Hrafnhildur las sinn gamla læriföður eins og opna bók Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2018 20:30 Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, mætir sínum gamla læriföður, Stefáni Arnarsyni, á fimmtudaginn þegar að Eyjakonur mæta Íslandsmeisturum Fram í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins. Hrafnhildur og Stefán voru sigursæl saman hjá Val þegar hún var fyrirliði liðsins og Stefán þjálfari þess. Saman fögnuðu þau bikarnum þrjú ár í röð frá 2012-2014. Stefán er mikill refur en það mun reynast honum þrautin þyngri að taka Hrafnhildi og hennar stelpur á taugum enda þekkir hún sinn gamla læriföður ansi vel. „Ég þekki hann næstum því betur en hann sjálfur. Ég veit nákvæmlega hvernig hann hugsar og hann reynir allt til að gera okkur að stóra liðinu. Honum mun ekki takast það. Kannski nær hann að blekkja sjálfan sig en engan annan,“ segir Hrafnhildur. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn veit ekki nákvæmlega við hverju hún á að búast í undanúrslitaleiknum, en eitthvað verður það sem Stefán kemur á óvart með. „Það er líklegt að þær byrji í 6-0 en hann getur fundið upp á öllum andskotanum og farið í eitthvað bara. Maður þarf að vera svolítið undirbúin undir allt en það er líka það skemmtilega við þetta,“ segir hún. Hrafnhildur laug engu þegar hún sagðist þekkja Stefán betur en handarbakið á sér. Þjálfari Íslandsmeistaranna var ekki lengi að setja pressuna yfir á Eyjakonur sem hafa ekki spilað úrslitaleik eða úrslitaseríu um titil í sex ár. „Eyjaliðið er ótrúlega sterkt. Þegar það eru þrír útlendingar í liðinu er bara titill og ekkert annað í boði að mér finnst,“ segir Stefán. „Fyrir utan þessa þrjá útlendinga þá er Ester öflug, liðið er með tvo landsliðsmarkverði og tvo frábæra hornamenn. Þetta eru allt mjög sterkir leikmenn. Svo má ekki gleyma því að þær hafa ekki tapað leik á árinu þannig að þær eru sigurstranglegri,“ segir hann, en eru Íslandsmeistararnir ekki sigurstranglegri? „Ekki í bikarkeppninni,“ segir Stefán Arnarson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira
Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, mætir sínum gamla læriföður, Stefáni Arnarsyni, á fimmtudaginn þegar að Eyjakonur mæta Íslandsmeisturum Fram í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins. Hrafnhildur og Stefán voru sigursæl saman hjá Val þegar hún var fyrirliði liðsins og Stefán þjálfari þess. Saman fögnuðu þau bikarnum þrjú ár í röð frá 2012-2014. Stefán er mikill refur en það mun reynast honum þrautin þyngri að taka Hrafnhildi og hennar stelpur á taugum enda þekkir hún sinn gamla læriföður ansi vel. „Ég þekki hann næstum því betur en hann sjálfur. Ég veit nákvæmlega hvernig hann hugsar og hann reynir allt til að gera okkur að stóra liðinu. Honum mun ekki takast það. Kannski nær hann að blekkja sjálfan sig en engan annan,“ segir Hrafnhildur. Fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn veit ekki nákvæmlega við hverju hún á að búast í undanúrslitaleiknum, en eitthvað verður það sem Stefán kemur á óvart með. „Það er líklegt að þær byrji í 6-0 en hann getur fundið upp á öllum andskotanum og farið í eitthvað bara. Maður þarf að vera svolítið undirbúin undir allt en það er líka það skemmtilega við þetta,“ segir hún. Hrafnhildur laug engu þegar hún sagðist þekkja Stefán betur en handarbakið á sér. Þjálfari Íslandsmeistaranna var ekki lengi að setja pressuna yfir á Eyjakonur sem hafa ekki spilað úrslitaleik eða úrslitaseríu um titil í sex ár. „Eyjaliðið er ótrúlega sterkt. Þegar það eru þrír útlendingar í liðinu er bara titill og ekkert annað í boði að mér finnst,“ segir Stefán. „Fyrir utan þessa þrjá útlendinga þá er Ester öflug, liðið er með tvo landsliðsmarkverði og tvo frábæra hornamenn. Þetta eru allt mjög sterkir leikmenn. Svo má ekki gleyma því að þær hafa ekki tapað leik á árinu þannig að þær eru sigurstranglegri,“ segir hann, en eru Íslandsmeistararnir ekki sigurstranglegri? „Ekki í bikarkeppninni,“ segir Stefán Arnarson. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Sjá meira