en þess í stað tekið þá „röngu ákvörðun“ að handtaka hann.

Harris var sleppt í dag eftir að hann hafði greitt tryggingargjald, Rapparinn sat inni í fangelsi í sjö mánuði árið 2009 og svo var hann aftur dæmdur í 11 mánaða fangelsi árið 2010.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.