Ragnheiður best í Olís-deildinni: „Ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. apríl 2018 15:30 Olís-deild kvenna var gerð upp samhliða því að hita upp fyrir úrslitakeppnina í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi sem tileinkaður var konunum. Þar var lið ársins útnefnt samhliða þjálfara ársins, besta unga leikmanninum og besta varnarmanninum. Ragnheiður Júlíusdóttir, markadrottning deildarinnar, var útnefnd besti leikmaðurinn en hún var frábær bæði í sókn og vörn í vetur. Hún hefur bætt sig gríðarlega sem varnarmaður á síðustu mánuðum. „Útispilari sem ætlar að vera valinn bestur þarf að gera eitthvað á báðum endum vallarins. Það er klárt mál. Það er ekki hægt að vera best í deildinni ef þú ætlar bara að spila öðru megin,“ sagði Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um Ragnheiði. Hann bætti svo við að Ragnheiður hefði alltaf verið góð í vörn. Málið væri bara það að hún hefði aldrei nennt að spila vörnina. Hún var spurð hvort það hefði breyst þegar hún settist í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þætti gærkvöldsins. „Já, ætli það ekki. Ég fékk loksins að spila þrist og það var eitthvað sem að mér bauðst þegar að Elva fór til Danmerkur og Steinunn varð ólétt. Ég ákvað bara að taka því með opnum hug og bæta mig í vörninni. Mér finnst orðið mjög gaman að spila vörn núna og er ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður,“ sagði Ragnheiður. Allt viðtalið við Ragnheiði og Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, markvörð ársins úr liði Fram, má sjá í spilaranum hér að ofan.Lið ársins. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka. 3. apríl 2018 11:00 Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram? Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni. 3. apríl 2018 14:00 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Olís-deild kvenna var gerð upp samhliða því að hita upp fyrir úrslitakeppnina í sérstökum þætti af Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi sem tileinkaður var konunum. Þar var lið ársins útnefnt samhliða þjálfara ársins, besta unga leikmanninum og besta varnarmanninum. Ragnheiður Júlíusdóttir, markadrottning deildarinnar, var útnefnd besti leikmaðurinn en hún var frábær bæði í sókn og vörn í vetur. Hún hefur bætt sig gríðarlega sem varnarmaður á síðustu mánuðum. „Útispilari sem ætlar að vera valinn bestur þarf að gera eitthvað á báðum endum vallarins. Það er klárt mál. Það er ekki hægt að vera best í deildinni ef þú ætlar bara að spila öðru megin,“ sagði Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um Ragnheiði. Hann bætti svo við að Ragnheiður hefði alltaf verið góð í vörn. Málið væri bara það að hún hefði aldrei nennt að spila vörnina. Hún var spurð hvort það hefði breyst þegar hún settist í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þætti gærkvöldsins. „Já, ætli það ekki. Ég fékk loksins að spila þrist og það var eitthvað sem að mér bauðst þegar að Elva fór til Danmerkur og Steinunn varð ólétt. Ég ákvað bara að taka því með opnum hug og bæta mig í vörninni. Mér finnst orðið mjög gaman að spila vörn núna og er ánægð með að vera orðin ágætur varnarmaður,“ sagði Ragnheiður. Allt viðtalið við Ragnheiði og Guðrúnu Ósk Maríasdóttur, markvörð ársins úr liði Fram, má sjá í spilaranum hér að ofan.Lið ársins.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka. 3. apríl 2018 11:00 Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram? Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni. 3. apríl 2018 14:00 Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Tölfræðin ekki með ÍBV í liði Úrslitakeppni Olís-deildar kvenna hefst í kvöld með leik Íslands- og bikarmeistara Fram og ÍBV í Safamýrinni. Framkonur hafa unnið alla leiki liðanna í vetur. Á morgun hefst einvígi deildarmeistara Vals og Hauka. 3. apríl 2018 11:00
Seinni bylgjan: Geta Eyjakonur unnið leik á móti Fram? Umræða úr upphitunarþætti Seinni bylgjunnar fyrir úrslitakeppni kvenna í Olís-deildinni. 3. apríl 2018 14:00