Brexit skýrist en flækist Bergþóra Halldórsdóttir skrifar 7. mars 2018 07:00 Um þessar mundir eiga sér stað viðræður milli Bretlands og Evrópusambandsins um þrjú mismunandi álitaefni vegna ákvörðunar Breta um að yfirgefa ESB; útgöngusamning, aðlögunartímabil og síðan framtíðarsamband milli ríkjanna. Gert er ráð fyrir að samkomulag um útgöngu og aðlögunartímabil þurfi að liggja fyrir í október en útganga Breta tekur gildi í mars á næsta ári. Ársfundur BusinessEurope, Evrópusamtaka atvinnulífsins, sem Samtök atvinnulífsins eiga aðild að, varð óvænt að vettvangi hápólitískrar umræðu um Brexit. Meðal frummælenda á fundinum voru Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB gagnvart Bretlandi. Þeir nýttu tækifærið til að senda Bretum skýr skilaboð í aðdraganda þess að Theresa May, forsætisráðherra Breta, flutti fjórðu stefnuræðu sína um Brexit. Þrátt fyrir að línur hafi skýrst um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu andar fremur köldu milli fulltrúa þeirra. Fulltrúar ESB lýstu á fundinum yfir vonbrigðum sínum með áform Breta um að landið verði hvorki hluti af innri markaði ESB né myndi tollabandalag með ríkjum þess. Yfirgefi Bretland tollabandalagið hefur það í för með sér að mati ESB, að Norður-Írland verði að fá sérstaka stöðu innan breska ríkjasambandsins. Annars verði ekki hægt að uppfylla fyrirheit Breta um að ekki verði áþreifanleg landamæri milli Írlands og Norður-Írlands. Þetta myndi þýða að Norður-Írland yrði aðskilið með tollamúr frá öðrum hlutum Bretlands sem DUP flokkurinn, sem styður bresku ríkisstjórnina, er harðlega andsnúinn. Skoruðu þeir á Breta að að koma með betri tillögu um hvernig megi koma í veg fyrir áþreifanleg landamæri.Í ræðu sinni daginn eftir þótti Theresu May takast vel að höfða til ólíkra sjónarmiða heima fyrir. Sýn hennar á framtíðarsamband ríkjanna er að viðhalda eins nánu sambandi við Evrópusambandið og unnt er. Bretar vilji eiga eins frjáls viðskipti og hægt er við ríki ESB þrátt fyrir að þeir yfirgefi tollabandalagið. Það væri lykilatriði að Bretar öðlist frelsi til að gera eigin fríverslunarsamninga við önnur ríki og hafi fulla stjórn á eigin löggjöf. May fullyrti að engin þeirra lausna, sem þegar væru til í samskiptum ESB við helstu viðskiptaríki sín, gæti hentað Bretum. Semja þurfi um málið en ljóst sé að hvorugur aðilinn muni ná öllum sínum markmiðum fram. Eftir því sem línur skýrast og tíminn líður virðist þó illa ganga að einfalda úrlausnarefnið. Eftir því sem viðræður hið ytra dragast á langinn eykst mikilvægi vinnu íslenskra stjórnvalda við undirbúning ólíkra sviðsmynda. Það er enda erfitt að leggja mat á hvernig hagsmunum Íslands verður best borgið á meðan valkostirnir liggja ekki fyrir. Íslensk fyrirtæki sem stunda viðskipti út fyrir landsteinana hafa ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem ríkir. Þau munu fagna öllum skrefum í átt að fullvissu um að hin nánu tengsl ríkjanna varðveitist eftir að Bretland segir skilið við innri markaðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eiga sér stað viðræður milli Bretlands og Evrópusambandsins um þrjú mismunandi álitaefni vegna ákvörðunar Breta um að yfirgefa ESB; útgöngusamning, aðlögunartímabil og síðan framtíðarsamband milli ríkjanna. Gert er ráð fyrir að samkomulag um útgöngu og aðlögunartímabil þurfi að liggja fyrir í október en útganga Breta tekur gildi í mars á næsta ári. Ársfundur BusinessEurope, Evrópusamtaka atvinnulífsins, sem Samtök atvinnulífsins eiga aðild að, varð óvænt að vettvangi hápólitískrar umræðu um Brexit. Meðal frummælenda á fundinum voru Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, og Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB gagnvart Bretlandi. Þeir nýttu tækifærið til að senda Bretum skýr skilaboð í aðdraganda þess að Theresa May, forsætisráðherra Breta, flutti fjórðu stefnuræðu sína um Brexit. Þrátt fyrir að línur hafi skýrst um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu andar fremur köldu milli fulltrúa þeirra. Fulltrúar ESB lýstu á fundinum yfir vonbrigðum sínum með áform Breta um að landið verði hvorki hluti af innri markaði ESB né myndi tollabandalag með ríkjum þess. Yfirgefi Bretland tollabandalagið hefur það í för með sér að mati ESB, að Norður-Írland verði að fá sérstaka stöðu innan breska ríkjasambandsins. Annars verði ekki hægt að uppfylla fyrirheit Breta um að ekki verði áþreifanleg landamæri milli Írlands og Norður-Írlands. Þetta myndi þýða að Norður-Írland yrði aðskilið með tollamúr frá öðrum hlutum Bretlands sem DUP flokkurinn, sem styður bresku ríkisstjórnina, er harðlega andsnúinn. Skoruðu þeir á Breta að að koma með betri tillögu um hvernig megi koma í veg fyrir áþreifanleg landamæri.Í ræðu sinni daginn eftir þótti Theresu May takast vel að höfða til ólíkra sjónarmiða heima fyrir. Sýn hennar á framtíðarsamband ríkjanna er að viðhalda eins nánu sambandi við Evrópusambandið og unnt er. Bretar vilji eiga eins frjáls viðskipti og hægt er við ríki ESB þrátt fyrir að þeir yfirgefi tollabandalagið. Það væri lykilatriði að Bretar öðlist frelsi til að gera eigin fríverslunarsamninga við önnur ríki og hafi fulla stjórn á eigin löggjöf. May fullyrti að engin þeirra lausna, sem þegar væru til í samskiptum ESB við helstu viðskiptaríki sín, gæti hentað Bretum. Semja þurfi um málið en ljóst sé að hvorugur aðilinn muni ná öllum sínum markmiðum fram. Eftir því sem línur skýrast og tíminn líður virðist þó illa ganga að einfalda úrlausnarefnið. Eftir því sem viðræður hið ytra dragast á langinn eykst mikilvægi vinnu íslenskra stjórnvalda við undirbúning ólíkra sviðsmynda. Það er enda erfitt að leggja mat á hvernig hagsmunum Íslands verður best borgið á meðan valkostirnir liggja ekki fyrir. Íslensk fyrirtæki sem stunda viðskipti út fyrir landsteinana hafa ekki farið varhluta af þeirri óvissu sem ríkir. Þau munu fagna öllum skrefum í átt að fullvissu um að hin nánu tengsl ríkjanna varðveitist eftir að Bretland segir skilið við innri markaðinn.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun