Umferðaröryggi á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð Adda María Jóhannsdóttir skrifar 23. mars 2018 07:00 Það er orðið brýnt að fara í úrbætur á Reykjanesbraut þar sem hún liggur í gegnum Hafnarfjörð. Reykjanesbrautin er þjóðbraut sem liggur til og frá alþjóðaflugvelli landsins og eina leiðin þaðan inn á höfuðborgarsvæðið. Umferðarþungi á Reykjanesbraut hefur aukist mikið á undanförnum árum. Mikil uppbygging hefur verið í nýjum hverfum innan Hafnarfjarðar sem liggja sunnan Reykjanesbrautar og frekari uppbygging fyrirhuguð á næstu árum. Fyrirtæki hafa verið að koma sér fyrir á því svæði sem eykur enn á umferð. Þá hefur stóraukinn ferðamannastraumur einnig haft gífurleg áhrif á umferðarþróun, að ógleymdum þeim fjölda fólks sem ferðast til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna vinnu.Íbúar í gíslingu Á álagstímum eru íbúar ákveðinna hverfa nánast í gíslingu. Reykjanesbrautin klýfur bæinn í tvennt og slysahættan þegar íbúar þurfa að þvera brautina til að sækja verslun og þjónustu er mikil. Þá eru einnig brögð að því að ökumenn reyni að losna við umferðarhnúta á brautinni og fari í gegnum íbúðarhverfi sem við hana liggja. Þar er hámarkshraði víða 30 km/klst. enda leik- og grunnskólar í grennd. Allt þetta skapar mikla hættu.42% slysa á götum Vegagerðarinnar Í úttekt sem gerð var af verkfræðistofunni Eflu og liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50% frá árinu 2010 og er áætlað að þar fari yfir 45.000 bílar að meðaltali á dag. Í sömu úttekt kemur fram að 42% allra umferðarslysa í sveitarfélaginu á árunum 2010-2016 urðu á götum sem eru í eigu Vegagerðarinnar. Brýnast er að ljúka tvöföldun á kaflanum frá Kaldárselsvegi að gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Ekki síður mikilvægt er gera endurbætur á tvennum gatnamótum á vegkaflanum frá Kaplakrika að Lækjargötu. Gert er ráð fyrir bráðabirgðaframkvæmdum við þau gatnamót en öllum er ljóst að þær duga ekki til og mikilvægt að huga strax að framtíðarlausn á þessum gatnamótum sem eru meðal slysamestu gatnamóta höfuðborgarsvæðisins. Ákall eftir samgönguáætlun Það þarf að marka heildarstefnu fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar þar sem tímasetningar verði ákveðnar og fjármagn tryggt. Það er því afar brýnt að ráðherra komi fram með samgönguáætlun sem fyrst og að hún liggi fyrir fyrir sveitarstjórnarkosningar. Það er ótækt að ríkisstjórnin sýni ekki á spilin varðandi samgöngur í landinu fyrir þann tíma.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og 2. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Það er orðið brýnt að fara í úrbætur á Reykjanesbraut þar sem hún liggur í gegnum Hafnarfjörð. Reykjanesbrautin er þjóðbraut sem liggur til og frá alþjóðaflugvelli landsins og eina leiðin þaðan inn á höfuðborgarsvæðið. Umferðarþungi á Reykjanesbraut hefur aukist mikið á undanförnum árum. Mikil uppbygging hefur verið í nýjum hverfum innan Hafnarfjarðar sem liggja sunnan Reykjanesbrautar og frekari uppbygging fyrirhuguð á næstu árum. Fyrirtæki hafa verið að koma sér fyrir á því svæði sem eykur enn á umferð. Þá hefur stóraukinn ferðamannastraumur einnig haft gífurleg áhrif á umferðarþróun, að ógleymdum þeim fjölda fólks sem ferðast til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna vinnu.Íbúar í gíslingu Á álagstímum eru íbúar ákveðinna hverfa nánast í gíslingu. Reykjanesbrautin klýfur bæinn í tvennt og slysahættan þegar íbúar þurfa að þvera brautina til að sækja verslun og þjónustu er mikil. Þá eru einnig brögð að því að ökumenn reyni að losna við umferðarhnúta á brautinni og fari í gegnum íbúðarhverfi sem við hana liggja. Þar er hámarkshraði víða 30 km/klst. enda leik- og grunnskólar í grennd. Allt þetta skapar mikla hættu.42% slysa á götum Vegagerðarinnar Í úttekt sem gerð var af verkfræðistofunni Eflu og liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50% frá árinu 2010 og er áætlað að þar fari yfir 45.000 bílar að meðaltali á dag. Í sömu úttekt kemur fram að 42% allra umferðarslysa í sveitarfélaginu á árunum 2010-2016 urðu á götum sem eru í eigu Vegagerðarinnar. Brýnast er að ljúka tvöföldun á kaflanum frá Kaldárselsvegi að gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Ekki síður mikilvægt er gera endurbætur á tvennum gatnamótum á vegkaflanum frá Kaplakrika að Lækjargötu. Gert er ráð fyrir bráðabirgðaframkvæmdum við þau gatnamót en öllum er ljóst að þær duga ekki til og mikilvægt að huga strax að framtíðarlausn á þessum gatnamótum sem eru meðal slysamestu gatnamóta höfuðborgarsvæðisins. Ákall eftir samgönguáætlun Það þarf að marka heildarstefnu fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar þar sem tímasetningar verði ákveðnar og fjármagn tryggt. Það er því afar brýnt að ráðherra komi fram með samgönguáætlun sem fyrst og að hún liggi fyrir fyrir sveitarstjórnarkosningar. Það er ótækt að ríkisstjórnin sýni ekki á spilin varðandi samgöngur í landinu fyrir þann tíma.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og 2. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun