Konur hafa áhrif á orkuskiptin Áslaug Thelma Einarsdóttir skrifar 4. apríl 2018 10:54 Víða má sjá orðinu orkuskipti bregða fyrir í fjölmiðlum og oft til viðtals verkfræðingar, jarðfræðingar, hagfræðingar eða aðrir þeir fræðingar sem með einum eða öðrum hætti koma að málum. Orkuskiptin eru hafin, en gefa aðeins vísbendingu um þær miklu breytingar sem í vændum eru. Þau eru Íslendingum gríðarlega mikilvæg og felast meðal annars í að færa bílaflotann frá jarðefnaeldsneyti í rafmagn, innlendan, umhverfisvænan, orkugjafa.Konur við stýrið Við orkuskiptin hættum við að dæla bensíni eða dísilolíu á bílana okkar og losnum þar með við orkugjafa sem skaðlegir eru umhverfinu í öllu framleiðslu- og flutningsferli til landsins, auk þess að hafa neikvæð áhrif á vöruskiptajöfnuð. Í staðinn nýtum við innlenda orku og uppskerum ríkulegan þjóðhagslegan ávinning með gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Svo er rekstur rafbíls náttúrlega bara brot af kostnaði við rekstur bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Í markaðsrannsóknum síðustu ára er víða bent á að konur stýri rekstri heimilanna og hafi lokaorð um nær allar fjárfestingar. Því mætti halda því fram að í raun ráði orkusérfræðingarnir því ekki hvenær orkuskiptin fara fram. Markaðsfræðin segja okkur að við konurnar séum í bílstjórasætinu. (Án þess þó að lítið sé gert úr hlut sérfræðinga, á þeirra ábyrgð er að tækni og framboð sé fyrsta flokks og að markaðurinn sé tilbúinn í skiptin.)Raunhæft markmið Með opnun hlöðu ON á Mývatni fyrir páska var þeim áfanga náð að á þjóðvegi 1, hringinn í kringum landið, eru alls staðar innan við 100 kílómetrar í næstu hraðhleðslu Orku náttúrunnar. Hraðhleðslum hefur fjölgað hratt, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, en fyrir sumarið verða hraðhleðslur ON orðnar 33 talsins. Það er þreföldun á einu og hálfu ári. Grunnurinn að orkuskiptunum hefur verið lagður. Framboð rafbíla hefur stóraukist og þeir á samkeppnishæfu verði við bensín- og dísilbíla. Meira að segja sjást til sölu notaðir, vandaðir og góðir rafbílar, og fyrri eigendur að endurnýja með rafbíl númer tvö. Allt er því til reiðu að við konur hefjum orkuskiptin í landinu. Fyrsta skrefið er að gera „aukabílinn“, eða bíl númer tvö, á heimilinu að rafbíl. Raunhæft markmið er að fyrir árið 2022 sé einn rafbíll á hverju heimili. Það er í okkar höndum að klára það verkefni. Þegar þessum áfanga verður náð þarf kannski einhver olíuprins í Miðausturlöndum skrúfa aðeins niður lífstílinn hjá sér, en við grátum það svo sem ekki. Með stórauknu hlutfalli vistvænnar orku í samgöngum höfum við þá hér heima náð áfanga sem aðrar þjóðir telja öfundsverðan.Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaða ON Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Víða má sjá orðinu orkuskipti bregða fyrir í fjölmiðlum og oft til viðtals verkfræðingar, jarðfræðingar, hagfræðingar eða aðrir þeir fræðingar sem með einum eða öðrum hætti koma að málum. Orkuskiptin eru hafin, en gefa aðeins vísbendingu um þær miklu breytingar sem í vændum eru. Þau eru Íslendingum gríðarlega mikilvæg og felast meðal annars í að færa bílaflotann frá jarðefnaeldsneyti í rafmagn, innlendan, umhverfisvænan, orkugjafa.Konur við stýrið Við orkuskiptin hættum við að dæla bensíni eða dísilolíu á bílana okkar og losnum þar með við orkugjafa sem skaðlegir eru umhverfinu í öllu framleiðslu- og flutningsferli til landsins, auk þess að hafa neikvæð áhrif á vöruskiptajöfnuð. Í staðinn nýtum við innlenda orku og uppskerum ríkulegan þjóðhagslegan ávinning með gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Svo er rekstur rafbíls náttúrlega bara brot af kostnaði við rekstur bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Í markaðsrannsóknum síðustu ára er víða bent á að konur stýri rekstri heimilanna og hafi lokaorð um nær allar fjárfestingar. Því mætti halda því fram að í raun ráði orkusérfræðingarnir því ekki hvenær orkuskiptin fara fram. Markaðsfræðin segja okkur að við konurnar séum í bílstjórasætinu. (Án þess þó að lítið sé gert úr hlut sérfræðinga, á þeirra ábyrgð er að tækni og framboð sé fyrsta flokks og að markaðurinn sé tilbúinn í skiptin.)Raunhæft markmið Með opnun hlöðu ON á Mývatni fyrir páska var þeim áfanga náð að á þjóðvegi 1, hringinn í kringum landið, eru alls staðar innan við 100 kílómetrar í næstu hraðhleðslu Orku náttúrunnar. Hraðhleðslum hefur fjölgað hratt, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, en fyrir sumarið verða hraðhleðslur ON orðnar 33 talsins. Það er þreföldun á einu og hálfu ári. Grunnurinn að orkuskiptunum hefur verið lagður. Framboð rafbíla hefur stóraukist og þeir á samkeppnishæfu verði við bensín- og dísilbíla. Meira að segja sjást til sölu notaðir, vandaðir og góðir rafbílar, og fyrri eigendur að endurnýja með rafbíl númer tvö. Allt er því til reiðu að við konur hefjum orkuskiptin í landinu. Fyrsta skrefið er að gera „aukabílinn“, eða bíl númer tvö, á heimilinu að rafbíl. Raunhæft markmið er að fyrir árið 2022 sé einn rafbíll á hverju heimili. Það er í okkar höndum að klára það verkefni. Þegar þessum áfanga verður náð þarf kannski einhver olíuprins í Miðausturlöndum skrúfa aðeins niður lífstílinn hjá sér, en við grátum það svo sem ekki. Með stórauknu hlutfalli vistvænnar orku í samgöngum höfum við þá hér heima náð áfanga sem aðrar þjóðir telja öfundsverðan.Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaða ON
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar