Handbolti

Fram missir máttarstólpa úr liði sínu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Birkir.
Arnar Birkir. vísir/eyþór
Arnar Birkir Hálfdánsson hefur gengið í raðir SönderjyskE í Danmörku en félagið greindi frá því á heimasíðu sinni. Arnar Birkir skrifaði undir tveggja ára samning við danska félagið.

Arnar Birkir er 24 ára og hefur verið í lykilhlutverki með Fram síðustu árin en hann hefur einnig spilað með ÍR og FH á ferlinum.

Fram hafnaði í tíunda sæti Olísdeildarinnar á nýliðinni leiktíð og var Arnar Birkir langmarkahæsti leikmaður Fram með 118 mörk í 22 leikjum. Það er því ljóst að Fram hefur misst lykilmann úr sínum röðum.

Arnar Birkir spilaði með B-liði Íslands á móti í Hollandi í vetur þar sem hann var kjörinn besti leikmaður mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×