Kjánakúrfan: Hæfileikum kastað á glæ Þórey Vilhjálmsdóttir og Páll Harðarson skrifar 8. mars 2018 07:00 Það eru líklega flestir sammála um að jöfn tækifæri allra stuðla að því að þjóðfélagið geti notið góðs af hæfileikaríkasta fólkinu á hverju sviði og hámarkað þannig þann árangur sem við náum á öllum sviðum, hvort sem það er í atvinnulífi, menningarlífi, íþróttalífi eða rannsóknum og vísindum. Þegar tölfræði atvinnulífsins er skoðuð kemur hins vegar veruleg skekkja í ljós þar sem kerfisbundið virðist halla á annað kynið, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í nýlegri skýrslu McKinsey Institute er gerð tilraun til að færa þau tækifæri sem við glötum með þessari skekkju í tölur. Það er mat skýrsluhöfunda að ef hæfileikar karla og kvenna væru nýttir til jafns í heiminum myndi það auka heimsframleiðslu um litla 28 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Það jafngildir því að hagkerfi á stærð við hagkerfi Bandaríkjanna og Kína til samans væri bætt í púkkið og gott betur.„The Stupid Curve“ – sóun á hæfileikum Í nýlegri skoðun Capacent á stöðu kynjanna í ólíkum stjórnunarlögum má greinilega sjá að eftir því sem ofar dregur í valdapýramídanum dregur hratt úr hlutfalli kvenna. Konur eru um 40% sérfræðinga í fyrirtækjum, um þriðjungur forstöðumanna, rétt rúmur fjórðungur framkvæmdastjóra og einungis um einn forstjóri af tíu. Þetta eru sláandi tölur. Sú mynd sem þarna er dregin upp er gjarnan nefnd „the stupid curve“ með tilvísun til þess að við erum þeim mun meiri kjánar eftir því sem við köstum meira af hæfileikum annars kynsins á glæ. Að því gefnu að við séum sammála um að konur og karlar búi að jafnaði yfir jafnríkum hæfileikum er íslenskt samfélag að verða af gífurlegum verðmætum á meðan staðan er þessi.En hvað veldur? Oft er vísað til þess að um sé að ræða sögulega arfleifð, lengi vel hafi menntakerfið einfaldlega útskrifað fleiri karla en konur og það endurspeglist í atvinnulífinu. Á síðastliðnum 30 árum hafa konur hins vegar siglt hratt fram úr körlum í fjölda útskrifaðra nema úr háskóla. Ef horft er til útskriftarnema úr stærstu háskólunum á síðasta ári voru um tveir þriðju konur og þriðjungur karlar. Það er raunar stórkostlegt áhyggjuefni til framtíðar að hæfileikar ungra karla fá ekki að njóta sín í menntakerfinu.Fyrirtækjamenning sem fyrirstaða jafnréttis Það þarf engar stórkostlegar vísindalegar rannsóknir til að sjá að umhverfið innan fyrirtækja og meðal fjárfesta er mjög karllægt. Hvernig getum við stuðlað að breytingum á því þannig að bæði kynin njóti sín? Þar kemur ekki síst til kasta fjárfesta sem víða um heim hafa í auknum mæli tekið mið af fleiri breytum en hreinum fjárhagsbreytum við val á fjárfestingakostum. Þetta hafa fjárfestar m.a. gert vegna siðferðissjónarmiða en ef til vill ekki síður vegna þess að aðrar mælistikur en fjárhagslegar, þ.m.t. kynjahlutföll, gefa vísbendingar um skilvirkni í rekstri og framtíðarhorfur. Jafnrétti kynjanna er markmið í sjálfu sér en þar felst líka gífurlegt tækifæri til að ná auknum árangri og skapa meiri verðmæti. Þau fyrirtæki þar sem fyrirtækjamenning byggir á fjölbreytni og fjölbreytt sjónarmið eru lögð til grundvallar í ákvarðanatöku standa sig alla jafna betur og rekstur þeirra er áhættuminni. Síðast en ekki síst eru slík fyrirtæki góðir og eftirsóknarverðir vinnustaðir þar sem öllum líður betur, ekki bara konum.Þórey Vilhjálmsdóttir er ráðgjafi hjá Capacent Páll Harðarson er forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru líklega flestir sammála um að jöfn tækifæri allra stuðla að því að þjóðfélagið geti notið góðs af hæfileikaríkasta fólkinu á hverju sviði og hámarkað þannig þann árangur sem við náum á öllum sviðum, hvort sem það er í atvinnulífi, menningarlífi, íþróttalífi eða rannsóknum og vísindum. Þegar tölfræði atvinnulífsins er skoðuð kemur hins vegar veruleg skekkja í ljós þar sem kerfisbundið virðist halla á annað kynið, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í nýlegri skýrslu McKinsey Institute er gerð tilraun til að færa þau tækifæri sem við glötum með þessari skekkju í tölur. Það er mat skýrsluhöfunda að ef hæfileikar karla og kvenna væru nýttir til jafns í heiminum myndi það auka heimsframleiðslu um litla 28 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Það jafngildir því að hagkerfi á stærð við hagkerfi Bandaríkjanna og Kína til samans væri bætt í púkkið og gott betur.„The Stupid Curve“ – sóun á hæfileikum Í nýlegri skoðun Capacent á stöðu kynjanna í ólíkum stjórnunarlögum má greinilega sjá að eftir því sem ofar dregur í valdapýramídanum dregur hratt úr hlutfalli kvenna. Konur eru um 40% sérfræðinga í fyrirtækjum, um þriðjungur forstöðumanna, rétt rúmur fjórðungur framkvæmdastjóra og einungis um einn forstjóri af tíu. Þetta eru sláandi tölur. Sú mynd sem þarna er dregin upp er gjarnan nefnd „the stupid curve“ með tilvísun til þess að við erum þeim mun meiri kjánar eftir því sem við köstum meira af hæfileikum annars kynsins á glæ. Að því gefnu að við séum sammála um að konur og karlar búi að jafnaði yfir jafnríkum hæfileikum er íslenskt samfélag að verða af gífurlegum verðmætum á meðan staðan er þessi.En hvað veldur? Oft er vísað til þess að um sé að ræða sögulega arfleifð, lengi vel hafi menntakerfið einfaldlega útskrifað fleiri karla en konur og það endurspeglist í atvinnulífinu. Á síðastliðnum 30 árum hafa konur hins vegar siglt hratt fram úr körlum í fjölda útskrifaðra nema úr háskóla. Ef horft er til útskriftarnema úr stærstu háskólunum á síðasta ári voru um tveir þriðju konur og þriðjungur karlar. Það er raunar stórkostlegt áhyggjuefni til framtíðar að hæfileikar ungra karla fá ekki að njóta sín í menntakerfinu.Fyrirtækjamenning sem fyrirstaða jafnréttis Það þarf engar stórkostlegar vísindalegar rannsóknir til að sjá að umhverfið innan fyrirtækja og meðal fjárfesta er mjög karllægt. Hvernig getum við stuðlað að breytingum á því þannig að bæði kynin njóti sín? Þar kemur ekki síst til kasta fjárfesta sem víða um heim hafa í auknum mæli tekið mið af fleiri breytum en hreinum fjárhagsbreytum við val á fjárfestingakostum. Þetta hafa fjárfestar m.a. gert vegna siðferðissjónarmiða en ef til vill ekki síður vegna þess að aðrar mælistikur en fjárhagslegar, þ.m.t. kynjahlutföll, gefa vísbendingar um skilvirkni í rekstri og framtíðarhorfur. Jafnrétti kynjanna er markmið í sjálfu sér en þar felst líka gífurlegt tækifæri til að ná auknum árangri og skapa meiri verðmæti. Þau fyrirtæki þar sem fyrirtækjamenning byggir á fjölbreytni og fjölbreytt sjónarmið eru lögð til grundvallar í ákvarðanatöku standa sig alla jafna betur og rekstur þeirra er áhættuminni. Síðast en ekki síst eru slík fyrirtæki góðir og eftirsóknarverðir vinnustaðir þar sem öllum líður betur, ekki bara konum.Þórey Vilhjálmsdóttir er ráðgjafi hjá Capacent Páll Harðarson er forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun