Handbolti

Besti markvörður Olís-deildarinnar í Stjörnuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún Ósk hefur yfirgefið Fram og spilar með Stjörnunni á næstu leiktíð.
Guðrún Ósk hefur yfirgefið Fram og spilar með Stjörnunni á næstu leiktíð. vísir/ernir

Guðrún Ósk Maríasdóttir er gengin í raðir Stjörnunnar í Olís-deild kvenna en hún varð Íslandsmeistari með Fram á nýafstöðnu tímabili.

Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi sem Stjarnan hélt á Mathúsi Garðabæjar í dag en Guðrún varð Íslandsmeistari með Fram í síðustu viku er liðið vann Val 3-1 í úrslitarimmunni.

Hún hefur undanfarin ár leikið með Fram við góðan orðstír og verið besti markvörður deildarinnar en hefur nú ákveðið að skipta yfir í Stjörnuna.

Guðrún var valin besti markvörður deildarinnar í ár af Seinni bylgjunni en hún átti frábært tímabil. Hún hefur spilað 34 landsleiki en gaf ekki kost á sér í síðasta verkefni.

Sebastian Alexandersson og Rakel Dögg Bragadóttir eru nýtekin við Stjörnunni en Stjarnan var mikil vonbrigði á síðasta tímabili. Liðið komst ekki í úrslitakeppnina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.