Umferðaröryggi á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð Adda María Jóhannsdóttir skrifar 23. mars 2018 07:00 Það er orðið brýnt að fara í úrbætur á Reykjanesbraut þar sem hún liggur í gegnum Hafnarfjörð. Reykjanesbrautin er þjóðbraut sem liggur til og frá alþjóðaflugvelli landsins og eina leiðin þaðan inn á höfuðborgarsvæðið. Umferðarþungi á Reykjanesbraut hefur aukist mikið á undanförnum árum. Mikil uppbygging hefur verið í nýjum hverfum innan Hafnarfjarðar sem liggja sunnan Reykjanesbrautar og frekari uppbygging fyrirhuguð á næstu árum. Fyrirtæki hafa verið að koma sér fyrir á því svæði sem eykur enn á umferð. Þá hefur stóraukinn ferðamannastraumur einnig haft gífurleg áhrif á umferðarþróun, að ógleymdum þeim fjölda fólks sem ferðast til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna vinnu.Íbúar í gíslingu Á álagstímum eru íbúar ákveðinna hverfa nánast í gíslingu. Reykjanesbrautin klýfur bæinn í tvennt og slysahættan þegar íbúar þurfa að þvera brautina til að sækja verslun og þjónustu er mikil. Þá eru einnig brögð að því að ökumenn reyni að losna við umferðarhnúta á brautinni og fari í gegnum íbúðarhverfi sem við hana liggja. Þar er hámarkshraði víða 30 km/klst. enda leik- og grunnskólar í grennd. Allt þetta skapar mikla hættu.42% slysa á götum Vegagerðarinnar Í úttekt sem gerð var af verkfræðistofunni Eflu og liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50% frá árinu 2010 og er áætlað að þar fari yfir 45.000 bílar að meðaltali á dag. Í sömu úttekt kemur fram að 42% allra umferðarslysa í sveitarfélaginu á árunum 2010-2016 urðu á götum sem eru í eigu Vegagerðarinnar. Brýnast er að ljúka tvöföldun á kaflanum frá Kaldárselsvegi að gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Ekki síður mikilvægt er gera endurbætur á tvennum gatnamótum á vegkaflanum frá Kaplakrika að Lækjargötu. Gert er ráð fyrir bráðabirgðaframkvæmdum við þau gatnamót en öllum er ljóst að þær duga ekki til og mikilvægt að huga strax að framtíðarlausn á þessum gatnamótum sem eru meðal slysamestu gatnamóta höfuðborgarsvæðisins. Ákall eftir samgönguáætlun Það þarf að marka heildarstefnu fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar þar sem tímasetningar verði ákveðnar og fjármagn tryggt. Það er því afar brýnt að ráðherra komi fram með samgönguáætlun sem fyrst og að hún liggi fyrir fyrir sveitarstjórnarkosningar. Það er ótækt að ríkisstjórnin sýni ekki á spilin varðandi samgöngur í landinu fyrir þann tíma.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og 2. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið brýnt að fara í úrbætur á Reykjanesbraut þar sem hún liggur í gegnum Hafnarfjörð. Reykjanesbrautin er þjóðbraut sem liggur til og frá alþjóðaflugvelli landsins og eina leiðin þaðan inn á höfuðborgarsvæðið. Umferðarþungi á Reykjanesbraut hefur aukist mikið á undanförnum árum. Mikil uppbygging hefur verið í nýjum hverfum innan Hafnarfjarðar sem liggja sunnan Reykjanesbrautar og frekari uppbygging fyrirhuguð á næstu árum. Fyrirtæki hafa verið að koma sér fyrir á því svæði sem eykur enn á umferð. Þá hefur stóraukinn ferðamannastraumur einnig haft gífurleg áhrif á umferðarþróun, að ógleymdum þeim fjölda fólks sem ferðast til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna vinnu.Íbúar í gíslingu Á álagstímum eru íbúar ákveðinna hverfa nánast í gíslingu. Reykjanesbrautin klýfur bæinn í tvennt og slysahættan þegar íbúar þurfa að þvera brautina til að sækja verslun og þjónustu er mikil. Þá eru einnig brögð að því að ökumenn reyni að losna við umferðarhnúta á brautinni og fari í gegnum íbúðarhverfi sem við hana liggja. Þar er hámarkshraði víða 30 km/klst. enda leik- og grunnskólar í grennd. Allt þetta skapar mikla hættu.42% slysa á götum Vegagerðarinnar Í úttekt sem gerð var af verkfræðistofunni Eflu og liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50% frá árinu 2010 og er áætlað að þar fari yfir 45.000 bílar að meðaltali á dag. Í sömu úttekt kemur fram að 42% allra umferðarslysa í sveitarfélaginu á árunum 2010-2016 urðu á götum sem eru í eigu Vegagerðarinnar. Brýnast er að ljúka tvöföldun á kaflanum frá Kaldárselsvegi að gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Ekki síður mikilvægt er gera endurbætur á tvennum gatnamótum á vegkaflanum frá Kaplakrika að Lækjargötu. Gert er ráð fyrir bráðabirgðaframkvæmdum við þau gatnamót en öllum er ljóst að þær duga ekki til og mikilvægt að huga strax að framtíðarlausn á þessum gatnamótum sem eru meðal slysamestu gatnamóta höfuðborgarsvæðisins. Ákall eftir samgönguáætlun Það þarf að marka heildarstefnu fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar þar sem tímasetningar verði ákveðnar og fjármagn tryggt. Það er því afar brýnt að ráðherra komi fram með samgönguáætlun sem fyrst og að hún liggi fyrir fyrir sveitarstjórnarkosningar. Það er ótækt að ríkisstjórnin sýni ekki á spilin varðandi samgöngur í landinu fyrir þann tíma.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og 2. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun