Gæslumenn náttúrunnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. mars 2018 07:00 Íslendingar eiga mætavel að vita að náttúrufegurð þessa lands verður ekki metin til fjár. Það er þeirra að hlúa að náttúrunni og vernda hana fyrir ágangi. Það getur reyndar verið verulegum erfiðleikum háð í landi þar sem ferðamannastraumur er svo mikill að náttúruperlur bíða skaða af. Þá er um að gera að sofna ekki á verðinum. Hið sama á við þegar kemur að virkjanaframkvæmdum, sem verða að vera innan skynsamlegra marka. Náttúruperlum á ekki að fórna vegna tilhugsunar misvitra áhrifamanna um skyndilegan gróða. Mörgum sem valdið hafa finnst náttúra landsins lítils virði sé ekki hægt að nýta hana. Þeir einstaklingar sem unna náttúrunni og telja mikilvægt að vernda hana eru oft stimplaðir sem rómantískir sveimhugar. Sagt er að þeir viti ekkert um praktík og hrífist um of af landslagi. Þeir eru ekki taldir sérlega marktækir í umræðunni. Við þurfum ekki annað en að horfa aftur til síðasta sumars þegar umræða varð um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum vegna frumkvæðis Tómasar Guðbjartssonar læknis. Hann hafði kynnt sér svæðið og varaði mjög við því að ósnortin víðerni sem væru einstök á heimsvísu yrðu virkjuð. Vitanlega fékk Tómas bágt fyrir. Hann var sagður maður að sunnan sem skildi ekki mikilvægi uppbyggingar á landsbyggðinni. Staðreyndin er sú að hann var að benda á hversu gríðarleg mistök það væru að virkja á stað sem flokka má sem náttúruperlu. Af því hlytist óbætanlegur skaði. Nýleg frétt um fyrirhugaða virkjun hefur vakið athygli en sú er ekki á Ströndum, heldur á allt öðrum stað, í Þjórsá. Þar er að finna hverja virkjunina á fætur annarri. Reyndar svo margar að einhverjir hljóta að freistast til að fórna höndum og segja: „Ekki meir, ekki meir!“ En þar er víst meira pláss. Þjórsá hlýtur að teljast sannur happafengur fyrir virkjanasinna því hún tekur lengi við. Nýlega birti Skipulagsstofnun álit sitt um umhverfisáhrif vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Þar kemur fram að stofnunin telur að áhrif virkjunar á landslagið muni verða verulega neikvæð og áhrif á ferðaþjónustu og útivist talsvert neikvæð. Setningin „verulega neikvæð áhrif á landslag“ hljómar eins og viðvörunarbjöllur. En ekki í hugum forstjóra Landsvirkjunar og oddvita hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hafa sagt að þeir hafi engan áhuga á að endurskoða virkjanaáformin. Þeir þurfa þess heldur ekki því álit Skipulagsstofnunar er bara álit. Stofnunin hefur víst ekki vald til að kveða upp lokaúrskurð. Það vald hafði hún hér áður fyrr en stjórnmálamenn breyttu því. Þeir vita ekki alltaf hvað þeir gjöra. Það er full ástæða til að taka undir þau orð Snorra Baldurssonar, stjórnarmanns hjá Landvernd, að álit Skipulagsstofnunar eigi ekki að vera álit sem hægt sé að hunsa heldur hreinlega úrskurður sem framkvæmdaaðilar og sveitarfélög verða að fara eftir. Gæslumenn náttúrunnar, þeir einstaklingar sem vilja mikið á sig leggja til að vernda hina ósnortnu náttúru landsins, eru mikilvægir. Lokaorðið á að vera þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eiga mætavel að vita að náttúrufegurð þessa lands verður ekki metin til fjár. Það er þeirra að hlúa að náttúrunni og vernda hana fyrir ágangi. Það getur reyndar verið verulegum erfiðleikum háð í landi þar sem ferðamannastraumur er svo mikill að náttúruperlur bíða skaða af. Þá er um að gera að sofna ekki á verðinum. Hið sama á við þegar kemur að virkjanaframkvæmdum, sem verða að vera innan skynsamlegra marka. Náttúruperlum á ekki að fórna vegna tilhugsunar misvitra áhrifamanna um skyndilegan gróða. Mörgum sem valdið hafa finnst náttúra landsins lítils virði sé ekki hægt að nýta hana. Þeir einstaklingar sem unna náttúrunni og telja mikilvægt að vernda hana eru oft stimplaðir sem rómantískir sveimhugar. Sagt er að þeir viti ekkert um praktík og hrífist um of af landslagi. Þeir eru ekki taldir sérlega marktækir í umræðunni. Við þurfum ekki annað en að horfa aftur til síðasta sumars þegar umræða varð um virkjun Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum vegna frumkvæðis Tómasar Guðbjartssonar læknis. Hann hafði kynnt sér svæðið og varaði mjög við því að ósnortin víðerni sem væru einstök á heimsvísu yrðu virkjuð. Vitanlega fékk Tómas bágt fyrir. Hann var sagður maður að sunnan sem skildi ekki mikilvægi uppbyggingar á landsbyggðinni. Staðreyndin er sú að hann var að benda á hversu gríðarleg mistök það væru að virkja á stað sem flokka má sem náttúruperlu. Af því hlytist óbætanlegur skaði. Nýleg frétt um fyrirhugaða virkjun hefur vakið athygli en sú er ekki á Ströndum, heldur á allt öðrum stað, í Þjórsá. Þar er að finna hverja virkjunina á fætur annarri. Reyndar svo margar að einhverjir hljóta að freistast til að fórna höndum og segja: „Ekki meir, ekki meir!“ En þar er víst meira pláss. Þjórsá hlýtur að teljast sannur happafengur fyrir virkjanasinna því hún tekur lengi við. Nýlega birti Skipulagsstofnun álit sitt um umhverfisáhrif vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá. Þar kemur fram að stofnunin telur að áhrif virkjunar á landslagið muni verða verulega neikvæð og áhrif á ferðaþjónustu og útivist talsvert neikvæð. Setningin „verulega neikvæð áhrif á landslag“ hljómar eins og viðvörunarbjöllur. En ekki í hugum forstjóra Landsvirkjunar og oddvita hreppsnefndar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem hafa sagt að þeir hafi engan áhuga á að endurskoða virkjanaáformin. Þeir þurfa þess heldur ekki því álit Skipulagsstofnunar er bara álit. Stofnunin hefur víst ekki vald til að kveða upp lokaúrskurð. Það vald hafði hún hér áður fyrr en stjórnmálamenn breyttu því. Þeir vita ekki alltaf hvað þeir gjöra. Það er full ástæða til að taka undir þau orð Snorra Baldurssonar, stjórnarmanns hjá Landvernd, að álit Skipulagsstofnunar eigi ekki að vera álit sem hægt sé að hunsa heldur hreinlega úrskurður sem framkvæmdaaðilar og sveitarfélög verða að fara eftir. Gæslumenn náttúrunnar, þeir einstaklingar sem vilja mikið á sig leggja til að vernda hina ósnortnu náttúru landsins, eru mikilvægir. Lokaorðið á að vera þeirra.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun