Handbolti

Sigurbergur framlengir við ÍBV

Dagur Lárusson skrifar
Sigurbergur Sveinsson.
Sigurbergur Sveinsson. vísir/anton
Sigurbergur Sveisson hefur skrifað undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum hjá ÍBV en félagið staðfesti þetta í kvöld.

 

Sigurbergur hefur spilað vel fyrir ÍBV í vetur en hann hefur spilað 20 leiki og skorað í þeim 112 mörk og átti því stóran þátt í þeim tveimur titlum sem liðið hefur unnið á þessu tímabili.

 

Sigurbergur er að klára sitt annað tímabil með ÍBV en nú er ljóst að hann verður áfram í herbúðum félagsins næstu þrjú árin. Sigurbergur verður í eldlínunni fyrir ÍBV þegar liðið spilar seinni leikinn gegn Krasnodar í evrópkeppninni kl 15:30 á morgun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×