Rússneskir þingmenn íhuga viðskiptabann á Bandaríkin Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2018 10:32 Frumvarpið liggur fyrir í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Vísir/AFP Rússar gætu brugðist við refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar með því að banna innflutning á bandarískum vörum og fjárfestingum. Hópur þingmanna hefur lagt fram frumvarp þess efnis í rússneska þinginu og til stendur að taka það til umræðu í næstu viku. Bandarískur hugbúnaður, landbúnaðarvörur, lyf, tóbak og áfengi gætu orðið fyrir barðinu á mótaðgerðum Rússa samkvæmt frumvarpinu. Þá leggja þingmennirnir til að hætta samstarfi við bandarísk stjórnvöld um kjarnorku, eldflaugar og flugvélasmíði og banna bandarískum fyrirtækjum að taka þátt í einkavæðingu rússneskra ríkisfyrirtækja. Stirt hefur verið á milli rússneskra stjórnvalda og vestrænna ríkisstjórna af ýmsum sökum undanfarið. Þar ber helst stuðningur Rússa við ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi og taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans á Bretlandi. Við þetta bætist innlimun Rússlands á Krímskaga í Úkraínu árið 2014 og ásakanir um tilraunir þeirra til afskipta af kosningum í vestrænum ríkjum, þar á meðal Bandaríkjunum. Frumvarpið sem liggur fyrir rússneska þinginu nú er hugsað sem andsvar við refsiaðgerðum sem Bandaríkjastjórn tilkynnti um í síðustu viku. Þær voru þær hörðustu frá Krímskagadeilunni. Ekki liggur fyrir hvort að frumvarpið nýtur stuðnings ríkisstjórnar Vladimírs Pútín forseta.Reuters-fréttastofan segir að stjórnvöld í Kreml noti þingið stundum til að senda skilaboð til erlendra ríkja. Þau skilaboð leiði ekki alltaf til beinna aðgerða. Tengdar fréttir Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14 Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Rússar ætla að bregðast af krafti við refsiaðgerðum "Auðvitað munum við ekki sætta okkur við þessar and-Rússa aðgerðir án þess að svara kröftuglega fyrir okkur.“ 6. apríl 2018 23:28 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Rússar gætu brugðist við refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar með því að banna innflutning á bandarískum vörum og fjárfestingum. Hópur þingmanna hefur lagt fram frumvarp þess efnis í rússneska þinginu og til stendur að taka það til umræðu í næstu viku. Bandarískur hugbúnaður, landbúnaðarvörur, lyf, tóbak og áfengi gætu orðið fyrir barðinu á mótaðgerðum Rússa samkvæmt frumvarpinu. Þá leggja þingmennirnir til að hætta samstarfi við bandarísk stjórnvöld um kjarnorku, eldflaugar og flugvélasmíði og banna bandarískum fyrirtækjum að taka þátt í einkavæðingu rússneskra ríkisfyrirtækja. Stirt hefur verið á milli rússneskra stjórnvalda og vestrænna ríkisstjórna af ýmsum sökum undanfarið. Þar ber helst stuðningur Rússa við ríkisstjórn Bashars al-Assad í Sýrlandi og taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara og dóttur hans á Bretlandi. Við þetta bætist innlimun Rússlands á Krímskaga í Úkraínu árið 2014 og ásakanir um tilraunir þeirra til afskipta af kosningum í vestrænum ríkjum, þar á meðal Bandaríkjunum. Frumvarpið sem liggur fyrir rússneska þinginu nú er hugsað sem andsvar við refsiaðgerðum sem Bandaríkjastjórn tilkynnti um í síðustu viku. Þær voru þær hörðustu frá Krímskagadeilunni. Ekki liggur fyrir hvort að frumvarpið nýtur stuðnings ríkisstjórnar Vladimírs Pútín forseta.Reuters-fréttastofan segir að stjórnvöld í Kreml noti þingið stundum til að senda skilaboð til erlendra ríkja. Þau skilaboð leiði ekki alltaf til beinna aðgerða.
Tengdar fréttir Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14 Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39 Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00 Rússar ætla að bregðast af krafti við refsiaðgerðum "Auðvitað munum við ekki sætta okkur við þessar and-Rússa aðgerðir án þess að svara kröftuglega fyrir okkur.“ 6. apríl 2018 23:28 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Getur ekki útilokað að stríð brjótist út milli Bandaríkjanna og Rússlands Rússar hafa boðað til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 12. apríl 2018 22:14
Bandaríkjastjórn ætlar að setja rússneska ólígarka í straff Refsiaðgerðirnar eru á grundvelli laga sem var ætlað að refsa Rússum fyrir afskipti af bandarísku forsetakosningunum árið 2016. 5. apríl 2018 14:39
Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Stofnunin um bann við efnavopnum staðfesti að Novichok-taugaeitri hefði verið beitt gegn Sergei og Júlíu Skrípal. Bretar segja nú deginum ljósara að rússnesk yfirvöld hafi beitt efnavopni í Salisbury. Rússar hafna niðurstöðum rannsóknar alfarið. 13. apríl 2018 08:00
Rússar ætla að bregðast af krafti við refsiaðgerðum "Auðvitað munum við ekki sætta okkur við þessar and-Rússa aðgerðir án þess að svara kröftuglega fyrir okkur.“ 6. apríl 2018 23:28