Að fylgja markaðri stefnu eftir Ragnar Sverrisson skrifar 5. apríl 2018 08:00 Stundum sækir á mig sú hugsun að litlum tilgangi þjóni að kjósa fólk til setu í bæjarstjórn eins og á Akureyri. Vissulega er það allt mesta sómafólk sem að lokum er kosið og vill áreiðanlega gera bænum sínum allt það gagn sem það megnar. Reynsla mín hefur þó kennt mér að enda þótt þetta góða fólk leggi oft fram ágæta vinnu við að móta stefnu í einstökum málaflokkum eigi það undir högg að sækja þegar kemur að því að framkvæma það sem búið er að ákveða og afgreiða formlega. Gott dæmi er þriggja ára samþykkt aðalskipulags miðbæjar Akureyrar sem treglega gengur að koma til framkvæmda. Ein ástæða þess er að embættismenn í bæjarkerfinu eru ekki sammála einstaka niðurstöðum bæjarstjórnar varðandi þetta skipulag. Hafa þeir þá ýmist lagt steina í götu þess sem þeim hefur verið falið vinna að (sbr. Braunsverslunarmálið) eða tafið og talað opinberlega gegn ákveðnum lausnum í skipulaginu sem bæjarstjórn hefur þegar tekið ákvörðun um hvernig skuli útfærðar (sbr. vistvæna Glerárgötu og hönnun umferðarmiðstöðvar). Við þessar aðstæður hafa bæjarfulltrúar og meirihlutinn gefið sig aðgerðarleysinu á vald og kynoka sér við að fylgja eftir mótaðri stefnu. Því hef ég áhyggjur af raunverulegri valdastöðu bæjarfulltrúa þegar kemur til kastanna. Þetta sérkennilega ástand endurspeglaðist mjög vel á opinberum fundi nýlega um skipulagsmál miðbæjarins þar sem núverandi skipulagsstjóri bæjarins hældi sér af því að hafa stöðvað undirbúning framkvæmda í samræmi við gildandi skipulag um vistvæna Glerárgötu. Lýsti því jafnframt yfir að hann hafi aldrei á löngum ferli kynnst annarri eins samstöðu í nokkurri bæjarstjórn eins og þeirri akureyrsku. Fyrir mér er þetta giska góð lýsing á því ástandi sem nú ríkir og birtist í samstöðu um algjört aðgerðarleysi bæjarins að framkvæma það sem þegar hefur verið ákveðið að gera varðandi uppbyggingu miðbæjarins. Þegar aldraður fyrrverandi þingmaður tók síðan undir þetta háttalag með nokkrum fögnuði varð mér endanlega ljóst valdaafsal kjörinna bæjarfulltrúa í þessum mikilvæga málaflokki. Við bætist að í slíku hringlandaumhverfi sjá frambjóðendur flokka sér hag í því að gera einstakar útfærslur aðalskipulagsins að kosningamáli, sér og sínum flokki til framdráttar og raska með því þeirri heildarsýn sem víðtæk eining náðist um í bæjarstjórn við afgreiðslu aðalskipulagsins árið 2014 eftir tíu ára samfellt starf. Þetta greinarkorn er hvatning til þeirra, sem gefa kost á sér við næstu bæjarstjórnarkosningar á Akureyri, að kynna sér vel grundvöll núgildandi aðalskipulags miðbæjarins og alla þá vinnu og fjármuni sem í það var lögð á sínum tíma. Þá aukast líkur á að þeir muni sjá til þess að þær góðu ákvarðanir sem þar voru teknar verði látnar verða að veruleika til hagsældar fyrir bæinn og bæjarbúa. Sú deyfð sem heltekið hefur bæjaryfirvöld að framfylgja gildandi skipulagi hefur vakið upp þá hugmynd að nauðsynlegt gæti verið að stofna hollvinafélag miðbæjarins til að þrýsta á bæjaryfirvöld að koma sér að verki í þessum efnum. Auk þess legg ég til að ákveðið verði að hefja undirbúning að hönnun og byggingu bílastæðahúss sunnan íþróttavallarins, milli Hólabrautar og Brekkugötu.Höfundur er kaupmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stundum sækir á mig sú hugsun að litlum tilgangi þjóni að kjósa fólk til setu í bæjarstjórn eins og á Akureyri. Vissulega er það allt mesta sómafólk sem að lokum er kosið og vill áreiðanlega gera bænum sínum allt það gagn sem það megnar. Reynsla mín hefur þó kennt mér að enda þótt þetta góða fólk leggi oft fram ágæta vinnu við að móta stefnu í einstökum málaflokkum eigi það undir högg að sækja þegar kemur að því að framkvæma það sem búið er að ákveða og afgreiða formlega. Gott dæmi er þriggja ára samþykkt aðalskipulags miðbæjar Akureyrar sem treglega gengur að koma til framkvæmda. Ein ástæða þess er að embættismenn í bæjarkerfinu eru ekki sammála einstaka niðurstöðum bæjarstjórnar varðandi þetta skipulag. Hafa þeir þá ýmist lagt steina í götu þess sem þeim hefur verið falið vinna að (sbr. Braunsverslunarmálið) eða tafið og talað opinberlega gegn ákveðnum lausnum í skipulaginu sem bæjarstjórn hefur þegar tekið ákvörðun um hvernig skuli útfærðar (sbr. vistvæna Glerárgötu og hönnun umferðarmiðstöðvar). Við þessar aðstæður hafa bæjarfulltrúar og meirihlutinn gefið sig aðgerðarleysinu á vald og kynoka sér við að fylgja eftir mótaðri stefnu. Því hef ég áhyggjur af raunverulegri valdastöðu bæjarfulltrúa þegar kemur til kastanna. Þetta sérkennilega ástand endurspeglaðist mjög vel á opinberum fundi nýlega um skipulagsmál miðbæjarins þar sem núverandi skipulagsstjóri bæjarins hældi sér af því að hafa stöðvað undirbúning framkvæmda í samræmi við gildandi skipulag um vistvæna Glerárgötu. Lýsti því jafnframt yfir að hann hafi aldrei á löngum ferli kynnst annarri eins samstöðu í nokkurri bæjarstjórn eins og þeirri akureyrsku. Fyrir mér er þetta giska góð lýsing á því ástandi sem nú ríkir og birtist í samstöðu um algjört aðgerðarleysi bæjarins að framkvæma það sem þegar hefur verið ákveðið að gera varðandi uppbyggingu miðbæjarins. Þegar aldraður fyrrverandi þingmaður tók síðan undir þetta háttalag með nokkrum fögnuði varð mér endanlega ljóst valdaafsal kjörinna bæjarfulltrúa í þessum mikilvæga málaflokki. Við bætist að í slíku hringlandaumhverfi sjá frambjóðendur flokka sér hag í því að gera einstakar útfærslur aðalskipulagsins að kosningamáli, sér og sínum flokki til framdráttar og raska með því þeirri heildarsýn sem víðtæk eining náðist um í bæjarstjórn við afgreiðslu aðalskipulagsins árið 2014 eftir tíu ára samfellt starf. Þetta greinarkorn er hvatning til þeirra, sem gefa kost á sér við næstu bæjarstjórnarkosningar á Akureyri, að kynna sér vel grundvöll núgildandi aðalskipulags miðbæjarins og alla þá vinnu og fjármuni sem í það var lögð á sínum tíma. Þá aukast líkur á að þeir muni sjá til þess að þær góðu ákvarðanir sem þar voru teknar verði látnar verða að veruleika til hagsældar fyrir bæinn og bæjarbúa. Sú deyfð sem heltekið hefur bæjaryfirvöld að framfylgja gildandi skipulagi hefur vakið upp þá hugmynd að nauðsynlegt gæti verið að stofna hollvinafélag miðbæjarins til að þrýsta á bæjaryfirvöld að koma sér að verki í þessum efnum. Auk þess legg ég til að ákveðið verði að hefja undirbúning að hönnun og byggingu bílastæðahúss sunnan íþróttavallarins, milli Hólabrautar og Brekkugötu.Höfundur er kaupmaður
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun