Umferðaröryggi á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð Adda María Jóhannsdóttir skrifar 23. mars 2018 07:00 Það er orðið brýnt að fara í úrbætur á Reykjanesbraut þar sem hún liggur í gegnum Hafnarfjörð. Reykjanesbrautin er þjóðbraut sem liggur til og frá alþjóðaflugvelli landsins og eina leiðin þaðan inn á höfuðborgarsvæðið. Umferðarþungi á Reykjanesbraut hefur aukist mikið á undanförnum árum. Mikil uppbygging hefur verið í nýjum hverfum innan Hafnarfjarðar sem liggja sunnan Reykjanesbrautar og frekari uppbygging fyrirhuguð á næstu árum. Fyrirtæki hafa verið að koma sér fyrir á því svæði sem eykur enn á umferð. Þá hefur stóraukinn ferðamannastraumur einnig haft gífurleg áhrif á umferðarþróun, að ógleymdum þeim fjölda fólks sem ferðast til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna vinnu.Íbúar í gíslingu Á álagstímum eru íbúar ákveðinna hverfa nánast í gíslingu. Reykjanesbrautin klýfur bæinn í tvennt og slysahættan þegar íbúar þurfa að þvera brautina til að sækja verslun og þjónustu er mikil. Þá eru einnig brögð að því að ökumenn reyni að losna við umferðarhnúta á brautinni og fari í gegnum íbúðarhverfi sem við hana liggja. Þar er hámarkshraði víða 30 km/klst. enda leik- og grunnskólar í grennd. Allt þetta skapar mikla hættu.42% slysa á götum Vegagerðarinnar Í úttekt sem gerð var af verkfræðistofunni Eflu og liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50% frá árinu 2010 og er áætlað að þar fari yfir 45.000 bílar að meðaltali á dag. Í sömu úttekt kemur fram að 42% allra umferðarslysa í sveitarfélaginu á árunum 2010-2016 urðu á götum sem eru í eigu Vegagerðarinnar. Brýnast er að ljúka tvöföldun á kaflanum frá Kaldárselsvegi að gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Ekki síður mikilvægt er gera endurbætur á tvennum gatnamótum á vegkaflanum frá Kaplakrika að Lækjargötu. Gert er ráð fyrir bráðabirgðaframkvæmdum við þau gatnamót en öllum er ljóst að þær duga ekki til og mikilvægt að huga strax að framtíðarlausn á þessum gatnamótum sem eru meðal slysamestu gatnamóta höfuðborgarsvæðisins. Ákall eftir samgönguáætlun Það þarf að marka heildarstefnu fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar þar sem tímasetningar verði ákveðnar og fjármagn tryggt. Það er því afar brýnt að ráðherra komi fram með samgönguáætlun sem fyrst og að hún liggi fyrir fyrir sveitarstjórnarkosningar. Það er ótækt að ríkisstjórnin sýni ekki á spilin varðandi samgöngur í landinu fyrir þann tíma.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og 2. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið brýnt að fara í úrbætur á Reykjanesbraut þar sem hún liggur í gegnum Hafnarfjörð. Reykjanesbrautin er þjóðbraut sem liggur til og frá alþjóðaflugvelli landsins og eina leiðin þaðan inn á höfuðborgarsvæðið. Umferðarþungi á Reykjanesbraut hefur aukist mikið á undanförnum árum. Mikil uppbygging hefur verið í nýjum hverfum innan Hafnarfjarðar sem liggja sunnan Reykjanesbrautar og frekari uppbygging fyrirhuguð á næstu árum. Fyrirtæki hafa verið að koma sér fyrir á því svæði sem eykur enn á umferð. Þá hefur stóraukinn ferðamannastraumur einnig haft gífurleg áhrif á umferðarþróun, að ógleymdum þeim fjölda fólks sem ferðast til og frá höfuðborgarsvæðinu vegna vinnu.Íbúar í gíslingu Á álagstímum eru íbúar ákveðinna hverfa nánast í gíslingu. Reykjanesbrautin klýfur bæinn í tvennt og slysahættan þegar íbúar þurfa að þvera brautina til að sækja verslun og þjónustu er mikil. Þá eru einnig brögð að því að ökumenn reyni að losna við umferðarhnúta á brautinni og fari í gegnum íbúðarhverfi sem við hana liggja. Þar er hámarkshraði víða 30 km/klst. enda leik- og grunnskólar í grennd. Allt þetta skapar mikla hættu.42% slysa á götum Vegagerðarinnar Í úttekt sem gerð var af verkfræðistofunni Eflu og liggur til grundvallar drögum að umferðaröryggisáætlun fyrir Hafnarfjarðarbæ kemur fram að umferðarmagn á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð hefur aukist um rúmlega 50% frá árinu 2010 og er áætlað að þar fari yfir 45.000 bílar að meðaltali á dag. Í sömu úttekt kemur fram að 42% allra umferðarslysa í sveitarfélaginu á árunum 2010-2016 urðu á götum sem eru í eigu Vegagerðarinnar. Brýnast er að ljúka tvöföldun á kaflanum frá Kaldárselsvegi að gatnamótum við Krýsuvíkurveg. Ekki síður mikilvægt er gera endurbætur á tvennum gatnamótum á vegkaflanum frá Kaplakrika að Lækjargötu. Gert er ráð fyrir bráðabirgðaframkvæmdum við þau gatnamót en öllum er ljóst að þær duga ekki til og mikilvægt að huga strax að framtíðarlausn á þessum gatnamótum sem eru meðal slysamestu gatnamóta höfuðborgarsvæðisins. Ákall eftir samgönguáætlun Það þarf að marka heildarstefnu fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar þar sem tímasetningar verði ákveðnar og fjármagn tryggt. Það er því afar brýnt að ráðherra komi fram með samgönguáætlun sem fyrst og að hún liggi fyrir fyrir sveitarstjórnarkosningar. Það er ótækt að ríkisstjórnin sýni ekki á spilin varðandi samgöngur í landinu fyrir þann tíma.Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og 2. varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun