Leigjendur látnir gjalda fyrir slæma stöðu á markaði Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2018 18:52 Lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir allt of algengt að leigusalar nýti sér erfiða stöðu leigjenda á markaði til að hækka verð og rukka þá um ýmis aukagjöld. Um 2.500 leigjendur leituðu til samtakanna á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að boða fulltrúa stærstu leigufyrirtækja landsins til fundar á næstu vikum til að ræða stöðuna á leigumarkaði. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í gær en hann telur nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. „Það berast fregnir víða af landinu um það að leigufélög, einkarekin leigufélög í eigu stórra lífeyrissjóða m.a., gangi ansi hart fram gagnvart fólki sem er á leigumarkaði. Þetta er verkefni sem þarf að skoða og þarf að setja í gang einhverja vinnu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason á Alþingi í gær. Neytendasamtökin hafa um árabil boðið upp á sérstaka leigjendaaðstoð en um tvö þúsund og fimm hundruð fyrirspurnir bárust í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Einar Bjarni Einarsson lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir að leigjendur séu oft í veikri stöðu þar sem eftirspurn eftir húsnæði sé mun meiri en framboð. Dæmi eru um að leigusalar nýti sér þetta með því rukka leigjendur um ýmis aukagjöld. „Það kemur fyrir að það komi reikningar á borð varðandi einhver milligöngugjöld og útgöngugjöld og jafnvel innflutningsgjöld sem eru þá hvergi nefnd í leigusamningi né í leigusamningi stóru leigufélaganna. Leigjendur sjá sér oft ekki annað fært en að greiða þessa reikninga,“ segir Einar Bjarni. Hann segir að skammtímasamningar séu líka notaðir til að knýja fram hækkun á húsaleigu. "Samningar eru í auknum mæli gerðir tímabundnir til eins árs í senn, jafnvel skemur. Við endurnýjun og þá oft stuttu áður en samningur rennur út þá er borinn fram nýr samningur með kannski tíu eða tuttugu prósenta hækkun. Leigjandi sem þekkir ekki stöðu sína nægilega vel er þá nauðbeygður til að skrifa undir samninginn eða að öðrum kosti lenda á götunni,“ segir Einar Bjarni. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir allt of algengt að leigusalar nýti sér erfiða stöðu leigjenda á markaði til að hækka verð og rukka þá um ýmis aukagjöld. Um 2.500 leigjendur leituðu til samtakanna á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri. Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að boða fulltrúa stærstu leigufyrirtækja landsins til fundar á næstu vikum til að ræða stöðuna á leigumarkaði. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í gær en hann telur nauðsynlegt að endurskoða þær reglur sem nú eru í gildi. „Það berast fregnir víða af landinu um það að leigufélög, einkarekin leigufélög í eigu stórra lífeyrissjóða m.a., gangi ansi hart fram gagnvart fólki sem er á leigumarkaði. Þetta er verkefni sem þarf að skoða og þarf að setja í gang einhverja vinnu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason á Alþingi í gær. Neytendasamtökin hafa um árabil boðið upp á sérstaka leigjendaaðstoð en um tvö þúsund og fimm hundruð fyrirspurnir bárust í fyrra og hafa aldrei verið fleiri. Einar Bjarni Einarsson lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir að leigjendur séu oft í veikri stöðu þar sem eftirspurn eftir húsnæði sé mun meiri en framboð. Dæmi eru um að leigusalar nýti sér þetta með því rukka leigjendur um ýmis aukagjöld. „Það kemur fyrir að það komi reikningar á borð varðandi einhver milligöngugjöld og útgöngugjöld og jafnvel innflutningsgjöld sem eru þá hvergi nefnd í leigusamningi né í leigusamningi stóru leigufélaganna. Leigjendur sjá sér oft ekki annað fært en að greiða þessa reikninga,“ segir Einar Bjarni. Hann segir að skammtímasamningar séu líka notaðir til að knýja fram hækkun á húsaleigu. "Samningar eru í auknum mæli gerðir tímabundnir til eins árs í senn, jafnvel skemur. Við endurnýjun og þá oft stuttu áður en samningur rennur út þá er borinn fram nýr samningur með kannski tíu eða tuttugu prósenta hækkun. Leigjandi sem þekkir ekki stöðu sína nægilega vel er þá nauðbeygður til að skrifa undir samninginn eða að öðrum kosti lenda á götunni,“ segir Einar Bjarni.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira