Brexit skýrist en flækist Bergþóra Halldórsdóttir skrifar 7. mars 2018 07:00 Um þessar mundir eiga sér stað viðræður milli Bretlands og Evrópusambandsins um þrjú mismunandi álitaefni vegna ákvörðunar Breta um að yfirgefa ESB; útgöngusamning, aðlögunartímabil og síðan framtíðarsamband milli ríkjanna. Gert er ráð fyrir að samkomulag um útgöngu og aðlögunartímabil þurfi að liggja fyrir í október en útganga Breta tekur gildi í mars á næsta ári. Ársfundur BusinessEurope, Evrópusamtaka atvinnulífsins, sem Samtök atvinnulífsins eiga aðild að, varð óvænt að vettvangi hápólitískrar umræðu um Brexit. Meðal frummælenda á fundinum voru Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB gagnvart Bretlandi. Þeir nýttu tækifærið til að senda Bretum skýr skilaboð í aðdraganda þess að Theresa May, forsætisráðherra Breta, flutti fjórðu stefnuræðu sína um Brexit. Þrátt fyrir að línur hafi skýrst um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu andar fremur köldu milli fulltrúa þeirra. Fulltrúar ESB lýstu á fundinum yfir vonbrigðum sínum með áform Breta um að landið verði hvorki hluti af innri markaði ESB né myndi tollabandalag með ríkjum þess. Yfirgefi Bretland tollabandalagið hefur það í för með sér að mati ESB, að Norður-Írland verði að fá sérstaka stöðu innan breska ríkjasambandsins. Annars verði ekki hægt að uppfylla fyrirheit Breta um að ekki verði áþreifanleg landamæri milli Írlands og Norður-Írlands. Þetta myndi þýða að Norður-Írland yrði aðskilið með tollamúr frá öðrum hlutum Bretlands sem DUP flokkurinn, sem styður bresku ríkisstjórnina, er harðlega andsnúinn. Skoruðu þeir á Breta að að koma með betri tillögu um hvernig megi koma í veg fyrir áþreifanleg landamæri.Í ræðu sinni daginn eftir þótti Theresu May takast vel að höfða til ólíkra sjónarmiða heima fyrir. Sýn hennar á framtíðarsamband ríkjanna er að viðhalda eins nánu sambandi við Evrópusambandið og unnt er. Bretar vilji eiga eins frjáls viðskipti og hægt er við ríki ESB þrátt fyrir að þeir yfirgefi tollabandalagið. Það væri lykilatriði að Bretar öðlist frelsi til að gera eigin fríverslunarsamninga við önnur ríki og hafi fulla stjórn á eigin löggjöf. May fullyrti að engin þeirra lausna, sem þegar væru til í samskiptum ESB við helstu viðskiptaríki sín, gæti hentað Bretum. Semja þurfi um málið en ljóst sé að hvorugur aðilinn muni ná öllum sínum markmiðum fram. Eftir því sem línur skýrast og tíminn líður virðist þó illa ganga að einfalda úrlausnarefnið. Eftir því sem viðræður hið ytra dragast á langinn eykst mikilvægi vinnu íslenskra stjórnvalda við undirbúning ólíkra sviðsmynda. Það er enda erfitt að leggja mat á hvernig hagsmunum Íslands verður best borgið á meðan valkostirnir liggja ekki fyrir. Íslensk fyrirtæki sem stunda viðskipti út fyrir landsteinana hafa ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem ríkir. Þau munu fagna öllum skrefum í átt að fullvissu um að hin nánu tengsl ríkjanna varðveitist eftir að Bretland segir skilið við innri markaðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eiga sér stað viðræður milli Bretlands og Evrópusambandsins um þrjú mismunandi álitaefni vegna ákvörðunar Breta um að yfirgefa ESB; útgöngusamning, aðlögunartímabil og síðan framtíðarsamband milli ríkjanna. Gert er ráð fyrir að samkomulag um útgöngu og aðlögunartímabil þurfi að liggja fyrir í október en útganga Breta tekur gildi í mars á næsta ári. Ársfundur BusinessEurope, Evrópusamtaka atvinnulífsins, sem Samtök atvinnulífsins eiga aðild að, varð óvænt að vettvangi hápólitískrar umræðu um Brexit. Meðal frummælenda á fundinum voru Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB gagnvart Bretlandi. Þeir nýttu tækifærið til að senda Bretum skýr skilaboð í aðdraganda þess að Theresa May, forsætisráðherra Breta, flutti fjórðu stefnuræðu sína um Brexit. Þrátt fyrir að línur hafi skýrst um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu andar fremur köldu milli fulltrúa þeirra. Fulltrúar ESB lýstu á fundinum yfir vonbrigðum sínum með áform Breta um að landið verði hvorki hluti af innri markaði ESB né myndi tollabandalag með ríkjum þess. Yfirgefi Bretland tollabandalagið hefur það í för með sér að mati ESB, að Norður-Írland verði að fá sérstaka stöðu innan breska ríkjasambandsins. Annars verði ekki hægt að uppfylla fyrirheit Breta um að ekki verði áþreifanleg landamæri milli Írlands og Norður-Írlands. Þetta myndi þýða að Norður-Írland yrði aðskilið með tollamúr frá öðrum hlutum Bretlands sem DUP flokkurinn, sem styður bresku ríkisstjórnina, er harðlega andsnúinn. Skoruðu þeir á Breta að að koma með betri tillögu um hvernig megi koma í veg fyrir áþreifanleg landamæri.Í ræðu sinni daginn eftir þótti Theresu May takast vel að höfða til ólíkra sjónarmiða heima fyrir. Sýn hennar á framtíðarsamband ríkjanna er að viðhalda eins nánu sambandi við Evrópusambandið og unnt er. Bretar vilji eiga eins frjáls viðskipti og hægt er við ríki ESB þrátt fyrir að þeir yfirgefi tollabandalagið. Það væri lykilatriði að Bretar öðlist frelsi til að gera eigin fríverslunarsamninga við önnur ríki og hafi fulla stjórn á eigin löggjöf. May fullyrti að engin þeirra lausna, sem þegar væru til í samskiptum ESB við helstu viðskiptaríki sín, gæti hentað Bretum. Semja þurfi um málið en ljóst sé að hvorugur aðilinn muni ná öllum sínum markmiðum fram. Eftir því sem línur skýrast og tíminn líður virðist þó illa ganga að einfalda úrlausnarefnið. Eftir því sem viðræður hið ytra dragast á langinn eykst mikilvægi vinnu íslenskra stjórnvalda við undirbúning ólíkra sviðsmynda. Það er enda erfitt að leggja mat á hvernig hagsmunum Íslands verður best borgið á meðan valkostirnir liggja ekki fyrir. Íslensk fyrirtæki sem stunda viðskipti út fyrir landsteinana hafa ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem ríkir. Þau munu fagna öllum skrefum í átt að fullvissu um að hin nánu tengsl ríkjanna varðveitist eftir að Bretland segir skilið við innri markaðinn.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun