Að fylgja markaðri stefnu eftir Ragnar Sverrisson skrifar 5. apríl 2018 08:00 Stundum sækir á mig sú hugsun að litlum tilgangi þjóni að kjósa fólk til setu í bæjarstjórn eins og á Akureyri. Vissulega er það allt mesta sómafólk sem að lokum er kosið og vill áreiðanlega gera bænum sínum allt það gagn sem það megnar. Reynsla mín hefur þó kennt mér að enda þótt þetta góða fólk leggi oft fram ágæta vinnu við að móta stefnu í einstökum málaflokkum eigi það undir högg að sækja þegar kemur að því að framkvæma það sem búið er að ákveða og afgreiða formlega. Gott dæmi er þriggja ára samþykkt aðalskipulags miðbæjar Akureyrar sem treglega gengur að koma til framkvæmda. Ein ástæða þess er að embættismenn í bæjarkerfinu eru ekki sammála einstaka niðurstöðum bæjarstjórnar varðandi þetta skipulag. Hafa þeir þá ýmist lagt steina í götu þess sem þeim hefur verið falið vinna að (sbr. Braunsverslunarmálið) eða tafið og talað opinberlega gegn ákveðnum lausnum í skipulaginu sem bæjarstjórn hefur þegar tekið ákvörðun um hvernig skuli útfærðar (sbr. vistvæna Glerárgötu og hönnun umferðarmiðstöðvar). Við þessar aðstæður hafa bæjarfulltrúar og meirihlutinn gefið sig aðgerðarleysinu á vald og kynoka sér við að fylgja eftir mótaðri stefnu. Því hef ég áhyggjur af raunverulegri valdastöðu bæjarfulltrúa þegar kemur til kastanna. Þetta sérkennilega ástand endurspeglaðist mjög vel á opinberum fundi nýlega um skipulagsmál miðbæjarins þar sem núverandi skipulagsstjóri bæjarins hældi sér af því að hafa stöðvað undirbúning framkvæmda í samræmi við gildandi skipulag um vistvæna Glerárgötu. Lýsti því jafnframt yfir að hann hafi aldrei á löngum ferli kynnst annarri eins samstöðu í nokkurri bæjarstjórn eins og þeirri akureyrsku. Fyrir mér er þetta giska góð lýsing á því ástandi sem nú ríkir og birtist í samstöðu um algjört aðgerðarleysi bæjarins að framkvæma það sem þegar hefur verið ákveðið að gera varðandi uppbyggingu miðbæjarins. Þegar aldraður fyrrverandi þingmaður tók síðan undir þetta háttalag með nokkrum fögnuði varð mér endanlega ljóst valdaafsal kjörinna bæjarfulltrúa í þessum mikilvæga málaflokki. Við bætist að í slíku hringlandaumhverfi sjá frambjóðendur flokka sér hag í því að gera einstakar útfærslur aðalskipulagsins að kosningamáli, sér og sínum flokki til framdráttar og raska með því þeirri heildarsýn sem víðtæk eining náðist um í bæjarstjórn við afgreiðslu aðalskipulagsins árið 2014 eftir tíu ára samfellt starf. Þetta greinarkorn er hvatning til þeirra, sem gefa kost á sér við næstu bæjarstjórnarkosningar á Akureyri, að kynna sér vel grundvöll núgildandi aðalskipulags miðbæjarins og alla þá vinnu og fjármuni sem í það var lögð á sínum tíma. Þá aukast líkur á að þeir muni sjá til þess að þær góðu ákvarðanir sem þar voru teknar verði látnar verða að veruleika til hagsældar fyrir bæinn og bæjarbúa. Sú deyfð sem heltekið hefur bæjaryfirvöld að framfylgja gildandi skipulagi hefur vakið upp þá hugmynd að nauðsynlegt gæti verið að stofna hollvinafélag miðbæjarins til að þrýsta á bæjaryfirvöld að koma sér að verki í þessum efnum. Auk þess legg ég til að ákveðið verði að hefja undirbúning að hönnun og byggingu bílastæðahúss sunnan íþróttavallarins, milli Hólabrautar og Brekkugötu.Höfundur er kaupmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum sækir á mig sú hugsun að litlum tilgangi þjóni að kjósa fólk til setu í bæjarstjórn eins og á Akureyri. Vissulega er það allt mesta sómafólk sem að lokum er kosið og vill áreiðanlega gera bænum sínum allt það gagn sem það megnar. Reynsla mín hefur þó kennt mér að enda þótt þetta góða fólk leggi oft fram ágæta vinnu við að móta stefnu í einstökum málaflokkum eigi það undir högg að sækja þegar kemur að því að framkvæma það sem búið er að ákveða og afgreiða formlega. Gott dæmi er þriggja ára samþykkt aðalskipulags miðbæjar Akureyrar sem treglega gengur að koma til framkvæmda. Ein ástæða þess er að embættismenn í bæjarkerfinu eru ekki sammála einstaka niðurstöðum bæjarstjórnar varðandi þetta skipulag. Hafa þeir þá ýmist lagt steina í götu þess sem þeim hefur verið falið vinna að (sbr. Braunsverslunarmálið) eða tafið og talað opinberlega gegn ákveðnum lausnum í skipulaginu sem bæjarstjórn hefur þegar tekið ákvörðun um hvernig skuli útfærðar (sbr. vistvæna Glerárgötu og hönnun umferðarmiðstöðvar). Við þessar aðstæður hafa bæjarfulltrúar og meirihlutinn gefið sig aðgerðarleysinu á vald og kynoka sér við að fylgja eftir mótaðri stefnu. Því hef ég áhyggjur af raunverulegri valdastöðu bæjarfulltrúa þegar kemur til kastanna. Þetta sérkennilega ástand endurspeglaðist mjög vel á opinberum fundi nýlega um skipulagsmál miðbæjarins þar sem núverandi skipulagsstjóri bæjarins hældi sér af því að hafa stöðvað undirbúning framkvæmda í samræmi við gildandi skipulag um vistvæna Glerárgötu. Lýsti því jafnframt yfir að hann hafi aldrei á löngum ferli kynnst annarri eins samstöðu í nokkurri bæjarstjórn eins og þeirri akureyrsku. Fyrir mér er þetta giska góð lýsing á því ástandi sem nú ríkir og birtist í samstöðu um algjört aðgerðarleysi bæjarins að framkvæma það sem þegar hefur verið ákveðið að gera varðandi uppbyggingu miðbæjarins. Þegar aldraður fyrrverandi þingmaður tók síðan undir þetta háttalag með nokkrum fögnuði varð mér endanlega ljóst valdaafsal kjörinna bæjarfulltrúa í þessum mikilvæga málaflokki. Við bætist að í slíku hringlandaumhverfi sjá frambjóðendur flokka sér hag í því að gera einstakar útfærslur aðalskipulagsins að kosningamáli, sér og sínum flokki til framdráttar og raska með því þeirri heildarsýn sem víðtæk eining náðist um í bæjarstjórn við afgreiðslu aðalskipulagsins árið 2014 eftir tíu ára samfellt starf. Þetta greinarkorn er hvatning til þeirra, sem gefa kost á sér við næstu bæjarstjórnarkosningar á Akureyri, að kynna sér vel grundvöll núgildandi aðalskipulags miðbæjarins og alla þá vinnu og fjármuni sem í það var lögð á sínum tíma. Þá aukast líkur á að þeir muni sjá til þess að þær góðu ákvarðanir sem þar voru teknar verði látnar verða að veruleika til hagsældar fyrir bæinn og bæjarbúa. Sú deyfð sem heltekið hefur bæjaryfirvöld að framfylgja gildandi skipulagi hefur vakið upp þá hugmynd að nauðsynlegt gæti verið að stofna hollvinafélag miðbæjarins til að þrýsta á bæjaryfirvöld að koma sér að verki í þessum efnum. Auk þess legg ég til að ákveðið verði að hefja undirbúning að hönnun og byggingu bílastæðahúss sunnan íþróttavallarins, milli Hólabrautar og Brekkugötu.Höfundur er kaupmaður
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar