Handbolti

Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið.

Það var mikið um dýrðir og farið yfir mörg af bestu atriðum og augnablikum vetrarins. Einnig var farið yfir atvik sem okkur áhorfendunum þykja skemmtileg áhorfs en gætu verið erfiðari endurminningar fyrir leikmennina.

Eitt af því sem strákarnir buðu upp á var syrpa af svokölluðum „Barbasinski“ skotum. Þá, fyrir þá sem ekki vita, er skotið í gólfið og boltinn á svo að fara upp í þaknetið á markinu. Hins vegar mistekst skotið og boltinn fer yfir, og oft himinhátt yfir, markið.

Myndbrotið með bestu „Barbasinski“ skotum ársins má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar má meðal annars sjá skot úr upphitun og er ljóst að menn eru aldrei hultir fyrir niðurlægingu Barbasinski, eins og Jóhann Gunnar, einstakur Barbasinski áðdáandi, kom svo skemmtilega að orði í þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×