Körfubolti

Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun?

Anton Ingi Leifsson skrifar

Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld.

Leikurinn í kvöld var mikið fyrir augað. Stjarnan gat jafnað metin í síðustu sókninni en Danero Tomas kom í veg fyrir það þegar hann stökk fyrir skot Colin Pryor. Skotið má sjá neðst í fréttinni.

Þegar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum lentu þeim köppum all hressilega saman. Ryan Taylor tók þá hendina og fór með hana í hnakkann á Hlyn. Landsliðsmaðurinn steinlá og dómarar leiksins dæmdu sóknarvillu á Taylor.

Stjörnumenn voru æfir út í þennan dóm og vildu að Taylor hefði verið sendur beint úr húsinu fyrir þetta grófa brot. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var verulega ósáttur í viðtali eftir leikinn og sagði að þetta hefði verið viljandi högg sem stjórn FIBA hefði horft beint á.


Tengdar fréttir

Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“

Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.