Helgi Magnússon snýr aftur í KR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 11:46 Helgi Már í leik með KR vísir Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag. Helgi Már er fyrrum landsliðsmaður og spilaði lengi vel með KR, Hann lagði skóna á hilluna árið 2016 þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Washington. Nú mun hann hins vegar dusta af þeim rykið og mæta til leiks með KR í undanúrslit Domino's deildar karla. KR hefur verið að glíma við mikil meiðsli að undanförnu, Brynjar Þór Björnsson fyrirliði fingurbrotnaði fyrr í mánuðinum og Jón Arnór Stefánsson meiddist á nára í leik KR og Njarðvíkur í gær. „Eins og veturinn er búinn að vera er búið að vera gríðarlega mikið um meiðsli hjá okkur og það gefur auga leið að fyrst við eigum Helga Magnússon að fljúga honum heim og hann tekur slaginn með okkur,“ sagði Böðvar. Jón Arnór er á leið í myndatöku í dag og því er lítið hægt að segja um ástand hans að svo stöddu. Þetta eru nárameiðsli, en þó ekki þau sem Jón hefur verið að glíma við í vetur heldur hinu megin. Böðvar sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af ástandi Helga þrátt fyrir að skórnir hafi verið á hillunni í tæp tvö ár. „Hann er einn af þeim sem hugsar gríðarlega vel um sjálfan sig, matarræðið og æfingar og annað. Er búinn að vera að spila aðeins körfubolta í Washington.“ „Hann mun væntanlega koma af bekknum og hjálpa okkur með það sem þarf. Þetta er leikmaður sem þekkir allt út og inn í KR, þekkir kerfi liðsins og frábær í klefanum. Það er mjög auðvelt að koma honum inn í hlutina.“ Helgi kom til landsins í vetur og kíkti á æfingu hjá KR ásamt því sem hann spilaði með KR-b gegn Breiðabliki í Maltbikarnum og skoraði 29 stig. Hann kemur til landsins á þriðjudag og verður í svarthvítu treyjunni í fyrsta leik undanúrslitanna en þau hefjast 4. apríl. Dominos-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Sjá meira
Helgi Már Magnússon er á leiðinni aftur til Íslands og mun spila með KR það sem eftir lifir úrslitakeppninni. Þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar KR og formaður meistaraflokksráðs karla, í samtali við Vísi í dag. Helgi Már er fyrrum landsliðsmaður og spilaði lengi vel með KR, Hann lagði skóna á hilluna árið 2016 þegar hann flutti með fjölskyldu sinni til Washington. Nú mun hann hins vegar dusta af þeim rykið og mæta til leiks með KR í undanúrslit Domino's deildar karla. KR hefur verið að glíma við mikil meiðsli að undanförnu, Brynjar Þór Björnsson fyrirliði fingurbrotnaði fyrr í mánuðinum og Jón Arnór Stefánsson meiddist á nára í leik KR og Njarðvíkur í gær. „Eins og veturinn er búinn að vera er búið að vera gríðarlega mikið um meiðsli hjá okkur og það gefur auga leið að fyrst við eigum Helga Magnússon að fljúga honum heim og hann tekur slaginn með okkur,“ sagði Böðvar. Jón Arnór er á leið í myndatöku í dag og því er lítið hægt að segja um ástand hans að svo stöddu. Þetta eru nárameiðsli, en þó ekki þau sem Jón hefur verið að glíma við í vetur heldur hinu megin. Böðvar sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af ástandi Helga þrátt fyrir að skórnir hafi verið á hillunni í tæp tvö ár. „Hann er einn af þeim sem hugsar gríðarlega vel um sjálfan sig, matarræðið og æfingar og annað. Er búinn að vera að spila aðeins körfubolta í Washington.“ „Hann mun væntanlega koma af bekknum og hjálpa okkur með það sem þarf. Þetta er leikmaður sem þekkir allt út og inn í KR, þekkir kerfi liðsins og frábær í klefanum. Það er mjög auðvelt að koma honum inn í hlutina.“ Helgi kom til landsins í vetur og kíkti á æfingu hjá KR ásamt því sem hann spilaði með KR-b gegn Breiðabliki í Maltbikarnum og skoraði 29 stig. Hann kemur til landsins á þriðjudag og verður í svarthvítu treyjunni í fyrsta leik undanúrslitanna en þau hefjast 4. apríl.
Dominos-deild karla Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Sjá meira