Komið að úrslitastundinni Hjörvar Ólafsson skrifar 17. apríl 2018 12:00 Sigurbjörg Jóhannsdóttir og Gerður Arinbjarnar halda á bikarnum. Reykjavíkurliðin Fram og Valur hefja einvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna þegar liðin leiða saman hesta sína í Valshöllinni í kvöld. Valur mætir til leiks sem ríkjandi deildarmeistari á meðan Fram hefur titil að verja, auk þess að hafa landað bikarmeistaratitlinum fyrr á þessari leiktíð. Liðin háðu eftirminnilegar hildir þar sem barist var um Íslandsmeistaratitilinn á árunum 2010-2012. Valur hafði þá betur gegn Fram í úrslitum þrjú ár í röð. Þá var Stefán Arnarsson við stjórnvölinn hjá Val, en hann stýrir nú skútunni hjá Fram. Ágúst Jóhannsson heldur hins vegar um stjórntaumana hjá Val þessa stundina. Liðin hafa mæst þrívegis í deildinni í vetur, en Fram hefur haft vinninginn í tveimur leikja liðanna og Valur í einum. Lítill munur er þó á liðunum og það er því búist við jöfnum og spennandi viðureignum. „Markmiðið fyrir veturinn var fyrst og fremst að komast í úrslitakeppnina. Frammistaða okkar er því framar vonum og það er mjög gaman að hafa náð svona langt. Við erum hins vegar klárlega ekki saddar og ætlum okkur titilinn fyrst við erum komnar svona langt. Það er rík hefð fyrir því að vinna titla á Hlíðarenda og margir leikmenn í liðinu sem hafa verið í þessari stöðu áður. Það kemur ekkert annað til greina en að sækja þennan titil,“ segir Gerður Arinbjarnar, fyrirliði Vals, við Fréttablaðið. „Þetta eru afar áþekk lið sem hafa bæði á að skipa mörgum reynslumiklum leikmönnum í bland við ungar og sprækar stelpur. Það er ákveðin nostalgía í því að mæta Val á nýjan leik í úrslitum. Við riðum ekki feitum hesti frá viðureignum okkar gegn Val hér á árum áður og erum staðráðnar í að bæta upp fyrir það,“ segir Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, þegar Fréttablaðið ræðir við hana. „Við höfum verið að ná vopnum okkar hægt og bítandi í vetur. Það hefur verið stígandi í spilamennsku okkar í allan vetur og ég held að við séum að toppa á hárréttum tímapunkti. Viðureignin við ÍBV var mjög erfið og það skapaðist góð stemming í Safamýrinni í því einvígi sem ég held að muni halda áfram í leikjunum gegn Val. Við erum alla vega klárar í slaginn,“ sagði Sigurbjörg enn fremur. Olís-deild kvenna Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur hefja einvígi sitt um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna þegar liðin leiða saman hesta sína í Valshöllinni í kvöld. Valur mætir til leiks sem ríkjandi deildarmeistari á meðan Fram hefur titil að verja, auk þess að hafa landað bikarmeistaratitlinum fyrr á þessari leiktíð. Liðin háðu eftirminnilegar hildir þar sem barist var um Íslandsmeistaratitilinn á árunum 2010-2012. Valur hafði þá betur gegn Fram í úrslitum þrjú ár í röð. Þá var Stefán Arnarsson við stjórnvölinn hjá Val, en hann stýrir nú skútunni hjá Fram. Ágúst Jóhannsson heldur hins vegar um stjórntaumana hjá Val þessa stundina. Liðin hafa mæst þrívegis í deildinni í vetur, en Fram hefur haft vinninginn í tveimur leikja liðanna og Valur í einum. Lítill munur er þó á liðunum og það er því búist við jöfnum og spennandi viðureignum. „Markmiðið fyrir veturinn var fyrst og fremst að komast í úrslitakeppnina. Frammistaða okkar er því framar vonum og það er mjög gaman að hafa náð svona langt. Við erum hins vegar klárlega ekki saddar og ætlum okkur titilinn fyrst við erum komnar svona langt. Það er rík hefð fyrir því að vinna titla á Hlíðarenda og margir leikmenn í liðinu sem hafa verið í þessari stöðu áður. Það kemur ekkert annað til greina en að sækja þennan titil,“ segir Gerður Arinbjarnar, fyrirliði Vals, við Fréttablaðið. „Þetta eru afar áþekk lið sem hafa bæði á að skipa mörgum reynslumiklum leikmönnum í bland við ungar og sprækar stelpur. Það er ákveðin nostalgía í því að mæta Val á nýjan leik í úrslitum. Við riðum ekki feitum hesti frá viðureignum okkar gegn Val hér á árum áður og erum staðráðnar í að bæta upp fyrir það,“ segir Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram, þegar Fréttablaðið ræðir við hana. „Við höfum verið að ná vopnum okkar hægt og bítandi í vetur. Það hefur verið stígandi í spilamennsku okkar í allan vetur og ég held að við séum að toppa á hárréttum tímapunkti. Viðureignin við ÍBV var mjög erfið og það skapaðist góð stemming í Safamýrinni í því einvígi sem ég held að muni halda áfram í leikjunum gegn Val. Við erum alla vega klárar í slaginn,“ sagði Sigurbjörg enn fremur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Sjá meira