Hvernig væri að ráða hæfasta fólkið? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 19. mars 2018 14:25 Við búum ekki vel að yngstu börnunum okkar. Þau sem eiga tvo foreldra fá að hafa annað þeirra hjá sér fyrstu níu mánuði ævinnar en börn einststæðra foreldra verða að komast af með sex. Eftir það er tilvera ungbarna eins og hvert annað lotterí. Er barnið svo lánsamt að foreldrar þess geta og vilja forgangsraða tíma sínum með því? Er einhver ókunnug manneskja til í að taka það að sér ásamt fjórum jafnöldrum þess? Eða er séns að koma því í yfirfulla og undirmannaða leikskóla? Það verður aldrei nógsamlega ítrekað að byggingarefni sjálfsins er umönnun fyrstu áranna. Hún leggur grunn að hugmyndum barna um sjálf sig og heiminn sem þau fæddust í, getu þeirra til að takast á við erfiðar tilfinningar og eiga í samskiptum við aðra. Allir þessir þættir hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu fram á fullorðinsár.Pólitísk rétthugsun Of lengi hafa það verið viðtekin sannindi að börnum frá eins árs aldri sé best komið í leikskóla. Af almennri umræðu mætti ætla að foreldrar iði í skinninu eftir að geta “haldið áfram með líf sitt” í vinnunni. Við skilgreinum leikskóla sem fyrsta skólastigið og gerum mikið úr menntunarhlutverki hans. Hvaðan kemur sú hugmynd að eins árs gömul börn þarfnist menntunar? Fyrstu árin er vitsmunaheilinn í mótun og mikilvæg skilyrði fyrir þroska hans eru að barni sé hlíft við óhóflegri streitu. Hvað veldur börnum mestri streitu á þessum aldri? Aðskilnaður frá foreldrunum eða þeim sem þekkja barnið best. Áhersla á félagslega færni og aðlögun að hópi lítilla barna og nýju og nýju starfsfólki er fullkomlega ótímabær og til þess fallin að auka streitu hjá ungum börnum. Eins og allir vita glíma leikskólar við krónískan skort á hæfu starfsfólki. Samt vilja margir leysa vanda yngstu barnanna með því að byggja fleiri slíka. Hvort sem tekið er mið af hagsmunum barna eða kostnaði samfélagsins þegar til lengri tíma er litið eru þær hugmyndir afleitar. Fyrstu tvö árin þarfnast börn einstaklingsmiðaðrar umönnunar sem getur aldrei orðið ódýr. Það er á hinn bóginn mjög kostnaðarsamt fyrir samfélagið að tíma ekki að hugsa almennilega um börn.Róttækra breytinga er þörf Brýnasta hagsmunamál ungbarna er lengra fæðingarorlof. Nú stendur til að lengja það í tólf mánuði fyrir börn sem eiga tvo foreldra en sjö fyrir börn einstæðra foreldra. Við þurfum að gera mun betur. Þangað til fæðingarorlofið verður tvö ár fyrir öll börn er mikilvægt að leita leiða til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur og gera foreldrum kleift að vera lengur heima með barni sínu eða stytta tímann sem þau eru aðskilin. Mikilvægur liður í þeirri viðleitni er stytting vinnuvikunnar ásamt sveigjanlegum vinnutíma foreldra og vistunartíma leikskóla þannig að báðir foreldrar geti sinnt barni og starfi. Að auki legg ég til að foreldrum verði gefinn kostur á að nýta það fjármagn sem sveitarfélögin verja til að niðurgreiða pláss á leikskólum. Heilsdagsvist á leikskóla fyrir eins árs gamalt barn kostar Reykjavíkurborg u.þ.b. 280 þúsund kr. á mánuði og tveggja ára gamalt 240 þúsund kr. Með því að greiða foreldrum þá upphæð væri í flestum tilvikum hæfasta fólkið valið til að sinna ábyrgðarmesta hlutverkinu. Á sama tíma væri álagi létt af aðþrengdum leikskólum. Kysu foreldrar að fela öðrum umsjá barnsins síns gætu þeir greitt dagforeldri sömu upphæð með því skilyrði að ekki væru fleiri en þrjú börn yngri en tveggja ára á ábyrgð hvers dagforeldris. Skilyrði fyrir kerfi af þessu tagi er að greiðslur væru raunhæfur valkostur fyrir alla foreldra en ekki ölmusa fyrir konur. Mögulega gætu ríki og sveitarfélög tekið höndum saman þangað til lengra fæðingarorlof verður að veruleika. Margir foreldrar munu áfram kjósa leikskóla umfram aðra valkosti og fyrir börn sem eru orðin tveggja til þriggja ára gegna þeir mikilvægu hlutverki. En eigi leikskólar að taka við börnum yngri en tveggja ára verða þeir að vera vel mannaðir hæfu starfsfólki sem hefur skilning á viðkvæmni þeirra og getu til að sinna svo ungum börnum. Mikilvægasta hlutverk starfsfólks er að veita börnunum öryggi en forsenda þess er samfella í tengslum starfsmanns og barns. Starfsmenn þurfa jafnframt að vera færir um að lesa í þarfir sérhvers barns, hlusta á það, leyfa því að verða háð sér, bregðast fljótt við vanlíðan barnsins og sýna því umhyggju. Þannig er börnum veitt vernd gegn streitu sem er forsenda þess að þau geti gleymt sér í leik og lært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum ekki vel að yngstu börnunum okkar. Þau sem eiga tvo foreldra fá að hafa annað þeirra hjá sér fyrstu níu mánuði ævinnar en börn einststæðra foreldra verða að komast af með sex. Eftir það er tilvera ungbarna eins og hvert annað lotterí. Er barnið svo lánsamt að foreldrar þess geta og vilja forgangsraða tíma sínum með því? Er einhver ókunnug manneskja til í að taka það að sér ásamt fjórum jafnöldrum þess? Eða er séns að koma því í yfirfulla og undirmannaða leikskóla? Það verður aldrei nógsamlega ítrekað að byggingarefni sjálfsins er umönnun fyrstu áranna. Hún leggur grunn að hugmyndum barna um sjálf sig og heiminn sem þau fæddust í, getu þeirra til að takast á við erfiðar tilfinningar og eiga í samskiptum við aðra. Allir þessir þættir hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu fram á fullorðinsár.Pólitísk rétthugsun Of lengi hafa það verið viðtekin sannindi að börnum frá eins árs aldri sé best komið í leikskóla. Af almennri umræðu mætti ætla að foreldrar iði í skinninu eftir að geta “haldið áfram með líf sitt” í vinnunni. Við skilgreinum leikskóla sem fyrsta skólastigið og gerum mikið úr menntunarhlutverki hans. Hvaðan kemur sú hugmynd að eins árs gömul börn þarfnist menntunar? Fyrstu árin er vitsmunaheilinn í mótun og mikilvæg skilyrði fyrir þroska hans eru að barni sé hlíft við óhóflegri streitu. Hvað veldur börnum mestri streitu á þessum aldri? Aðskilnaður frá foreldrunum eða þeim sem þekkja barnið best. Áhersla á félagslega færni og aðlögun að hópi lítilla barna og nýju og nýju starfsfólki er fullkomlega ótímabær og til þess fallin að auka streitu hjá ungum börnum. Eins og allir vita glíma leikskólar við krónískan skort á hæfu starfsfólki. Samt vilja margir leysa vanda yngstu barnanna með því að byggja fleiri slíka. Hvort sem tekið er mið af hagsmunum barna eða kostnaði samfélagsins þegar til lengri tíma er litið eru þær hugmyndir afleitar. Fyrstu tvö árin þarfnast börn einstaklingsmiðaðrar umönnunar sem getur aldrei orðið ódýr. Það er á hinn bóginn mjög kostnaðarsamt fyrir samfélagið að tíma ekki að hugsa almennilega um börn.Róttækra breytinga er þörf Brýnasta hagsmunamál ungbarna er lengra fæðingarorlof. Nú stendur til að lengja það í tólf mánuði fyrir börn sem eiga tvo foreldra en sjö fyrir börn einstæðra foreldra. Við þurfum að gera mun betur. Þangað til fæðingarorlofið verður tvö ár fyrir öll börn er mikilvægt að leita leiða til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur og gera foreldrum kleift að vera lengur heima með barni sínu eða stytta tímann sem þau eru aðskilin. Mikilvægur liður í þeirri viðleitni er stytting vinnuvikunnar ásamt sveigjanlegum vinnutíma foreldra og vistunartíma leikskóla þannig að báðir foreldrar geti sinnt barni og starfi. Að auki legg ég til að foreldrum verði gefinn kostur á að nýta það fjármagn sem sveitarfélögin verja til að niðurgreiða pláss á leikskólum. Heilsdagsvist á leikskóla fyrir eins árs gamalt barn kostar Reykjavíkurborg u.þ.b. 280 þúsund kr. á mánuði og tveggja ára gamalt 240 þúsund kr. Með því að greiða foreldrum þá upphæð væri í flestum tilvikum hæfasta fólkið valið til að sinna ábyrgðarmesta hlutverkinu. Á sama tíma væri álagi létt af aðþrengdum leikskólum. Kysu foreldrar að fela öðrum umsjá barnsins síns gætu þeir greitt dagforeldri sömu upphæð með því skilyrði að ekki væru fleiri en þrjú börn yngri en tveggja ára á ábyrgð hvers dagforeldris. Skilyrði fyrir kerfi af þessu tagi er að greiðslur væru raunhæfur valkostur fyrir alla foreldra en ekki ölmusa fyrir konur. Mögulega gætu ríki og sveitarfélög tekið höndum saman þangað til lengra fæðingarorlof verður að veruleika. Margir foreldrar munu áfram kjósa leikskóla umfram aðra valkosti og fyrir börn sem eru orðin tveggja til þriggja ára gegna þeir mikilvægu hlutverki. En eigi leikskólar að taka við börnum yngri en tveggja ára verða þeir að vera vel mannaðir hæfu starfsfólki sem hefur skilning á viðkvæmni þeirra og getu til að sinna svo ungum börnum. Mikilvægasta hlutverk starfsfólks er að veita börnunum öryggi en forsenda þess er samfella í tengslum starfsmanns og barns. Starfsmenn þurfa jafnframt að vera færir um að lesa í þarfir sérhvers barns, hlusta á það, leyfa því að verða háð sér, bregðast fljótt við vanlíðan barnsins og sýna því umhyggju. Þannig er börnum veitt vernd gegn streitu sem er forsenda þess að þau geti gleymt sér í leik og lært.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun