Handbolti

Valsmenn -17 í tveimur leikjum upp á líf og dauða á Ásvöllum í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Ægir Ólafsson og félagar hafa tvisvar klesst á vegg á Ásvöllum í vetur.
Ólafur Ægir Ólafsson og félagar hafa tvisvar klesst á vegg á Ásvöllum í vetur. Vísir/Vilhelm

Íslandsmeistarar Valsmanna eru komnir í sumarfrí eftir vandræðalegan skell á Ásvöllum í gærkvöldi.

Haukar tryggðu sér sæti í undanúrslitaeinvíginu með tíu marka sigri, 29-19, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 12-6.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Valsmenn kolfalla á prófinu í leik upp á líf eða dauða á Ásvöllum í vetur.

Haukar unnu nefnilega sjö marka sigur á Val, 28-21, í leik liðanna í átta liða úrslitum Coca Cola bikarsins.

Valsmenn hafa því mætt tvisvar á Ásvelli í vetur til að berjast fyrir lífi sínu en tapað þessum 120 mínútum með samtals sautján marka mun.

Íslandsmeistararnir unnu því ekki einn leik í úrslitakeppninni en Haukarnir fara áfram í undanúrslit þar sem þeir mæta ÍBV.

Valsliðið missti því bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn á Ásvöllunum í vetur.


Leikir Vals upp á líf eða dauða í vetur:

8 liða úrslit bikarsins
Fimmtudagur 8. febrúar 2018 Schenkerhöllin Haukar - Valur 28-21 (14-9)

8 liða úrslit Íslandsmótsins
Mánudagur 16. apríl 2018 Schenkerhöllin Haukar - Valur 29-19 (12-6)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.