Kjánakúrfan: Hæfileikum kastað á glæ Þórey Vilhjálmsdóttir og Páll Harðarson skrifar 8. mars 2018 07:00 Það eru líklega flestir sammála um að jöfn tækifæri allra stuðla að því að þjóðfélagið geti notið góðs af hæfileikaríkasta fólkinu á hverju sviði og hámarkað þannig þann árangur sem við náum á öllum sviðum, hvort sem það er í atvinnulífi, menningarlífi, íþróttalífi eða rannsóknum og vísindum. Þegar tölfræði atvinnulífsins er skoðuð kemur hins vegar veruleg skekkja í ljós þar sem kerfisbundið virðist halla á annað kynið, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í nýlegri skýrslu McKinsey Institute er gerð tilraun til að færa þau tækifæri sem við glötum með þessari skekkju í tölur. Það er mat skýrsluhöfunda að ef hæfileikar karla og kvenna væru nýttir til jafns í heiminum myndi það auka heimsframleiðslu um litla 28 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Það jafngildir því að hagkerfi á stærð við hagkerfi Bandaríkjanna og Kína til samans væri bætt í púkkið og gott betur.„The Stupid Curve“ – sóun á hæfileikum Í nýlegri skoðun Capacent á stöðu kynjanna í ólíkum stjórnunarlögum má greinilega sjá að eftir því sem ofar dregur í valdapýramídanum dregur hratt úr hlutfalli kvenna. Konur eru um 40% sérfræðinga í fyrirtækjum, um þriðjungur forstöðumanna, rétt rúmur fjórðungur framkvæmdastjóra og einungis um einn forstjóri af tíu. Þetta eru sláandi tölur. Sú mynd sem þarna er dregin upp er gjarnan nefnd „the stupid curve“ með tilvísun til þess að við erum þeim mun meiri kjánar eftir því sem við köstum meira af hæfileikum annars kynsins á glæ. Að því gefnu að við séum sammála um að konur og karlar búi að jafnaði yfir jafnríkum hæfileikum er íslenskt samfélag að verða af gífurlegum verðmætum á meðan staðan er þessi.En hvað veldur? Oft er vísað til þess að um sé að ræða sögulega arfleifð, lengi vel hafi menntakerfið einfaldlega útskrifað fleiri karla en konur og það endurspeglist í atvinnulífinu. Á síðastliðnum 30 árum hafa konur hins vegar siglt hratt fram úr körlum í fjölda útskrifaðra nema úr háskóla. Ef horft er til útskriftarnema úr stærstu háskólunum á síðasta ári voru um tveir þriðju konur og þriðjungur karlar. Það er raunar stórkostlegt áhyggjuefni til framtíðar að hæfileikar ungra karla fá ekki að njóta sín í menntakerfinu.Fyrirtækjamenning sem fyrirstaða jafnréttis Það þarf engar stórkostlegar vísindalegar rannsóknir til að sjá að umhverfið innan fyrirtækja og meðal fjárfesta er mjög karllægt. Hvernig getum við stuðlað að breytingum á því þannig að bæði kynin njóti sín? Þar kemur ekki síst til kasta fjárfesta sem víða um heim hafa í auknum mæli tekið mið af fleiri breytum en hreinum fjárhagsbreytum við val á fjárfestingakostum. Þetta hafa fjárfestar m.a. gert vegna siðferðissjónarmiða en ef til vill ekki síður vegna þess að aðrar mælistikur en fjárhagslegar, þ.m.t. kynjahlutföll, gefa vísbendingar um skilvirkni í rekstri og framtíðarhorfur. Jafnrétti kynjanna er markmið í sjálfu sér en þar felst líka gífurlegt tækifæri til að ná auknum árangri og skapa meiri verðmæti. Þau fyrirtæki þar sem fyrirtækjamenning byggir á fjölbreytni og fjölbreytt sjónarmið eru lögð til grundvallar í ákvarðanatöku standa sig alla jafna betur og rekstur þeirra er áhættuminni. Síðast en ekki síst eru slík fyrirtæki góðir og eftirsóknarverðir vinnustaðir þar sem öllum líður betur, ekki bara konum.Þórey Vilhjálmsdóttir er ráðgjafi hjá Capacent Páll Harðarson er forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru líklega flestir sammála um að jöfn tækifæri allra stuðla að því að þjóðfélagið geti notið góðs af hæfileikaríkasta fólkinu á hverju sviði og hámarkað þannig þann árangur sem við náum á öllum sviðum, hvort sem það er í atvinnulífi, menningarlífi, íþróttalífi eða rannsóknum og vísindum. Þegar tölfræði atvinnulífsins er skoðuð kemur hins vegar veruleg skekkja í ljós þar sem kerfisbundið virðist halla á annað kynið, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í nýlegri skýrslu McKinsey Institute er gerð tilraun til að færa þau tækifæri sem við glötum með þessari skekkju í tölur. Það er mat skýrsluhöfunda að ef hæfileikar karla og kvenna væru nýttir til jafns í heiminum myndi það auka heimsframleiðslu um litla 28 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Það jafngildir því að hagkerfi á stærð við hagkerfi Bandaríkjanna og Kína til samans væri bætt í púkkið og gott betur.„The Stupid Curve“ – sóun á hæfileikum Í nýlegri skoðun Capacent á stöðu kynjanna í ólíkum stjórnunarlögum má greinilega sjá að eftir því sem ofar dregur í valdapýramídanum dregur hratt úr hlutfalli kvenna. Konur eru um 40% sérfræðinga í fyrirtækjum, um þriðjungur forstöðumanna, rétt rúmur fjórðungur framkvæmdastjóra og einungis um einn forstjóri af tíu. Þetta eru sláandi tölur. Sú mynd sem þarna er dregin upp er gjarnan nefnd „the stupid curve“ með tilvísun til þess að við erum þeim mun meiri kjánar eftir því sem við köstum meira af hæfileikum annars kynsins á glæ. Að því gefnu að við séum sammála um að konur og karlar búi að jafnaði yfir jafnríkum hæfileikum er íslenskt samfélag að verða af gífurlegum verðmætum á meðan staðan er þessi.En hvað veldur? Oft er vísað til þess að um sé að ræða sögulega arfleifð, lengi vel hafi menntakerfið einfaldlega útskrifað fleiri karla en konur og það endurspeglist í atvinnulífinu. Á síðastliðnum 30 árum hafa konur hins vegar siglt hratt fram úr körlum í fjölda útskrifaðra nema úr háskóla. Ef horft er til útskriftarnema úr stærstu háskólunum á síðasta ári voru um tveir þriðju konur og þriðjungur karlar. Það er raunar stórkostlegt áhyggjuefni til framtíðar að hæfileikar ungra karla fá ekki að njóta sín í menntakerfinu.Fyrirtækjamenning sem fyrirstaða jafnréttis Það þarf engar stórkostlegar vísindalegar rannsóknir til að sjá að umhverfið innan fyrirtækja og meðal fjárfesta er mjög karllægt. Hvernig getum við stuðlað að breytingum á því þannig að bæði kynin njóti sín? Þar kemur ekki síst til kasta fjárfesta sem víða um heim hafa í auknum mæli tekið mið af fleiri breytum en hreinum fjárhagsbreytum við val á fjárfestingakostum. Þetta hafa fjárfestar m.a. gert vegna siðferðissjónarmiða en ef til vill ekki síður vegna þess að aðrar mælistikur en fjárhagslegar, þ.m.t. kynjahlutföll, gefa vísbendingar um skilvirkni í rekstri og framtíðarhorfur. Jafnrétti kynjanna er markmið í sjálfu sér en þar felst líka gífurlegt tækifæri til að ná auknum árangri og skapa meiri verðmæti. Þau fyrirtæki þar sem fyrirtækjamenning byggir á fjölbreytni og fjölbreytt sjónarmið eru lögð til grundvallar í ákvarðanatöku standa sig alla jafna betur og rekstur þeirra er áhættuminni. Síðast en ekki síst eru slík fyrirtæki góðir og eftirsóknarverðir vinnustaðir þar sem öllum líður betur, ekki bara konum.Þórey Vilhjálmsdóttir er ráðgjafi hjá Capacent Páll Harðarson er forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun