Handbolti

Snorri: Skil ekki af hverju þeir snéru við dómnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Snorri Steinn var ekki nægilega sáttur eftir leikinn.
Snorri Steinn var ekki nægilega sáttur eftir leikinn.

„Ég verð að fá að skoða seinni hálfleikinn á myndbandi, en við gerum allt of mörg mistök,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir tapið gegn Haukum í kvöld.

Haukar snéru við töpuðum leik gegn Val og unnu tveggja marka sigur, 22-20. Þeir eru komnir í 1-0 og geta sópað Íslandsmeisturunum í frí á mánudaginn. 

„Bjöggi byrjar að verja og eitt leiðir af öðru og við hleypum þeim bara inn í leikinn. Haukaliðið var bara gott í kvöld og áttu sigurinn skilið.“

Snorri segir að liðið hafi verið frábært í fyrri hálfleik.

„Við vissum alveg að það var samt ekki nóg og töluðum um að halda áfram í hálfleiknum. Svona er bara úrslitakeppnin og við erum bara 1-0 undir.“

Umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar dómararnir snéru við dómi og gáfu Haukum víti.

„Þeir bara breyttu dómnum. Ég sá þetta kannski ekki nægilega vel en skil reyndar ekki af hverju þeir breyttu dómnum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.