Hvernig væri að ráða hæfasta fólkið? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 19. mars 2018 14:25 Við búum ekki vel að yngstu börnunum okkar. Þau sem eiga tvo foreldra fá að hafa annað þeirra hjá sér fyrstu níu mánuði ævinnar en börn einststæðra foreldra verða að komast af með sex. Eftir það er tilvera ungbarna eins og hvert annað lotterí. Er barnið svo lánsamt að foreldrar þess geta og vilja forgangsraða tíma sínum með því? Er einhver ókunnug manneskja til í að taka það að sér ásamt fjórum jafnöldrum þess? Eða er séns að koma því í yfirfulla og undirmannaða leikskóla? Það verður aldrei nógsamlega ítrekað að byggingarefni sjálfsins er umönnun fyrstu áranna. Hún leggur grunn að hugmyndum barna um sjálf sig og heiminn sem þau fæddust í, getu þeirra til að takast á við erfiðar tilfinningar og eiga í samskiptum við aðra. Allir þessir þættir hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu fram á fullorðinsár.Pólitísk rétthugsun Of lengi hafa það verið viðtekin sannindi að börnum frá eins árs aldri sé best komið í leikskóla. Af almennri umræðu mætti ætla að foreldrar iði í skinninu eftir að geta “haldið áfram með líf sitt” í vinnunni. Við skilgreinum leikskóla sem fyrsta skólastigið og gerum mikið úr menntunarhlutverki hans. Hvaðan kemur sú hugmynd að eins árs gömul börn þarfnist menntunar? Fyrstu árin er vitsmunaheilinn í mótun og mikilvæg skilyrði fyrir þroska hans eru að barni sé hlíft við óhóflegri streitu. Hvað veldur börnum mestri streitu á þessum aldri? Aðskilnaður frá foreldrunum eða þeim sem þekkja barnið best. Áhersla á félagslega færni og aðlögun að hópi lítilla barna og nýju og nýju starfsfólki er fullkomlega ótímabær og til þess fallin að auka streitu hjá ungum börnum. Eins og allir vita glíma leikskólar við krónískan skort á hæfu starfsfólki. Samt vilja margir leysa vanda yngstu barnanna með því að byggja fleiri slíka. Hvort sem tekið er mið af hagsmunum barna eða kostnaði samfélagsins þegar til lengri tíma er litið eru þær hugmyndir afleitar. Fyrstu tvö árin þarfnast börn einstaklingsmiðaðrar umönnunar sem getur aldrei orðið ódýr. Það er á hinn bóginn mjög kostnaðarsamt fyrir samfélagið að tíma ekki að hugsa almennilega um börn.Róttækra breytinga er þörf Brýnasta hagsmunamál ungbarna er lengra fæðingarorlof. Nú stendur til að lengja það í tólf mánuði fyrir börn sem eiga tvo foreldra en sjö fyrir börn einstæðra foreldra. Við þurfum að gera mun betur. Þangað til fæðingarorlofið verður tvö ár fyrir öll börn er mikilvægt að leita leiða til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur og gera foreldrum kleift að vera lengur heima með barni sínu eða stytta tímann sem þau eru aðskilin. Mikilvægur liður í þeirri viðleitni er stytting vinnuvikunnar ásamt sveigjanlegum vinnutíma foreldra og vistunartíma leikskóla þannig að báðir foreldrar geti sinnt barni og starfi. Að auki legg ég til að foreldrum verði gefinn kostur á að nýta það fjármagn sem sveitarfélögin verja til að niðurgreiða pláss á leikskólum. Heilsdagsvist á leikskóla fyrir eins árs gamalt barn kostar Reykjavíkurborg u.þ.b. 280 þúsund kr. á mánuði og tveggja ára gamalt 240 þúsund kr. Með því að greiða foreldrum þá upphæð væri í flestum tilvikum hæfasta fólkið valið til að sinna ábyrgðarmesta hlutverkinu. Á sama tíma væri álagi létt af aðþrengdum leikskólum. Kysu foreldrar að fela öðrum umsjá barnsins síns gætu þeir greitt dagforeldri sömu upphæð með því skilyrði að ekki væru fleiri en þrjú börn yngri en tveggja ára á ábyrgð hvers dagforeldris. Skilyrði fyrir kerfi af þessu tagi er að greiðslur væru raunhæfur valkostur fyrir alla foreldra en ekki ölmusa fyrir konur. Mögulega gætu ríki og sveitarfélög tekið höndum saman þangað til lengra fæðingarorlof verður að veruleika. Margir foreldrar munu áfram kjósa leikskóla umfram aðra valkosti og fyrir börn sem eru orðin tveggja til þriggja ára gegna þeir mikilvægu hlutverki. En eigi leikskólar að taka við börnum yngri en tveggja ára verða þeir að vera vel mannaðir hæfu starfsfólki sem hefur skilning á viðkvæmni þeirra og getu til að sinna svo ungum börnum. Mikilvægasta hlutverk starfsfólks er að veita börnunum öryggi en forsenda þess er samfella í tengslum starfsmanns og barns. Starfsmenn þurfa jafnframt að vera færir um að lesa í þarfir sérhvers barns, hlusta á það, leyfa því að verða háð sér, bregðast fljótt við vanlíðan barnsins og sýna því umhyggju. Þannig er börnum veitt vernd gegn streitu sem er forsenda þess að þau geti gleymt sér í leik og lært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum ekki vel að yngstu börnunum okkar. Þau sem eiga tvo foreldra fá að hafa annað þeirra hjá sér fyrstu níu mánuði ævinnar en börn einststæðra foreldra verða að komast af með sex. Eftir það er tilvera ungbarna eins og hvert annað lotterí. Er barnið svo lánsamt að foreldrar þess geta og vilja forgangsraða tíma sínum með því? Er einhver ókunnug manneskja til í að taka það að sér ásamt fjórum jafnöldrum þess? Eða er séns að koma því í yfirfulla og undirmannaða leikskóla? Það verður aldrei nógsamlega ítrekað að byggingarefni sjálfsins er umönnun fyrstu áranna. Hún leggur grunn að hugmyndum barna um sjálf sig og heiminn sem þau fæddust í, getu þeirra til að takast á við erfiðar tilfinningar og eiga í samskiptum við aðra. Allir þessir þættir hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu fram á fullorðinsár.Pólitísk rétthugsun Of lengi hafa það verið viðtekin sannindi að börnum frá eins árs aldri sé best komið í leikskóla. Af almennri umræðu mætti ætla að foreldrar iði í skinninu eftir að geta “haldið áfram með líf sitt” í vinnunni. Við skilgreinum leikskóla sem fyrsta skólastigið og gerum mikið úr menntunarhlutverki hans. Hvaðan kemur sú hugmynd að eins árs gömul börn þarfnist menntunar? Fyrstu árin er vitsmunaheilinn í mótun og mikilvæg skilyrði fyrir þroska hans eru að barni sé hlíft við óhóflegri streitu. Hvað veldur börnum mestri streitu á þessum aldri? Aðskilnaður frá foreldrunum eða þeim sem þekkja barnið best. Áhersla á félagslega færni og aðlögun að hópi lítilla barna og nýju og nýju starfsfólki er fullkomlega ótímabær og til þess fallin að auka streitu hjá ungum börnum. Eins og allir vita glíma leikskólar við krónískan skort á hæfu starfsfólki. Samt vilja margir leysa vanda yngstu barnanna með því að byggja fleiri slíka. Hvort sem tekið er mið af hagsmunum barna eða kostnaði samfélagsins þegar til lengri tíma er litið eru þær hugmyndir afleitar. Fyrstu tvö árin þarfnast börn einstaklingsmiðaðrar umönnunar sem getur aldrei orðið ódýr. Það er á hinn bóginn mjög kostnaðarsamt fyrir samfélagið að tíma ekki að hugsa almennilega um börn.Róttækra breytinga er þörf Brýnasta hagsmunamál ungbarna er lengra fæðingarorlof. Nú stendur til að lengja það í tólf mánuði fyrir börn sem eiga tvo foreldra en sjö fyrir börn einstæðra foreldra. Við þurfum að gera mun betur. Þangað til fæðingarorlofið verður tvö ár fyrir öll börn er mikilvægt að leita leiða til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur og gera foreldrum kleift að vera lengur heima með barni sínu eða stytta tímann sem þau eru aðskilin. Mikilvægur liður í þeirri viðleitni er stytting vinnuvikunnar ásamt sveigjanlegum vinnutíma foreldra og vistunartíma leikskóla þannig að báðir foreldrar geti sinnt barni og starfi. Að auki legg ég til að foreldrum verði gefinn kostur á að nýta það fjármagn sem sveitarfélögin verja til að niðurgreiða pláss á leikskólum. Heilsdagsvist á leikskóla fyrir eins árs gamalt barn kostar Reykjavíkurborg u.þ.b. 280 þúsund kr. á mánuði og tveggja ára gamalt 240 þúsund kr. Með því að greiða foreldrum þá upphæð væri í flestum tilvikum hæfasta fólkið valið til að sinna ábyrgðarmesta hlutverkinu. Á sama tíma væri álagi létt af aðþrengdum leikskólum. Kysu foreldrar að fela öðrum umsjá barnsins síns gætu þeir greitt dagforeldri sömu upphæð með því skilyrði að ekki væru fleiri en þrjú börn yngri en tveggja ára á ábyrgð hvers dagforeldris. Skilyrði fyrir kerfi af þessu tagi er að greiðslur væru raunhæfur valkostur fyrir alla foreldra en ekki ölmusa fyrir konur. Mögulega gætu ríki og sveitarfélög tekið höndum saman þangað til lengra fæðingarorlof verður að veruleika. Margir foreldrar munu áfram kjósa leikskóla umfram aðra valkosti og fyrir börn sem eru orðin tveggja til þriggja ára gegna þeir mikilvægu hlutverki. En eigi leikskólar að taka við börnum yngri en tveggja ára verða þeir að vera vel mannaðir hæfu starfsfólki sem hefur skilning á viðkvæmni þeirra og getu til að sinna svo ungum börnum. Mikilvægasta hlutverk starfsfólks er að veita börnunum öryggi en forsenda þess er samfella í tengslum starfsmanns og barns. Starfsmenn þurfa jafnframt að vera færir um að lesa í þarfir sérhvers barns, hlusta á það, leyfa því að verða háð sér, bregðast fljótt við vanlíðan barnsins og sýna því umhyggju. Þannig er börnum veitt vernd gegn streitu sem er forsenda þess að þau geti gleymt sér í leik og lært.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar