Kalkúnar og kjúklingar Þórlindur Kjartansson skrifar 20. apríl 2018 07:00 Þegar kalkúnn er eldaður í ofni þarf einkum að taka tillit til þriggja þátta; hitastigs í ofninum, eldunartíma og þyngdar fuglsins. Flestar ráðleggingar sem ég hef séð eru á þá leið að hitastigið í ofninum sé fest í kringum 160 gráður, en eldunartíminn ráðist af þyngd fuglsins. Ef kokkurinn lendir í tímahraki er sá möguleiki fyrir hendi að hækka hitann, og spara þannig tíma—og eins má lækka hitann tímabundið til þess að lengja eldunartímann ef það hentar betur. Þótt ungu fólki sé oftar líkt við kjúklinga heldur en kalkúna má segja að svipuð sjónarmið komi til álita þegar skólaganga þess er skipulögð. Ætlast er til að nemendur tileinki sér ákveðin fræði og færni (þyngd fuglsins), til þess þarf tiltekið marga skóladaga (eldunartíminn) þar sem álagið á nemendur er stillt eftir þörfum (hitastigið). Ef kennsludögum fækkar þarf að bæta upp vinnutapið með auknu álagi aðra daga; og eins má draga úr álaginu ef ætlunin er að teygja námið yfir lengri tíma.Virkar styttingin? Nýlega hafa komið fram ýmsar áhyggjuraddir varðandi afleiðingar þess að framhaldsskólanám á Íslandi var stytt úr fjórum árum í þrjú. Forsvarsmenn nemenda og kennara fullyrða að þátttaka nemenda í félagsstarfi og áhugamálum—eins og listsköpun og íþróttum—hafi minnkað verulega vegna aukins álags í náminu. Þar að auki benda báðir hópar á að hinu aukna álagi hafi fylgt stress og kvíði sem hugsanlega eigi þátt í þeirri alvarlegu óheillaþróun sem er aukin geðheilsutengd vandamál ungmenna. Þessu til viðbótar hafa heyrst miklar efasemdaraddir úr háskólasamfélaginu, þar sem því er haldið fram að styttingin leiði til þess að nemendur fái verri undirbúning en áður fyrir áframhaldandi nám. Semsagt, vísbendingar eru uppi um að stytting framhaldsskólans sé að leiða af sér takmörkuð lífsgæði fyrir nemendur, dragi úr vilja þeirra og getu til þess að stunda skapandi áhugamál—og undirbúi þau þar að auki verr fyrir áframhaldandi skólagöngu. Þetta eru ekki léttvægar áhyggjur. Litlir kassar Þegar ákvörðun var tekin um að stytta framhaldsskólanámið var það gert eftir ára- eða áratugalangan þrýsting. Kannski varð ekki hjá því komist að gera þessa tilraun. Markmiðið var að koma fólki fyrr út í framhaldsnám, og þar með fyrr út á vinnumarkaðinn. Það kvað vera sérdeilis óhagkvæmt að láta íslensk ungmenni slóra til tvítugs í framhaldsskólskóla á meðan annarra þjóða ungmenni hófu háskólanám ári fyrr eða tveimur. Það virðist við fyrstu sýn hið besta mál að nýta betur tímann í skólastofunum; allt slugs og slóðagangur ungmenna hlýtur að vera þyrnir í augum sómakærs fólks. Er það ekki tilgangur skólans að tryggja að ungmenni læri og tileinki sér alls konar vitneskju og kunnáttu svo þau umbreytist smám saman úr því að vera gagnslaus börn og verði nytsamir þjóðfélagsþegnar—þarf ekki að móta þau, slípa og smyrja svo þau falli mátulega inn í gangverk efnahagslífsins og geti orðið áreiðanleg tannhjól atvinnulífs og iðnaðar? Út frá þessu sjónarhorni væri það fagnaðarefni að ungmenni nýttu framhaldsskólaárin sín til þess að snúa baki við barnalegum æskudraumum; að þau leggi fiðluna, fótboltaskóna og fluguhnýtingarbúnaðinn á hilluna; en sökkvi sér þess í stað—alvörugefin og einbeitt—ofan í afturbeygðar þýskar sagnir, hornafalladiffrun og fjármálalæsi—þangað til þau verða læknar og lögfræðingar og Landsbankastjórnendur. Að verða manneskja En getur verið að tilgangur skólans sé ekki bara að hjálpa okkur að læra hluti, heldur líka—og kannski fyrst og fremst—að hjálpa okkur að læra að vera manneskjur? Á framhaldsskólaárunum gerast nefnilega merkilegir hlutir. Árin, sem líða á milli þess að fólk breytist líkamlega úr barni í fullveðja einstakling og þangað til það nær andlegum og vitsmunalegum þroska fullorðinna, eru einstakur mótunartími í lífinu. Á þessum árum finnur fólk til þess að geta gert hluti upp á eigin spýtur. Það byrjar að skapa listaverk sem verðskulda raunverulega aðdáun (ekki bara miðað við aldur), það byrjar að geta keppt við fullorðna í íþróttum, það fer að geta staðið óstutt að skipulagi alls kyns viðburða, útgáfu og alls kyns annarri frumkvöðlastarfsemi. Á þessum árum er fólk móttækilegt fyrir alls konar hugmyndum, stefnum og straumum—og það sem kannski er mikilvægast af öllu, það lærir að lifa í mennskum heimi þar sem fólk er breyskt, þar sem ástin felur í sér bæði gleði og sorg; þar sem vinirnir reynast stundum vel og stundum illa, þar sem maður þarf að læra bæði að muna og gleyma—og fyrirgefa og halda sínu striki. Aldrei hef ég skilið af hverju það er sérstakt keppikefli að stytta þetta tímabil í lífi fólks. Vélmennin koma Það er á þessum síðustu táningsárum sem fólk þróar með sér einmitt þá hæfileika sem taldir eru mikilvægastir í samfélagi framtíðarinnar. Það eru störf og hlutverk sem byggjast á mannlegum skilningi og sköpunarkrafti sem munu standa eftir þegar vélmennin eru farin að sinna flestu öðru. Og það eru einmitt þessir eiginleikar sem þroskast hvað best í skólum, þótt þeir séu ekki kenndir í skólastofum. Þessi þroski tekur tíma. Það er nefnilega alveg nákvæmlega eins með mannlega kjúklinga í skólum og kalkúninn í ofninum; það er kannski hægt að flýta örlítið fyrir þroskanum með því að hækka hita og álag, en það bitnar óhjákvæmilega á gæðunum. Það er enginn vafi á því að hægt er að fullelda kalkún á mjög stuttum tíma með því að henda honum inn í þúsund gráðu heitan ofn—en það er hætt við að afraksturinn yrði algjörlega ónýtur. Sumir hlutir verða einfaldlega að fá að taka sinn tíma, sérstaklega ef það skiptir miklu máli að niðurstaðan sé góð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þegar kalkúnn er eldaður í ofni þarf einkum að taka tillit til þriggja þátta; hitastigs í ofninum, eldunartíma og þyngdar fuglsins. Flestar ráðleggingar sem ég hef séð eru á þá leið að hitastigið í ofninum sé fest í kringum 160 gráður, en eldunartíminn ráðist af þyngd fuglsins. Ef kokkurinn lendir í tímahraki er sá möguleiki fyrir hendi að hækka hitann, og spara þannig tíma—og eins má lækka hitann tímabundið til þess að lengja eldunartímann ef það hentar betur. Þótt ungu fólki sé oftar líkt við kjúklinga heldur en kalkúna má segja að svipuð sjónarmið komi til álita þegar skólaganga þess er skipulögð. Ætlast er til að nemendur tileinki sér ákveðin fræði og færni (þyngd fuglsins), til þess þarf tiltekið marga skóladaga (eldunartíminn) þar sem álagið á nemendur er stillt eftir þörfum (hitastigið). Ef kennsludögum fækkar þarf að bæta upp vinnutapið með auknu álagi aðra daga; og eins má draga úr álaginu ef ætlunin er að teygja námið yfir lengri tíma.Virkar styttingin? Nýlega hafa komið fram ýmsar áhyggjuraddir varðandi afleiðingar þess að framhaldsskólanám á Íslandi var stytt úr fjórum árum í þrjú. Forsvarsmenn nemenda og kennara fullyrða að þátttaka nemenda í félagsstarfi og áhugamálum—eins og listsköpun og íþróttum—hafi minnkað verulega vegna aukins álags í náminu. Þar að auki benda báðir hópar á að hinu aukna álagi hafi fylgt stress og kvíði sem hugsanlega eigi þátt í þeirri alvarlegu óheillaþróun sem er aukin geðheilsutengd vandamál ungmenna. Þessu til viðbótar hafa heyrst miklar efasemdaraddir úr háskólasamfélaginu, þar sem því er haldið fram að styttingin leiði til þess að nemendur fái verri undirbúning en áður fyrir áframhaldandi nám. Semsagt, vísbendingar eru uppi um að stytting framhaldsskólans sé að leiða af sér takmörkuð lífsgæði fyrir nemendur, dragi úr vilja þeirra og getu til þess að stunda skapandi áhugamál—og undirbúi þau þar að auki verr fyrir áframhaldandi skólagöngu. Þetta eru ekki léttvægar áhyggjur. Litlir kassar Þegar ákvörðun var tekin um að stytta framhaldsskólanámið var það gert eftir ára- eða áratugalangan þrýsting. Kannski varð ekki hjá því komist að gera þessa tilraun. Markmiðið var að koma fólki fyrr út í framhaldsnám, og þar með fyrr út á vinnumarkaðinn. Það kvað vera sérdeilis óhagkvæmt að láta íslensk ungmenni slóra til tvítugs í framhaldsskólskóla á meðan annarra þjóða ungmenni hófu háskólanám ári fyrr eða tveimur. Það virðist við fyrstu sýn hið besta mál að nýta betur tímann í skólastofunum; allt slugs og slóðagangur ungmenna hlýtur að vera þyrnir í augum sómakærs fólks. Er það ekki tilgangur skólans að tryggja að ungmenni læri og tileinki sér alls konar vitneskju og kunnáttu svo þau umbreytist smám saman úr því að vera gagnslaus börn og verði nytsamir þjóðfélagsþegnar—þarf ekki að móta þau, slípa og smyrja svo þau falli mátulega inn í gangverk efnahagslífsins og geti orðið áreiðanleg tannhjól atvinnulífs og iðnaðar? Út frá þessu sjónarhorni væri það fagnaðarefni að ungmenni nýttu framhaldsskólaárin sín til þess að snúa baki við barnalegum æskudraumum; að þau leggi fiðluna, fótboltaskóna og fluguhnýtingarbúnaðinn á hilluna; en sökkvi sér þess í stað—alvörugefin og einbeitt—ofan í afturbeygðar þýskar sagnir, hornafalladiffrun og fjármálalæsi—þangað til þau verða læknar og lögfræðingar og Landsbankastjórnendur. Að verða manneskja En getur verið að tilgangur skólans sé ekki bara að hjálpa okkur að læra hluti, heldur líka—og kannski fyrst og fremst—að hjálpa okkur að læra að vera manneskjur? Á framhaldsskólaárunum gerast nefnilega merkilegir hlutir. Árin, sem líða á milli þess að fólk breytist líkamlega úr barni í fullveðja einstakling og þangað til það nær andlegum og vitsmunalegum þroska fullorðinna, eru einstakur mótunartími í lífinu. Á þessum árum finnur fólk til þess að geta gert hluti upp á eigin spýtur. Það byrjar að skapa listaverk sem verðskulda raunverulega aðdáun (ekki bara miðað við aldur), það byrjar að geta keppt við fullorðna í íþróttum, það fer að geta staðið óstutt að skipulagi alls kyns viðburða, útgáfu og alls kyns annarri frumkvöðlastarfsemi. Á þessum árum er fólk móttækilegt fyrir alls konar hugmyndum, stefnum og straumum—og það sem kannski er mikilvægast af öllu, það lærir að lifa í mennskum heimi þar sem fólk er breyskt, þar sem ástin felur í sér bæði gleði og sorg; þar sem vinirnir reynast stundum vel og stundum illa, þar sem maður þarf að læra bæði að muna og gleyma—og fyrirgefa og halda sínu striki. Aldrei hef ég skilið af hverju það er sérstakt keppikefli að stytta þetta tímabil í lífi fólks. Vélmennin koma Það er á þessum síðustu táningsárum sem fólk þróar með sér einmitt þá hæfileika sem taldir eru mikilvægastir í samfélagi framtíðarinnar. Það eru störf og hlutverk sem byggjast á mannlegum skilningi og sköpunarkrafti sem munu standa eftir þegar vélmennin eru farin að sinna flestu öðru. Og það eru einmitt þessir eiginleikar sem þroskast hvað best í skólum, þótt þeir séu ekki kenndir í skólastofum. Þessi þroski tekur tíma. Það er nefnilega alveg nákvæmlega eins með mannlega kjúklinga í skólum og kalkúninn í ofninum; það er kannski hægt að flýta örlítið fyrir þroskanum með því að hækka hita og álag, en það bitnar óhjákvæmilega á gæðunum. Það er enginn vafi á því að hægt er að fullelda kalkún á mjög stuttum tíma með því að henda honum inn í þúsund gráðu heitan ofn—en það er hætt við að afraksturinn yrði algjörlega ónýtur. Sumir hlutir verða einfaldlega að fá að taka sinn tíma, sérstaklega ef það skiptir miklu máli að niðurstaðan sé góð.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun