Stuðningur við börn og ungmenni í námi skiptir máli Steinn Jóhannsson skrifar 21. mars 2018 07:00 Velgengni í námi er hverju barni og ungmenni mikilvæg og foreldrar eiga að setja það í forgang að styðja börn sín í námi til að auka líkur þeirra á góðu veganesti inn í framtíðina. Við sem foreldrar förum ekki varhluta af neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum er varðar menntun barna okkar sbr. yfirvofandi kennaraskort, lakari árangur á alþjóðlegum samanburðarprófum, dvínandi áhuga á lestri og háu brotthvarfi ungmenna úr námi svo eitthvað sé nefnt. Við sem foreldrar getum haft jákvæð áhrif á þessa þróun t.d. með því að sinna betur námi og námsgengi barna okkar. Það getum við meðal annars gert með því að sýna skólagöngu barna okkar áhuga t.d. með því að ræða við þau um skóladaginn, námsefnið, gefa okkur meiri tíma til að lesa með þeim og fyrir þau. Í nútímasamfélagi þar sem hraðinn er mikill megum við ekki gleyma mikilvægi þess að gefa okkur tíma fyrir gæðastundir með börnunum okkar. Þetta krefst vissulega tíma og skipulags en óhætt er að ætla að hægt sé að líta á þann tíma sem fjárfestingu til framtíðar. Það er skylda okkar sem foreldra að vekja áhuga barna okkar á lestri og bókmenntum. Börn sem sýna lestri áhuga öðlast jafnan meiri færni í lestri sem leiðir til aukinnar hæfni er varðar lesskilning og lestrarhraða. Foreldrum hættir í einhverjum tilvikum til að sleppa takinu af börnum sínum þegar þau innritast í framhaldsskóla og því miður sjáum við sem erum í forsvari fyrir framhaldsskóla allt of mörg dæmi þess efnis. Á framhaldsskólaárum ganga börn í gegnum miklar breytingar og þá er ekki síður mikilvægt að fylgjast vel með því hvernig þeim gengur í námi og hvað þau aðhafast í tómstundum. Aukið aðhald og áhugi á því sem þau eru að gera getur virkað sem hvatning sem m.a. skilar sér í bættum námsárangri. Það er auðvelt að gagnrýna skólakerfið fyrir það sem miður fer og því miður fá jákvæðar fréttir um skólakerfið oft og tíðum litla umfjöllun í fjölmiðlum. Sem dæmi má nefna nýbreytni í skólastarfi, framúrskarandi kennsluhættir og fréttir af góðum kennurum. Það er vandasamt hlutverk að undirbúa börn og unglinga fyrir líf og störf í lýðræðissamfélagi. Það hlutverk er samvinnuverkefni foreldra, skóla og annara þeirra er koma að uppeldi barna og ungmenna. Um leið og við leggjumst á eitt um að styðja betur við börnin okkar þá fullyrði ég að lestrarfærni og áhugi á lestri styrkist, virðing fyrir kennarastarfinu eykst og gerir það eftirsóknarverðara og brotthvarf nemenda úr skóla minnkar. Um leið og þessi þróun verður að veruleika þá mun jákvæðu fréttunum um skólamálin fjölga.Höfundur er foreldri og konrektor MH Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Velgengni í námi er hverju barni og ungmenni mikilvæg og foreldrar eiga að setja það í forgang að styðja börn sín í námi til að auka líkur þeirra á góðu veganesti inn í framtíðina. Við sem foreldrar förum ekki varhluta af neikvæðri umfjöllun í fjölmiðlum er varðar menntun barna okkar sbr. yfirvofandi kennaraskort, lakari árangur á alþjóðlegum samanburðarprófum, dvínandi áhuga á lestri og háu brotthvarfi ungmenna úr námi svo eitthvað sé nefnt. Við sem foreldrar getum haft jákvæð áhrif á þessa þróun t.d. með því að sinna betur námi og námsgengi barna okkar. Það getum við meðal annars gert með því að sýna skólagöngu barna okkar áhuga t.d. með því að ræða við þau um skóladaginn, námsefnið, gefa okkur meiri tíma til að lesa með þeim og fyrir þau. Í nútímasamfélagi þar sem hraðinn er mikill megum við ekki gleyma mikilvægi þess að gefa okkur tíma fyrir gæðastundir með börnunum okkar. Þetta krefst vissulega tíma og skipulags en óhætt er að ætla að hægt sé að líta á þann tíma sem fjárfestingu til framtíðar. Það er skylda okkar sem foreldra að vekja áhuga barna okkar á lestri og bókmenntum. Börn sem sýna lestri áhuga öðlast jafnan meiri færni í lestri sem leiðir til aukinnar hæfni er varðar lesskilning og lestrarhraða. Foreldrum hættir í einhverjum tilvikum til að sleppa takinu af börnum sínum þegar þau innritast í framhaldsskóla og því miður sjáum við sem erum í forsvari fyrir framhaldsskóla allt of mörg dæmi þess efnis. Á framhaldsskólaárum ganga börn í gegnum miklar breytingar og þá er ekki síður mikilvægt að fylgjast vel með því hvernig þeim gengur í námi og hvað þau aðhafast í tómstundum. Aukið aðhald og áhugi á því sem þau eru að gera getur virkað sem hvatning sem m.a. skilar sér í bættum námsárangri. Það er auðvelt að gagnrýna skólakerfið fyrir það sem miður fer og því miður fá jákvæðar fréttir um skólakerfið oft og tíðum litla umfjöllun í fjölmiðlum. Sem dæmi má nefna nýbreytni í skólastarfi, framúrskarandi kennsluhættir og fréttir af góðum kennurum. Það er vandasamt hlutverk að undirbúa börn og unglinga fyrir líf og störf í lýðræðissamfélagi. Það hlutverk er samvinnuverkefni foreldra, skóla og annara þeirra er koma að uppeldi barna og ungmenna. Um leið og við leggjumst á eitt um að styðja betur við börnin okkar þá fullyrði ég að lestrarfærni og áhugi á lestri styrkist, virðing fyrir kennarastarfinu eykst og gerir það eftirsóknarverðara og brotthvarf nemenda úr skóla minnkar. Um leið og þessi þróun verður að veruleika þá mun jákvæðu fréttunum um skólamálin fjölga.Höfundur er foreldri og konrektor MH
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun