Konur hafa áhrif á orkuskiptin Áslaug Thelma Einarsdóttir skrifar 4. apríl 2018 10:54 Víða má sjá orðinu orkuskipti bregða fyrir í fjölmiðlum og oft til viðtals verkfræðingar, jarðfræðingar, hagfræðingar eða aðrir þeir fræðingar sem með einum eða öðrum hætti koma að málum. Orkuskiptin eru hafin, en gefa aðeins vísbendingu um þær miklu breytingar sem í vændum eru. Þau eru Íslendingum gríðarlega mikilvæg og felast meðal annars í að færa bílaflotann frá jarðefnaeldsneyti í rafmagn, innlendan, umhverfisvænan, orkugjafa.Konur við stýrið Við orkuskiptin hættum við að dæla bensíni eða dísilolíu á bílana okkar og losnum þar með við orkugjafa sem skaðlegir eru umhverfinu í öllu framleiðslu- og flutningsferli til landsins, auk þess að hafa neikvæð áhrif á vöruskiptajöfnuð. Í staðinn nýtum við innlenda orku og uppskerum ríkulegan þjóðhagslegan ávinning með gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Svo er rekstur rafbíls náttúrlega bara brot af kostnaði við rekstur bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Í markaðsrannsóknum síðustu ára er víða bent á að konur stýri rekstri heimilanna og hafi lokaorð um nær allar fjárfestingar. Því mætti halda því fram að í raun ráði orkusérfræðingarnir því ekki hvenær orkuskiptin fara fram. Markaðsfræðin segja okkur að við konurnar séum í bílstjórasætinu. (Án þess þó að lítið sé gert úr hlut sérfræðinga, á þeirra ábyrgð er að tækni og framboð sé fyrsta flokks og að markaðurinn sé tilbúinn í skiptin.)Raunhæft markmið Með opnun hlöðu ON á Mývatni fyrir páska var þeim áfanga náð að á þjóðvegi 1, hringinn í kringum landið, eru alls staðar innan við 100 kílómetrar í næstu hraðhleðslu Orku náttúrunnar. Hraðhleðslum hefur fjölgað hratt, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, en fyrir sumarið verða hraðhleðslur ON orðnar 33 talsins. Það er þreföldun á einu og hálfu ári. Grunnurinn að orkuskiptunum hefur verið lagður. Framboð rafbíla hefur stóraukist og þeir á samkeppnishæfu verði við bensín- og dísilbíla. Meira að segja sjást til sölu notaðir, vandaðir og góðir rafbílar, og fyrri eigendur að endurnýja með rafbíl númer tvö. Allt er því til reiðu að við konur hefjum orkuskiptin í landinu. Fyrsta skrefið er að gera „aukabílinn“, eða bíl númer tvö, á heimilinu að rafbíl. Raunhæft markmið er að fyrir árið 2022 sé einn rafbíll á hverju heimili. Það er í okkar höndum að klára það verkefni. Þegar þessum áfanga verður náð þarf kannski einhver olíuprins í Miðausturlöndum skrúfa aðeins niður lífstílinn hjá sér, en við grátum það svo sem ekki. Með stórauknu hlutfalli vistvænnar orku í samgöngum höfum við þá hér heima náð áfanga sem aðrar þjóðir telja öfundsverðan.Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaða ON Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Víða má sjá orðinu orkuskipti bregða fyrir í fjölmiðlum og oft til viðtals verkfræðingar, jarðfræðingar, hagfræðingar eða aðrir þeir fræðingar sem með einum eða öðrum hætti koma að málum. Orkuskiptin eru hafin, en gefa aðeins vísbendingu um þær miklu breytingar sem í vændum eru. Þau eru Íslendingum gríðarlega mikilvæg og felast meðal annars í að færa bílaflotann frá jarðefnaeldsneyti í rafmagn, innlendan, umhverfisvænan, orkugjafa.Konur við stýrið Við orkuskiptin hættum við að dæla bensíni eða dísilolíu á bílana okkar og losnum þar með við orkugjafa sem skaðlegir eru umhverfinu í öllu framleiðslu- og flutningsferli til landsins, auk þess að hafa neikvæð áhrif á vöruskiptajöfnuð. Í staðinn nýtum við innlenda orku og uppskerum ríkulegan þjóðhagslegan ávinning með gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Svo er rekstur rafbíls náttúrlega bara brot af kostnaði við rekstur bíls sem gengur fyrir jarðefnaeldsneyti. Í markaðsrannsóknum síðustu ára er víða bent á að konur stýri rekstri heimilanna og hafi lokaorð um nær allar fjárfestingar. Því mætti halda því fram að í raun ráði orkusérfræðingarnir því ekki hvenær orkuskiptin fara fram. Markaðsfræðin segja okkur að við konurnar séum í bílstjórasætinu. (Án þess þó að lítið sé gert úr hlut sérfræðinga, á þeirra ábyrgð er að tækni og framboð sé fyrsta flokks og að markaðurinn sé tilbúinn í skiptin.)Raunhæft markmið Með opnun hlöðu ON á Mývatni fyrir páska var þeim áfanga náð að á þjóðvegi 1, hringinn í kringum landið, eru alls staðar innan við 100 kílómetrar í næstu hraðhleðslu Orku náttúrunnar. Hraðhleðslum hefur fjölgað hratt, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, en fyrir sumarið verða hraðhleðslur ON orðnar 33 talsins. Það er þreföldun á einu og hálfu ári. Grunnurinn að orkuskiptunum hefur verið lagður. Framboð rafbíla hefur stóraukist og þeir á samkeppnishæfu verði við bensín- og dísilbíla. Meira að segja sjást til sölu notaðir, vandaðir og góðir rafbílar, og fyrri eigendur að endurnýja með rafbíl númer tvö. Allt er því til reiðu að við konur hefjum orkuskiptin í landinu. Fyrsta skrefið er að gera „aukabílinn“, eða bíl númer tvö, á heimilinu að rafbíl. Raunhæft markmið er að fyrir árið 2022 sé einn rafbíll á hverju heimili. Það er í okkar höndum að klára það verkefni. Þegar þessum áfanga verður náð þarf kannski einhver olíuprins í Miðausturlöndum skrúfa aðeins niður lífstílinn hjá sér, en við grátum það svo sem ekki. Með stórauknu hlutfalli vistvænnar orku í samgöngum höfum við þá hér heima náð áfanga sem aðrar þjóðir telja öfundsverðan.Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður einstaklingsmarkaða ON
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun