Hvernig væri að ráða hæfasta fólkið? Sæunn Kjartansdóttir skrifar 19. mars 2018 14:25 Við búum ekki vel að yngstu börnunum okkar. Þau sem eiga tvo foreldra fá að hafa annað þeirra hjá sér fyrstu níu mánuði ævinnar en börn einststæðra foreldra verða að komast af með sex. Eftir það er tilvera ungbarna eins og hvert annað lotterí. Er barnið svo lánsamt að foreldrar þess geta og vilja forgangsraða tíma sínum með því? Er einhver ókunnug manneskja til í að taka það að sér ásamt fjórum jafnöldrum þess? Eða er séns að koma því í yfirfulla og undirmannaða leikskóla? Það verður aldrei nógsamlega ítrekað að byggingarefni sjálfsins er umönnun fyrstu áranna. Hún leggur grunn að hugmyndum barna um sjálf sig og heiminn sem þau fæddust í, getu þeirra til að takast á við erfiðar tilfinningar og eiga í samskiptum við aðra. Allir þessir þættir hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu fram á fullorðinsár.Pólitísk rétthugsun Of lengi hafa það verið viðtekin sannindi að börnum frá eins árs aldri sé best komið í leikskóla. Af almennri umræðu mætti ætla að foreldrar iði í skinninu eftir að geta “haldið áfram með líf sitt” í vinnunni. Við skilgreinum leikskóla sem fyrsta skólastigið og gerum mikið úr menntunarhlutverki hans. Hvaðan kemur sú hugmynd að eins árs gömul börn þarfnist menntunar? Fyrstu árin er vitsmunaheilinn í mótun og mikilvæg skilyrði fyrir þroska hans eru að barni sé hlíft við óhóflegri streitu. Hvað veldur börnum mestri streitu á þessum aldri? Aðskilnaður frá foreldrunum eða þeim sem þekkja barnið best. Áhersla á félagslega færni og aðlögun að hópi lítilla barna og nýju og nýju starfsfólki er fullkomlega ótímabær og til þess fallin að auka streitu hjá ungum börnum. Eins og allir vita glíma leikskólar við krónískan skort á hæfu starfsfólki. Samt vilja margir leysa vanda yngstu barnanna með því að byggja fleiri slíka. Hvort sem tekið er mið af hagsmunum barna eða kostnaði samfélagsins þegar til lengri tíma er litið eru þær hugmyndir afleitar. Fyrstu tvö árin þarfnast börn einstaklingsmiðaðrar umönnunar sem getur aldrei orðið ódýr. Það er á hinn bóginn mjög kostnaðarsamt fyrir samfélagið að tíma ekki að hugsa almennilega um börn.Róttækra breytinga er þörf Brýnasta hagsmunamál ungbarna er lengra fæðingarorlof. Nú stendur til að lengja það í tólf mánuði fyrir börn sem eiga tvo foreldra en sjö fyrir börn einstæðra foreldra. Við þurfum að gera mun betur. Þangað til fæðingarorlofið verður tvö ár fyrir öll börn er mikilvægt að leita leiða til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur og gera foreldrum kleift að vera lengur heima með barni sínu eða stytta tímann sem þau eru aðskilin. Mikilvægur liður í þeirri viðleitni er stytting vinnuvikunnar ásamt sveigjanlegum vinnutíma foreldra og vistunartíma leikskóla þannig að báðir foreldrar geti sinnt barni og starfi. Að auki legg ég til að foreldrum verði gefinn kostur á að nýta það fjármagn sem sveitarfélögin verja til að niðurgreiða pláss á leikskólum. Heilsdagsvist á leikskóla fyrir eins árs gamalt barn kostar Reykjavíkurborg u.þ.b. 280 þúsund kr. á mánuði og tveggja ára gamalt 240 þúsund kr. Með því að greiða foreldrum þá upphæð væri í flestum tilvikum hæfasta fólkið valið til að sinna ábyrgðarmesta hlutverkinu. Á sama tíma væri álagi létt af aðþrengdum leikskólum. Kysu foreldrar að fela öðrum umsjá barnsins síns gætu þeir greitt dagforeldri sömu upphæð með því skilyrði að ekki væru fleiri en þrjú börn yngri en tveggja ára á ábyrgð hvers dagforeldris. Skilyrði fyrir kerfi af þessu tagi er að greiðslur væru raunhæfur valkostur fyrir alla foreldra en ekki ölmusa fyrir konur. Mögulega gætu ríki og sveitarfélög tekið höndum saman þangað til lengra fæðingarorlof verður að veruleika. Margir foreldrar munu áfram kjósa leikskóla umfram aðra valkosti og fyrir börn sem eru orðin tveggja til þriggja ára gegna þeir mikilvægu hlutverki. En eigi leikskólar að taka við börnum yngri en tveggja ára verða þeir að vera vel mannaðir hæfu starfsfólki sem hefur skilning á viðkvæmni þeirra og getu til að sinna svo ungum börnum. Mikilvægasta hlutverk starfsfólks er að veita börnunum öryggi en forsenda þess er samfella í tengslum starfsmanns og barns. Starfsmenn þurfa jafnframt að vera færir um að lesa í þarfir sérhvers barns, hlusta á það, leyfa því að verða háð sér, bregðast fljótt við vanlíðan barnsins og sýna því umhyggju. Þannig er börnum veitt vernd gegn streitu sem er forsenda þess að þau geti gleymt sér í leik og lært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við búum ekki vel að yngstu börnunum okkar. Þau sem eiga tvo foreldra fá að hafa annað þeirra hjá sér fyrstu níu mánuði ævinnar en börn einststæðra foreldra verða að komast af með sex. Eftir það er tilvera ungbarna eins og hvert annað lotterí. Er barnið svo lánsamt að foreldrar þess geta og vilja forgangsraða tíma sínum með því? Er einhver ókunnug manneskja til í að taka það að sér ásamt fjórum jafnöldrum þess? Eða er séns að koma því í yfirfulla og undirmannaða leikskóla? Það verður aldrei nógsamlega ítrekað að byggingarefni sjálfsins er umönnun fyrstu áranna. Hún leggur grunn að hugmyndum barna um sjálf sig og heiminn sem þau fæddust í, getu þeirra til að takast á við erfiðar tilfinningar og eiga í samskiptum við aðra. Allir þessir þættir hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu fram á fullorðinsár.Pólitísk rétthugsun Of lengi hafa það verið viðtekin sannindi að börnum frá eins árs aldri sé best komið í leikskóla. Af almennri umræðu mætti ætla að foreldrar iði í skinninu eftir að geta “haldið áfram með líf sitt” í vinnunni. Við skilgreinum leikskóla sem fyrsta skólastigið og gerum mikið úr menntunarhlutverki hans. Hvaðan kemur sú hugmynd að eins árs gömul börn þarfnist menntunar? Fyrstu árin er vitsmunaheilinn í mótun og mikilvæg skilyrði fyrir þroska hans eru að barni sé hlíft við óhóflegri streitu. Hvað veldur börnum mestri streitu á þessum aldri? Aðskilnaður frá foreldrunum eða þeim sem þekkja barnið best. Áhersla á félagslega færni og aðlögun að hópi lítilla barna og nýju og nýju starfsfólki er fullkomlega ótímabær og til þess fallin að auka streitu hjá ungum börnum. Eins og allir vita glíma leikskólar við krónískan skort á hæfu starfsfólki. Samt vilja margir leysa vanda yngstu barnanna með því að byggja fleiri slíka. Hvort sem tekið er mið af hagsmunum barna eða kostnaði samfélagsins þegar til lengri tíma er litið eru þær hugmyndir afleitar. Fyrstu tvö árin þarfnast börn einstaklingsmiðaðrar umönnunar sem getur aldrei orðið ódýr. Það er á hinn bóginn mjög kostnaðarsamt fyrir samfélagið að tíma ekki að hugsa almennilega um börn.Róttækra breytinga er þörf Brýnasta hagsmunamál ungbarna er lengra fæðingarorlof. Nú stendur til að lengja það í tólf mánuði fyrir börn sem eiga tvo foreldra en sjö fyrir börn einstæðra foreldra. Við þurfum að gera mun betur. Þangað til fæðingarorlofið verður tvö ár fyrir öll börn er mikilvægt að leita leiða til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur og gera foreldrum kleift að vera lengur heima með barni sínu eða stytta tímann sem þau eru aðskilin. Mikilvægur liður í þeirri viðleitni er stytting vinnuvikunnar ásamt sveigjanlegum vinnutíma foreldra og vistunartíma leikskóla þannig að báðir foreldrar geti sinnt barni og starfi. Að auki legg ég til að foreldrum verði gefinn kostur á að nýta það fjármagn sem sveitarfélögin verja til að niðurgreiða pláss á leikskólum. Heilsdagsvist á leikskóla fyrir eins árs gamalt barn kostar Reykjavíkurborg u.þ.b. 280 þúsund kr. á mánuði og tveggja ára gamalt 240 þúsund kr. Með því að greiða foreldrum þá upphæð væri í flestum tilvikum hæfasta fólkið valið til að sinna ábyrgðarmesta hlutverkinu. Á sama tíma væri álagi létt af aðþrengdum leikskólum. Kysu foreldrar að fela öðrum umsjá barnsins síns gætu þeir greitt dagforeldri sömu upphæð með því skilyrði að ekki væru fleiri en þrjú börn yngri en tveggja ára á ábyrgð hvers dagforeldris. Skilyrði fyrir kerfi af þessu tagi er að greiðslur væru raunhæfur valkostur fyrir alla foreldra en ekki ölmusa fyrir konur. Mögulega gætu ríki og sveitarfélög tekið höndum saman þangað til lengra fæðingarorlof verður að veruleika. Margir foreldrar munu áfram kjósa leikskóla umfram aðra valkosti og fyrir börn sem eru orðin tveggja til þriggja ára gegna þeir mikilvægu hlutverki. En eigi leikskólar að taka við börnum yngri en tveggja ára verða þeir að vera vel mannaðir hæfu starfsfólki sem hefur skilning á viðkvæmni þeirra og getu til að sinna svo ungum börnum. Mikilvægasta hlutverk starfsfólks er að veita börnunum öryggi en forsenda þess er samfella í tengslum starfsmanns og barns. Starfsmenn þurfa jafnframt að vera færir um að lesa í þarfir sérhvers barns, hlusta á það, leyfa því að verða háð sér, bregðast fljótt við vanlíðan barnsins og sýna því umhyggju. Þannig er börnum veitt vernd gegn streitu sem er forsenda þess að þau geti gleymt sér í leik og lært.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun