Frumkvöðlar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 18. apríl 2018 07:00 Þau sem heimsækja LA sjá ekki bara Hollywood-skilti og njóta sólar, einu gildir í hvaða borgarhluta þú kemur, alltaf blasir við fólk með ómeðhöndlaða geðsjúkdóma sem á höfði sínu hvergi að halla. Þegar ég sótti þarna nám var ég ítrekað að leita skýringa á þessu ástandi og þá kom í ljós að allir vissu að Ronald Reagan hafði tekið þá ákvörðun á sínum tíma að loka úrræðum fyrir geðsjúka á landsvísu með þessum afleiðingum m.a. Þegar ég nefndi að það væri á ábyrgð samfélagsins að standa með veiku fólki var ég jafnan spurð hvort ég væri sósíalisti. Árum saman hef ég fylgst með starfsemi Hugarafls, m.a. þegar svilkona mín starfaði þar og þá kynntist ég orðinu valdefling fyrst. Nú hefur þessi magnaða starfsemi verið sett í mikið uppnám vegna skipulagsbreytinga stjórnvalda og ég skil ekki hvernig bæta á þjónustu við geðsjúka með því að varpa fyrir róða þeirri reynslu og þekkingu sem tilheyrir Hugarafli og geðteyminu sem byggt hefur það upp. Valdefling snýst um tvennt; sjálfræði og tengsl. Einu gildir hver verkefni okkar eru í lífinu, við þurfum þetta tvennt til þess að blómstra, ekki síst þegar heilsan er annars vegar. Vinkona mín sem glímt hefur við geðrasakanir í þrjátíu ár sagði við mig nýlega: Ég er svo mikið ein að ég næ aldrei að verða heilbrigð. Hugarafl er langþróuð valdeflingarmiðstöð í þágu geðsjúkra þar sem einangrun er rofin og unnið er með fólki frekar en að vinna með það. Ég hef rætt ítrekað við embættismenn, fagfólk og notendur þjónustunnar og fæ enn ekki séð rökin fyrir breytingunum. Gott að menn vilji bæta í, en að gera það án þess að byggja á frumkvöðlakraftinum er alvarlegur misskilningur á viðfangsefninu að mínum dómi. Hugarafl er þarfur valkostur í úrræðaflóru samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Þau sem heimsækja LA sjá ekki bara Hollywood-skilti og njóta sólar, einu gildir í hvaða borgarhluta þú kemur, alltaf blasir við fólk með ómeðhöndlaða geðsjúkdóma sem á höfði sínu hvergi að halla. Þegar ég sótti þarna nám var ég ítrekað að leita skýringa á þessu ástandi og þá kom í ljós að allir vissu að Ronald Reagan hafði tekið þá ákvörðun á sínum tíma að loka úrræðum fyrir geðsjúka á landsvísu með þessum afleiðingum m.a. Þegar ég nefndi að það væri á ábyrgð samfélagsins að standa með veiku fólki var ég jafnan spurð hvort ég væri sósíalisti. Árum saman hef ég fylgst með starfsemi Hugarafls, m.a. þegar svilkona mín starfaði þar og þá kynntist ég orðinu valdefling fyrst. Nú hefur þessi magnaða starfsemi verið sett í mikið uppnám vegna skipulagsbreytinga stjórnvalda og ég skil ekki hvernig bæta á þjónustu við geðsjúka með því að varpa fyrir róða þeirri reynslu og þekkingu sem tilheyrir Hugarafli og geðteyminu sem byggt hefur það upp. Valdefling snýst um tvennt; sjálfræði og tengsl. Einu gildir hver verkefni okkar eru í lífinu, við þurfum þetta tvennt til þess að blómstra, ekki síst þegar heilsan er annars vegar. Vinkona mín sem glímt hefur við geðrasakanir í þrjátíu ár sagði við mig nýlega: Ég er svo mikið ein að ég næ aldrei að verða heilbrigð. Hugarafl er langþróuð valdeflingarmiðstöð í þágu geðsjúkra þar sem einangrun er rofin og unnið er með fólki frekar en að vinna með það. Ég hef rætt ítrekað við embættismenn, fagfólk og notendur þjónustunnar og fæ enn ekki séð rökin fyrir breytingunum. Gott að menn vilji bæta í, en að gera það án þess að byggja á frumkvöðlakraftinum er alvarlegur misskilningur á viðfangsefninu að mínum dómi. Hugarafl er þarfur valkostur í úrræðaflóru samfélagsins.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar