Kjánakúrfan: Hæfileikum kastað á glæ Þórey Vilhjálmsdóttir og Páll Harðarson skrifar 8. mars 2018 07:00 Það eru líklega flestir sammála um að jöfn tækifæri allra stuðla að því að þjóðfélagið geti notið góðs af hæfileikaríkasta fólkinu á hverju sviði og hámarkað þannig þann árangur sem við náum á öllum sviðum, hvort sem það er í atvinnulífi, menningarlífi, íþróttalífi eða rannsóknum og vísindum. Þegar tölfræði atvinnulífsins er skoðuð kemur hins vegar veruleg skekkja í ljós þar sem kerfisbundið virðist halla á annað kynið, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í nýlegri skýrslu McKinsey Institute er gerð tilraun til að færa þau tækifæri sem við glötum með þessari skekkju í tölur. Það er mat skýrsluhöfunda að ef hæfileikar karla og kvenna væru nýttir til jafns í heiminum myndi það auka heimsframleiðslu um litla 28 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Það jafngildir því að hagkerfi á stærð við hagkerfi Bandaríkjanna og Kína til samans væri bætt í púkkið og gott betur.„The Stupid Curve“ – sóun á hæfileikum Í nýlegri skoðun Capacent á stöðu kynjanna í ólíkum stjórnunarlögum má greinilega sjá að eftir því sem ofar dregur í valdapýramídanum dregur hratt úr hlutfalli kvenna. Konur eru um 40% sérfræðinga í fyrirtækjum, um þriðjungur forstöðumanna, rétt rúmur fjórðungur framkvæmdastjóra og einungis um einn forstjóri af tíu. Þetta eru sláandi tölur. Sú mynd sem þarna er dregin upp er gjarnan nefnd „the stupid curve“ með tilvísun til þess að við erum þeim mun meiri kjánar eftir því sem við köstum meira af hæfileikum annars kynsins á glæ. Að því gefnu að við séum sammála um að konur og karlar búi að jafnaði yfir jafnríkum hæfileikum er íslenskt samfélag að verða af gífurlegum verðmætum á meðan staðan er þessi.En hvað veldur? Oft er vísað til þess að um sé að ræða sögulega arfleifð, lengi vel hafi menntakerfið einfaldlega útskrifað fleiri karla en konur og það endurspeglist í atvinnulífinu. Á síðastliðnum 30 árum hafa konur hins vegar siglt hratt fram úr körlum í fjölda útskrifaðra nema úr háskóla. Ef horft er til útskriftarnema úr stærstu háskólunum á síðasta ári voru um tveir þriðju konur og þriðjungur karlar. Það er raunar stórkostlegt áhyggjuefni til framtíðar að hæfileikar ungra karla fá ekki að njóta sín í menntakerfinu.Fyrirtækjamenning sem fyrirstaða jafnréttis Það þarf engar stórkostlegar vísindalegar rannsóknir til að sjá að umhverfið innan fyrirtækja og meðal fjárfesta er mjög karllægt. Hvernig getum við stuðlað að breytingum á því þannig að bæði kynin njóti sín? Þar kemur ekki síst til kasta fjárfesta sem víða um heim hafa í auknum mæli tekið mið af fleiri breytum en hreinum fjárhagsbreytum við val á fjárfestingakostum. Þetta hafa fjárfestar m.a. gert vegna siðferðissjónarmiða en ef til vill ekki síður vegna þess að aðrar mælistikur en fjárhagslegar, þ.m.t. kynjahlutföll, gefa vísbendingar um skilvirkni í rekstri og framtíðarhorfur. Jafnrétti kynjanna er markmið í sjálfu sér en þar felst líka gífurlegt tækifæri til að ná auknum árangri og skapa meiri verðmæti. Þau fyrirtæki þar sem fyrirtækjamenning byggir á fjölbreytni og fjölbreytt sjónarmið eru lögð til grundvallar í ákvarðanatöku standa sig alla jafna betur og rekstur þeirra er áhættuminni. Síðast en ekki síst eru slík fyrirtæki góðir og eftirsóknarverðir vinnustaðir þar sem öllum líður betur, ekki bara konum.Þórey Vilhjálmsdóttir er ráðgjafi hjá Capacent Páll Harðarson er forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Sjá meira
Það eru líklega flestir sammála um að jöfn tækifæri allra stuðla að því að þjóðfélagið geti notið góðs af hæfileikaríkasta fólkinu á hverju sviði og hámarkað þannig þann árangur sem við náum á öllum sviðum, hvort sem það er í atvinnulífi, menningarlífi, íþróttalífi eða rannsóknum og vísindum. Þegar tölfræði atvinnulífsins er skoðuð kemur hins vegar veruleg skekkja í ljós þar sem kerfisbundið virðist halla á annað kynið, ekki bara hér á landi heldur um allan heim. Í nýlegri skýrslu McKinsey Institute er gerð tilraun til að færa þau tækifæri sem við glötum með þessari skekkju í tölur. Það er mat skýrsluhöfunda að ef hæfileikar karla og kvenna væru nýttir til jafns í heiminum myndi það auka heimsframleiðslu um litla 28 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Það jafngildir því að hagkerfi á stærð við hagkerfi Bandaríkjanna og Kína til samans væri bætt í púkkið og gott betur.„The Stupid Curve“ – sóun á hæfileikum Í nýlegri skoðun Capacent á stöðu kynjanna í ólíkum stjórnunarlögum má greinilega sjá að eftir því sem ofar dregur í valdapýramídanum dregur hratt úr hlutfalli kvenna. Konur eru um 40% sérfræðinga í fyrirtækjum, um þriðjungur forstöðumanna, rétt rúmur fjórðungur framkvæmdastjóra og einungis um einn forstjóri af tíu. Þetta eru sláandi tölur. Sú mynd sem þarna er dregin upp er gjarnan nefnd „the stupid curve“ með tilvísun til þess að við erum þeim mun meiri kjánar eftir því sem við köstum meira af hæfileikum annars kynsins á glæ. Að því gefnu að við séum sammála um að konur og karlar búi að jafnaði yfir jafnríkum hæfileikum er íslenskt samfélag að verða af gífurlegum verðmætum á meðan staðan er þessi.En hvað veldur? Oft er vísað til þess að um sé að ræða sögulega arfleifð, lengi vel hafi menntakerfið einfaldlega útskrifað fleiri karla en konur og það endurspeglist í atvinnulífinu. Á síðastliðnum 30 árum hafa konur hins vegar siglt hratt fram úr körlum í fjölda útskrifaðra nema úr háskóla. Ef horft er til útskriftarnema úr stærstu háskólunum á síðasta ári voru um tveir þriðju konur og þriðjungur karlar. Það er raunar stórkostlegt áhyggjuefni til framtíðar að hæfileikar ungra karla fá ekki að njóta sín í menntakerfinu.Fyrirtækjamenning sem fyrirstaða jafnréttis Það þarf engar stórkostlegar vísindalegar rannsóknir til að sjá að umhverfið innan fyrirtækja og meðal fjárfesta er mjög karllægt. Hvernig getum við stuðlað að breytingum á því þannig að bæði kynin njóti sín? Þar kemur ekki síst til kasta fjárfesta sem víða um heim hafa í auknum mæli tekið mið af fleiri breytum en hreinum fjárhagsbreytum við val á fjárfestingakostum. Þetta hafa fjárfestar m.a. gert vegna siðferðissjónarmiða en ef til vill ekki síður vegna þess að aðrar mælistikur en fjárhagslegar, þ.m.t. kynjahlutföll, gefa vísbendingar um skilvirkni í rekstri og framtíðarhorfur. Jafnrétti kynjanna er markmið í sjálfu sér en þar felst líka gífurlegt tækifæri til að ná auknum árangri og skapa meiri verðmæti. Þau fyrirtæki þar sem fyrirtækjamenning byggir á fjölbreytni og fjölbreytt sjónarmið eru lögð til grundvallar í ákvarðanatöku standa sig alla jafna betur og rekstur þeirra er áhættuminni. Síðast en ekki síst eru slík fyrirtæki góðir og eftirsóknarverðir vinnustaðir þar sem öllum líður betur, ekki bara konum.Þórey Vilhjálmsdóttir er ráðgjafi hjá Capacent Páll Harðarson er forstjóri Kauphallarinnar, Nasdaq Iceland
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar