Handbolti

HK spilar í Olís deildinni næsta vetur

HK verður með í Olís deildinni næsta vetur
HK verður með í Olís deildinni næsta vetur mynd/facebook síða HK

HK mun spila í Olís deild kvenna á næsta ári eftir sigur á Gróttu í umspili um laust sætii í efstu deild.

HK vann umpspilseinvígið 3-0 og sendi Gróttu niður í 1. deild, en Seltirningar lentu í 7. sæti Olís deildarinnar í vetur.

Leikurinn í kvöld fór 21-25 fyrir HK sem hafði unnið 24-25 og 22-20 í fyrri leikjunum tveimur. Heimakonur í Gróttu voru 14-12 yfir í hálfleik en misstu svo leikinn frá sér. Þórunn Friðriksdóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir voru markahæstar í liði HK með 6 mörk hvor. Tinna Valgerður Gísladóttir skoraði 7 mörk fyrir Gróttu.

Ekki er lengra síðan en árið 2016 að Grótta lyfti Íslandsmeistaratitlinum en þarf nú að spila í næst efstu deild eftir verðskuldaðan sigur HK í einvíginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.