Brexit skýrist en flækist Bergþóra Halldórsdóttir skrifar 7. mars 2018 07:00 Um þessar mundir eiga sér stað viðræður milli Bretlands og Evrópusambandsins um þrjú mismunandi álitaefni vegna ákvörðunar Breta um að yfirgefa ESB; útgöngusamning, aðlögunartímabil og síðan framtíðarsamband milli ríkjanna. Gert er ráð fyrir að samkomulag um útgöngu og aðlögunartímabil þurfi að liggja fyrir í október en útganga Breta tekur gildi í mars á næsta ári. Ársfundur BusinessEurope, Evrópusamtaka atvinnulífsins, sem Samtök atvinnulífsins eiga aðild að, varð óvænt að vettvangi hápólitískrar umræðu um Brexit. Meðal frummælenda á fundinum voru Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB gagnvart Bretlandi. Þeir nýttu tækifærið til að senda Bretum skýr skilaboð í aðdraganda þess að Theresa May, forsætisráðherra Breta, flutti fjórðu stefnuræðu sína um Brexit. Þrátt fyrir að línur hafi skýrst um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu andar fremur köldu milli fulltrúa þeirra. Fulltrúar ESB lýstu á fundinum yfir vonbrigðum sínum með áform Breta um að landið verði hvorki hluti af innri markaði ESB né myndi tollabandalag með ríkjum þess. Yfirgefi Bretland tollabandalagið hefur það í för með sér að mati ESB, að Norður-Írland verði að fá sérstaka stöðu innan breska ríkjasambandsins. Annars verði ekki hægt að uppfylla fyrirheit Breta um að ekki verði áþreifanleg landamæri milli Írlands og Norður-Írlands. Þetta myndi þýða að Norður-Írland yrði aðskilið með tollamúr frá öðrum hlutum Bretlands sem DUP flokkurinn, sem styður bresku ríkisstjórnina, er harðlega andsnúinn. Skoruðu þeir á Breta að að koma með betri tillögu um hvernig megi koma í veg fyrir áþreifanleg landamæri.Í ræðu sinni daginn eftir þótti Theresu May takast vel að höfða til ólíkra sjónarmiða heima fyrir. Sýn hennar á framtíðarsamband ríkjanna er að viðhalda eins nánu sambandi við Evrópusambandið og unnt er. Bretar vilji eiga eins frjáls viðskipti og hægt er við ríki ESB þrátt fyrir að þeir yfirgefi tollabandalagið. Það væri lykilatriði að Bretar öðlist frelsi til að gera eigin fríverslunarsamninga við önnur ríki og hafi fulla stjórn á eigin löggjöf. May fullyrti að engin þeirra lausna, sem þegar væru til í samskiptum ESB við helstu viðskiptaríki sín, gæti hentað Bretum. Semja þurfi um málið en ljóst sé að hvorugur aðilinn muni ná öllum sínum markmiðum fram. Eftir því sem línur skýrast og tíminn líður virðist þó illa ganga að einfalda úrlausnarefnið. Eftir því sem viðræður hið ytra dragast á langinn eykst mikilvægi vinnu íslenskra stjórnvalda við undirbúning ólíkra sviðsmynda. Það er enda erfitt að leggja mat á hvernig hagsmunum Íslands verður best borgið á meðan valkostirnir liggja ekki fyrir. Íslensk fyrirtæki sem stunda viðskipti út fyrir landsteinana hafa ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem ríkir. Þau munu fagna öllum skrefum í átt að fullvissu um að hin nánu tengsl ríkjanna varðveitist eftir að Bretland segir skilið við innri markaðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eiga sér stað viðræður milli Bretlands og Evrópusambandsins um þrjú mismunandi álitaefni vegna ákvörðunar Breta um að yfirgefa ESB; útgöngusamning, aðlögunartímabil og síðan framtíðarsamband milli ríkjanna. Gert er ráð fyrir að samkomulag um útgöngu og aðlögunartímabil þurfi að liggja fyrir í október en útganga Breta tekur gildi í mars á næsta ári. Ársfundur BusinessEurope, Evrópusamtaka atvinnulífsins, sem Samtök atvinnulífsins eiga aðild að, varð óvænt að vettvangi hápólitískrar umræðu um Brexit. Meðal frummælenda á fundinum voru Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB gagnvart Bretlandi. Þeir nýttu tækifærið til að senda Bretum skýr skilaboð í aðdraganda þess að Theresa May, forsætisráðherra Breta, flutti fjórðu stefnuræðu sína um Brexit. Þrátt fyrir að línur hafi skýrst um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu andar fremur köldu milli fulltrúa þeirra. Fulltrúar ESB lýstu á fundinum yfir vonbrigðum sínum með áform Breta um að landið verði hvorki hluti af innri markaði ESB né myndi tollabandalag með ríkjum þess. Yfirgefi Bretland tollabandalagið hefur það í för með sér að mati ESB, að Norður-Írland verði að fá sérstaka stöðu innan breska ríkjasambandsins. Annars verði ekki hægt að uppfylla fyrirheit Breta um að ekki verði áþreifanleg landamæri milli Írlands og Norður-Írlands. Þetta myndi þýða að Norður-Írland yrði aðskilið með tollamúr frá öðrum hlutum Bretlands sem DUP flokkurinn, sem styður bresku ríkisstjórnina, er harðlega andsnúinn. Skoruðu þeir á Breta að að koma með betri tillögu um hvernig megi koma í veg fyrir áþreifanleg landamæri.Í ræðu sinni daginn eftir þótti Theresu May takast vel að höfða til ólíkra sjónarmiða heima fyrir. Sýn hennar á framtíðarsamband ríkjanna er að viðhalda eins nánu sambandi við Evrópusambandið og unnt er. Bretar vilji eiga eins frjáls viðskipti og hægt er við ríki ESB þrátt fyrir að þeir yfirgefi tollabandalagið. Það væri lykilatriði að Bretar öðlist frelsi til að gera eigin fríverslunarsamninga við önnur ríki og hafi fulla stjórn á eigin löggjöf. May fullyrti að engin þeirra lausna, sem þegar væru til í samskiptum ESB við helstu viðskiptaríki sín, gæti hentað Bretum. Semja þurfi um málið en ljóst sé að hvorugur aðilinn muni ná öllum sínum markmiðum fram. Eftir því sem línur skýrast og tíminn líður virðist þó illa ganga að einfalda úrlausnarefnið. Eftir því sem viðræður hið ytra dragast á langinn eykst mikilvægi vinnu íslenskra stjórnvalda við undirbúning ólíkra sviðsmynda. Það er enda erfitt að leggja mat á hvernig hagsmunum Íslands verður best borgið á meðan valkostirnir liggja ekki fyrir. Íslensk fyrirtæki sem stunda viðskipti út fyrir landsteinana hafa ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem ríkir. Þau munu fagna öllum skrefum í átt að fullvissu um að hin nánu tengsl ríkjanna varðveitist eftir að Bretland segir skilið við innri markaðinn.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar