Kjánakúrfan: Hæfileikum kastað á glæ Þórey Vilhjálmsdóttir og Páll Harðarson skrifar 8. mars 2018 07:00 Það eru líklega flestir sammála um að jöfn tækifæri allra stuðla að því að þjóðfélagið geti notið góðs af hæfileikaríkasta fólkinu á hverju sviði og hámarkað þannig þann árangur sem við náum á öllum sviðum, hvort sem það er í atvinnulífi, menningarlífi, íþróttalífi eða rannsóknum og vísindum. Þegar tölfræði atvinnulífsins er skoðuð kemur hins vegar veruleg skekkja í ljós þar sem kerfisbundið virðist halla á annað kynið, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í nýlegri skýrslu McKinsey Institute er gerð tilraun til að færa þau tækifæri sem við glötum með þessari skekkju í tölur. Það er mat skýrsluhöfunda að ef hæfileikar karla og kvenna væru nýttir til jafns í heiminum myndi það auka heimsframleiðslu um litla 28 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Það jafngildir því að hagkerfi á stærð við hagkerfi Bandaríkjanna og Kína til samans væri bætt í púkkið og gott betur.„The Stupid Curve“ – sóun á hæfileikum Í nýlegri skoðun Capacent á stöðu kynjanna í ólíkum stjórnunarlögum má greinilega sjá að eftir því sem ofar dregur í valdapýramídanum dregur hratt úr hlutfalli kvenna. Konur eru um 40% sérfræðinga í fyrirtækjum, um þriðjungur forstöðumanna, rétt rúmur fjórðungur framkvæmdastjóra og einungis um einn forstjóri af tíu. Þetta eru sláandi tölur. Sú mynd sem þarna er dregin upp er gjarnan nefnd „the stupid curve“ með tilvísun til þess að við erum þeim mun meiri kjánar eftir því sem við köstum meira af hæfileikum annars kynsins á glæ. Að því gefnu að við séum sammála um að konur og karlar búi að jafnaði yfir jafnríkum hæfileikum er íslenskt samfélag að verða af gífurlegum verðmætum á meðan staðan er þessi.En hvað veldur? Oft er vísað til þess að um sé að ræða sögulega arfleifð, lengi vel hafi menntakerfið einfaldlega útskrifað fleiri karla en konur og það endurspeglist í atvinnulífinu. Á síðastliðnum 30 árum hafa konur hins vegar siglt hratt fram úr körlum í fjölda útskrifaðra nema úr háskóla. Ef horft er til útskriftarnema úr stærstu háskólunum á síðasta ári voru um tveir þriðju konur og þriðjungur karlar. Það er raunar stórkostlegt áhyggjuefni til framtíðar að hæfileikar ungra karla fá ekki að njóta sín í menntakerfinu.Fyrirtækjamenning sem fyrirstaða jafnréttis Það þarf engar stórkostlegar vísindalegar rannsóknir til að sjá að umhverfið innan fyrirtækja og meðal fjárfesta er mjög karllægt. Hvernig getum við stuðlað að breytingum á því þannig að bæði kynin njóti sín? Þar kemur ekki síst til kasta fjárfesta sem víða um heim hafa í auknum mæli tekið mið af fleiri breytum en hreinum fjárhagsbreytum við val á fjárfestingakostum. Þetta hafa fjárfestar m.a. gert vegna siðferðissjónarmiða en ef til vill ekki síður vegna þess að aðrar mælistikur en fjárhagslegar, þ.m.t. kynjahlutföll, gefa vísbendingar um skilvirkni í rekstri og framtíðarhorfur. Jafnrétti kynjanna er markmið í sjálfu sér en þar felst líka gífurlegt tækifæri til að ná auknum árangri og skapa meiri verðmæti. Þau fyrirtæki þar sem fyrirtækjamenning byggir á fjölbreytni og fjölbreytt sjónarmið eru lögð til grundvallar í ákvarðanatöku standa sig alla jafna betur og rekstur þeirra er áhættuminni. Síðast en ekki síst eru slík fyrirtæki góðir og eftirsóknarverðir vinnustaðir þar sem öllum líður betur, ekki bara konum.Þórey Vilhjálmsdóttir er ráðgjafi hjá Capacent Páll Harðarson er forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það eru líklega flestir sammála um að jöfn tækifæri allra stuðla að því að þjóðfélagið geti notið góðs af hæfileikaríkasta fólkinu á hverju sviði og hámarkað þannig þann árangur sem við náum á öllum sviðum, hvort sem það er í atvinnulífi, menningarlífi, íþróttalífi eða rannsóknum og vísindum. Þegar tölfræði atvinnulífsins er skoðuð kemur hins vegar veruleg skekkja í ljós þar sem kerfisbundið virðist halla á annað kynið, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í nýlegri skýrslu McKinsey Institute er gerð tilraun til að færa þau tækifæri sem við glötum með þessari skekkju í tölur. Það er mat skýrsluhöfunda að ef hæfileikar karla og kvenna væru nýttir til jafns í heiminum myndi það auka heimsframleiðslu um litla 28 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Það jafngildir því að hagkerfi á stærð við hagkerfi Bandaríkjanna og Kína til samans væri bætt í púkkið og gott betur.„The Stupid Curve“ – sóun á hæfileikum Í nýlegri skoðun Capacent á stöðu kynjanna í ólíkum stjórnunarlögum má greinilega sjá að eftir því sem ofar dregur í valdapýramídanum dregur hratt úr hlutfalli kvenna. Konur eru um 40% sérfræðinga í fyrirtækjum, um þriðjungur forstöðumanna, rétt rúmur fjórðungur framkvæmdastjóra og einungis um einn forstjóri af tíu. Þetta eru sláandi tölur. Sú mynd sem þarna er dregin upp er gjarnan nefnd „the stupid curve“ með tilvísun til þess að við erum þeim mun meiri kjánar eftir því sem við köstum meira af hæfileikum annars kynsins á glæ. Að því gefnu að við séum sammála um að konur og karlar búi að jafnaði yfir jafnríkum hæfileikum er íslenskt samfélag að verða af gífurlegum verðmætum á meðan staðan er þessi.En hvað veldur? Oft er vísað til þess að um sé að ræða sögulega arfleifð, lengi vel hafi menntakerfið einfaldlega útskrifað fleiri karla en konur og það endurspeglist í atvinnulífinu. Á síðastliðnum 30 árum hafa konur hins vegar siglt hratt fram úr körlum í fjölda útskrifaðra nema úr háskóla. Ef horft er til útskriftarnema úr stærstu háskólunum á síðasta ári voru um tveir þriðju konur og þriðjungur karlar. Það er raunar stórkostlegt áhyggjuefni til framtíðar að hæfileikar ungra karla fá ekki að njóta sín í menntakerfinu.Fyrirtækjamenning sem fyrirstaða jafnréttis Það þarf engar stórkostlegar vísindalegar rannsóknir til að sjá að umhverfið innan fyrirtækja og meðal fjárfesta er mjög karllægt. Hvernig getum við stuðlað að breytingum á því þannig að bæði kynin njóti sín? Þar kemur ekki síst til kasta fjárfesta sem víða um heim hafa í auknum mæli tekið mið af fleiri breytum en hreinum fjárhagsbreytum við val á fjárfestingakostum. Þetta hafa fjárfestar m.a. gert vegna siðferðissjónarmiða en ef til vill ekki síður vegna þess að aðrar mælistikur en fjárhagslegar, þ.m.t. kynjahlutföll, gefa vísbendingar um skilvirkni í rekstri og framtíðarhorfur. Jafnrétti kynjanna er markmið í sjálfu sér en þar felst líka gífurlegt tækifæri til að ná auknum árangri og skapa meiri verðmæti. Þau fyrirtæki þar sem fyrirtækjamenning byggir á fjölbreytni og fjölbreytt sjónarmið eru lögð til grundvallar í ákvarðanatöku standa sig alla jafna betur og rekstur þeirra er áhættuminni. Síðast en ekki síst eru slík fyrirtæki góðir og eftirsóknarverðir vinnustaðir þar sem öllum líður betur, ekki bara konum.Þórey Vilhjálmsdóttir er ráðgjafi hjá Capacent Páll Harðarson er forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar