Ekki vera nema þú sért Þórlindur Kjartansson skrifar 2. mars 2018 13:00 Árið 2012 var 65 ára þýskum embættismanni sagt upp störfum í hagræðingarskyni. Starfsmaðurinn var bæði bitur og ósáttur yfir uppsögninni, og sendi fjöldapóst á fyrrverandi vinnufélaga sína þar sem hann útlistaði í löngu máli hinar fjölbreyttustu athugasemdir sem hann hafði við yfirstjórn héraðsins og þá sóun og spillingu sem hann taldi viðgangast. Embættismaðurinn gat þó ekki mikið sagt um sína eigin uppsögn þar sem hann upplýsti um það í kveðjubréfinu að á fjórtán ára ferli í starfi sínu hefði hann afkastað nákvæmlega engu. „Frá 1998 hef ég mætt til vinnu en í raun ekki verið á staðnum. Þess vegna er ég ákaflega vel búinn undir það að setjast í helgan stein. Adieu.“ Skrefinu lengra gekk spænskur embættismaður sem mætti ekki til vinnu í sex ár, og hugsanlega mun lengur. Þetta komst ekki upp fyrr en hann skrópaði í verðlaunaafhendingu þar sem til stóð að heiðra hann fyrir farsælan starfsferil innan spænsku vatnsveitunnar.Gagnslaus vinna Nú gæti mörgum þótt sem þessir tveir ágætu herramenn hafi farið fremur illa að ráði sínu og haft bæði yfirmenn sína og skattgreiðendur að fífli. Og það má vissulega til sanns vegar færa að þeir hafi í raun stolið laununum sínum frekar en að vinna fyrir þeim. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að hið fullkomna aðgerðarleysi embættismannanna virðist engin raunveruleg áhrif hafa haft. Og þar sem það skipti greinilega ekki máli hvort þeir ynnu vinnuna sína þá má jafnvel álykta sem svo að það hefði hreinlega verið verra ef þeir hefðu reynt að gera eitthvað í vinnunni, því þá hefðu þeir hugsanlega stofnað til alls konar útgjalda og jafnvel þurft að ráða sér aðstoðarfólk til þess að sinna verkefnum sem bersýnilega voru svo óþörf að enginn tók eftir því að þeim var ekki sinnt árum saman. Þótt dæmið af embættismönnunum sé öfgakennt þá lýsir það raunveruleika sem margir búa að einhverju leyti við. Í könnunum á starfsánægju í Bandaríkjunum hefur Gallup komist að því að næstum því 90% starfsmanna í fyrirtækjum eru ýmist áhugalaus um vinnuna sína, eða hafa beinlínis óbeit á henni. Mjög hátt hlutfall starfsmanna segist gjarnan vera annars hugar í vinnunni og í raun hafa sáralítinn metnað fyrir öðru heldur en að fá launin sín borguð á réttum tíma. Stjórnunarfræðingar og sálfræðingar eru um þessar mundir mjög uppteknir af því að finna ýmiss konar lausnir á þessu ástandi. Burtséð frá framleiðnitapi og þess háttar mælanlegum hagrænum skaða—þá hlýtur það að teljast býsna sorglegt ef stærstur hluti fólks ver stærstum hluta tíma síns í iðju sem það finnur ekki gleði, metnað eða tilgang í. Allir þekkja það hversu miklu munar að vera vel upplagður eða illa í vinnunni og þess vegna er það áreiðanlega eitt mikilvægasta verkefni stjórnenda í fyrirtækjum nú til dags að sjá til þess að umhverfi starfsmanna stuðli að því að þeir séu sem sjaldnast sunnan við sjálfa sig, en geti notið þess að einbeita sér að verðugum verkefnum.Lausnin í vefdeildinni Einn stjórnandi sem ég hef kynnst virðist hafa uppgötvað allt þetta löngu áður en umræðan komst í tísku. Yfirmaður netdeildar í íslensku stórfyrirtæki fyrir rúmum áratug var þekktur fyrir að setja starfsliði sínu hinar ýmsu reglur sem mörgum þóttu býsna furðulegar, og jafnvel freklegar, á sínum tíma. Stjórnandinn lagði blátt bann við sælgætisáti og gosdrykkjaþambi á vinnutíma, persónuleg símtöl mátti enginn taka við skrifborðið sitt og gæta þurfti sérstaklega að því að stilla hringitóna þannig að þeir trufluðu ekki aðra starfsmenn. Neðst á löngum lista yfir lífsreglur netdeildarinnar var að finna mikilvægustu regluna af þeim öllum: „Ekki vera nema þú sért.“ Í þessari reglu fólst það að ef starfsmenn treystu sér ekki til þess að einbeita sér fullkomlega að vinnunni, þá væri betra að þeir létu sig vanta þann daginn. Þessari reglu, eins og öllum hinum, var framfylgt án málamiðlana.Á staðnum eða mættur Störf sem byggjast að einhverju leyti á sköpun og þekkingu passa að mörgu leyti illa í þann ramma sem 40 stunda vinnuvikan markar, enda er sú takmörkun á vinnutíma til komin til þess að vernda fólk sem stundar líkamlegt erfiði. Þegar litið er til þeirrar tegundar vinnu sem vaxandi hluti fólk stundar þá er vinnutíminn sjálfur býsna afstæður. Ef afrakstur vinnunnar skiptir í raun og veru einhverju máli þá er líklega miklu mikilvægara að starfsmenn séu á staðnum heldur en að þeir séu bara mættir. Með öðrum orðum—að þeir séu þegar þeir eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Árið 2012 var 65 ára þýskum embættismanni sagt upp störfum í hagræðingarskyni. Starfsmaðurinn var bæði bitur og ósáttur yfir uppsögninni, og sendi fjöldapóst á fyrrverandi vinnufélaga sína þar sem hann útlistaði í löngu máli hinar fjölbreyttustu athugasemdir sem hann hafði við yfirstjórn héraðsins og þá sóun og spillingu sem hann taldi viðgangast. Embættismaðurinn gat þó ekki mikið sagt um sína eigin uppsögn þar sem hann upplýsti um það í kveðjubréfinu að á fjórtán ára ferli í starfi sínu hefði hann afkastað nákvæmlega engu. „Frá 1998 hef ég mætt til vinnu en í raun ekki verið á staðnum. Þess vegna er ég ákaflega vel búinn undir það að setjast í helgan stein. Adieu.“ Skrefinu lengra gekk spænskur embættismaður sem mætti ekki til vinnu í sex ár, og hugsanlega mun lengur. Þetta komst ekki upp fyrr en hann skrópaði í verðlaunaafhendingu þar sem til stóð að heiðra hann fyrir farsælan starfsferil innan spænsku vatnsveitunnar.Gagnslaus vinna Nú gæti mörgum þótt sem þessir tveir ágætu herramenn hafi farið fremur illa að ráði sínu og haft bæði yfirmenn sína og skattgreiðendur að fífli. Og það má vissulega til sanns vegar færa að þeir hafi í raun stolið laununum sínum frekar en að vinna fyrir þeim. Hins vegar verður ekki framhjá því litið að hið fullkomna aðgerðarleysi embættismannanna virðist engin raunveruleg áhrif hafa haft. Og þar sem það skipti greinilega ekki máli hvort þeir ynnu vinnuna sína þá má jafnvel álykta sem svo að það hefði hreinlega verið verra ef þeir hefðu reynt að gera eitthvað í vinnunni, því þá hefðu þeir hugsanlega stofnað til alls konar útgjalda og jafnvel þurft að ráða sér aðstoðarfólk til þess að sinna verkefnum sem bersýnilega voru svo óþörf að enginn tók eftir því að þeim var ekki sinnt árum saman. Þótt dæmið af embættismönnunum sé öfgakennt þá lýsir það raunveruleika sem margir búa að einhverju leyti við. Í könnunum á starfsánægju í Bandaríkjunum hefur Gallup komist að því að næstum því 90% starfsmanna í fyrirtækjum eru ýmist áhugalaus um vinnuna sína, eða hafa beinlínis óbeit á henni. Mjög hátt hlutfall starfsmanna segist gjarnan vera annars hugar í vinnunni og í raun hafa sáralítinn metnað fyrir öðru heldur en að fá launin sín borguð á réttum tíma. Stjórnunarfræðingar og sálfræðingar eru um þessar mundir mjög uppteknir af því að finna ýmiss konar lausnir á þessu ástandi. Burtséð frá framleiðnitapi og þess háttar mælanlegum hagrænum skaða—þá hlýtur það að teljast býsna sorglegt ef stærstur hluti fólks ver stærstum hluta tíma síns í iðju sem það finnur ekki gleði, metnað eða tilgang í. Allir þekkja það hversu miklu munar að vera vel upplagður eða illa í vinnunni og þess vegna er það áreiðanlega eitt mikilvægasta verkefni stjórnenda í fyrirtækjum nú til dags að sjá til þess að umhverfi starfsmanna stuðli að því að þeir séu sem sjaldnast sunnan við sjálfa sig, en geti notið þess að einbeita sér að verðugum verkefnum.Lausnin í vefdeildinni Einn stjórnandi sem ég hef kynnst virðist hafa uppgötvað allt þetta löngu áður en umræðan komst í tísku. Yfirmaður netdeildar í íslensku stórfyrirtæki fyrir rúmum áratug var þekktur fyrir að setja starfsliði sínu hinar ýmsu reglur sem mörgum þóttu býsna furðulegar, og jafnvel freklegar, á sínum tíma. Stjórnandinn lagði blátt bann við sælgætisáti og gosdrykkjaþambi á vinnutíma, persónuleg símtöl mátti enginn taka við skrifborðið sitt og gæta þurfti sérstaklega að því að stilla hringitóna þannig að þeir trufluðu ekki aðra starfsmenn. Neðst á löngum lista yfir lífsreglur netdeildarinnar var að finna mikilvægustu regluna af þeim öllum: „Ekki vera nema þú sért.“ Í þessari reglu fólst það að ef starfsmenn treystu sér ekki til þess að einbeita sér fullkomlega að vinnunni, þá væri betra að þeir létu sig vanta þann daginn. Þessari reglu, eins og öllum hinum, var framfylgt án málamiðlana.Á staðnum eða mættur Störf sem byggjast að einhverju leyti á sköpun og þekkingu passa að mörgu leyti illa í þann ramma sem 40 stunda vinnuvikan markar, enda er sú takmörkun á vinnutíma til komin til þess að vernda fólk sem stundar líkamlegt erfiði. Þegar litið er til þeirrar tegundar vinnu sem vaxandi hluti fólk stundar þá er vinnutíminn sjálfur býsna afstæður. Ef afrakstur vinnunnar skiptir í raun og veru einhverju máli þá er líklega miklu mikilvægara að starfsmenn séu á staðnum heldur en að þeir séu bara mættir. Með öðrum orðum—að þeir séu þegar þeir eru.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar