Körfubolti

Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld.

Leikurinn í kvöld var mikið fyrir augað. Stjarnan gat jafnað metin í síðustu sókninni en Danero Tomas kom í veg fyrir það þegar hann stökk fyrir skot Colin Pryor. Skotið má sjá neðst í fréttinni.

Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum lentu þeim köppum all hressilega saman. Ryan Taylor tók þá hendina og fór með hana í hnakkann á Hlyn. Landsliðsmaðurinn steinlá og dómarar leiksins dæmdu sóknarvillu á Taylor.

Stjörnumenn voru æfir út í þennan dóm og vildu að Taylor hefði verið sendur beint úr húsinu fyrir þetta grófa brot. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var verulega ósáttur í viðtali eftir leikinn og sagði að þetta hefði verið viljandi högg sem stjórn FIBA hefði horft beint á.


Tengdar fréttir

Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“

Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×