Körfubolti

Bræðurnir mætast og bikarmeistararnir fá ÍR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hvor bróðirinn fer í úrslit?
Hvor bróðirinn fer í úrslit? vísir/stefán

Það er nú ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Dominos-deildar karla en Haukar urðu síðasta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslitin með sigri á Keflavík í rosalegum leik á Ásvöllum.

Haukarnir mæta KR í undanúrslitunum en þessi lið hafa eldað grátt silfur saman undanfarin ár. Þau mættust meðal annars í úrslitaeinvíginu fyrir tveimur árum þar sem KR vann 3-1 og varð þá meistari í þriðja sinn.

Bræðurnir Finnur Atli Magnússon og Helgi Magnússon munu eining eigast við í því einvígi en Helgi kom heim frá Bandaríkjunum á dögunum. Hann mun spila með KR út þetta tímabil en hann er afar reynslumikill, líkt og bróðir sinn sem spilar með Haukum.

Í hinu einvíginu mætast svo ÍR og Tindastóll. Stólarnir sópuðu Grindavík í sumarfrí, 3-0, á meðan ÍR vann 3-1 sigur á Stjörnunni þar sem hitinn var mikill. Hitinn varð það mikill að Ryan Taylor, einn besti leikmaður ÍR, spilar ekki í fyrstu tveimur leikjunum vegna leikbanns.

Flautað verður til leiks í undanúrslitunum þann fjórða apríl en nánari drög að leikskipulagi og útsendingartímum Stöðvar 2 í kringum leikina liggur fyrir síðar í vikunni.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.