Viltu fræðast um Vináttu? Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 8. mars 2018 07:00 Það var á vordögum 2014, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi gengu til samstarfs við systursamtök Barnaheilla, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku, um þýðingu og útgáfu á Fri for mobberi námsefninu. Efnið fékk nafnið Vinátta á íslensku og strax um haustið var það tilbúið til notkunar og tilraunakennt í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum veturinn 2014–2015. Að því loknu var það yfirfarið, gefið út að nýju og boðið öllum leikskólum til notkunar í byrjun árs 2016. Nú eru rúmlega 100 leikskólar um allt land að vinna með Vináttu og eru það um 40% leikskóla landsins. Jafnframt hófu 15 grunnskólar tilraunavinnu með efnið haustið 2017. Mikil ánægja er með Vináttu enda einstaklega handhægt efni og skilar góðum árangri í að draga úr einelti og félagslegri útilokun meðal barna, í að þjálfa börn í jákvæðum samskiptum og félagsfærni og að byggja upp góðan skólabrag. Táknmynd Vináttu er fjólublái bangsinn Blær sem huggar og hughreystir börnin og gefur þeim rödd. Lögð er áhersla á gildi margbreytileikans og að hvert og eitt barn sé virt og fái að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta (Fri for mobberi) byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og er reglulega tekið út. Efnið byggist ekki síst á rannsóknum eXbus rannsóknarhópsins ( Exploring Bullying in School) sem hefur rannsakað einelti og félagslega útilokun meðal barna og ungmenna frá árinu 2007. Á þeim tíma var dr. Dorte Marie Søndergaard, prófessor í félagslegri sálfræði við háskólann í Árósum, forstöðumaður rannsóknarhópsins. Niðurstöður þessara rannsókna lögðu grunn að hugmyndafræði Vináttu – Fri for mobberi. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er einelti félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því skal alltaf vinna með hópinn í heild og skoða það umhverfi og aðstæður þar sem einelti eða útilokun nær að festa rætur og þrífast. Vinátta hefur fengið einstaklega góð viðbrögð hjá þeim skólum sem hafa tekið efnið til notkunar á Íslandi. Umsagnir eins og „verkefnið er eins og himnasending til okkar“ og „besta efni sem ég hef unnið með“ eru orð leikskólakennara sem vinna með Vináttu. „Foreldrar eru rosalega ánægðir með Vináttu og börnin líka,“ eru orð grunnskólakennara. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem Vinátta hefur fengið til þessa og vonast til að með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla í verkefninu muni einelti í skólum verða hverfandi. Þú getur fræðst nánar um vináttu á barnaheill.is.Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það var á vordögum 2014, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi gengu til samstarfs við systursamtök Barnaheilla, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku, um þýðingu og útgáfu á Fri for mobberi námsefninu. Efnið fékk nafnið Vinátta á íslensku og strax um haustið var það tilbúið til notkunar og tilraunakennt í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum veturinn 2014–2015. Að því loknu var það yfirfarið, gefið út að nýju og boðið öllum leikskólum til notkunar í byrjun árs 2016. Nú eru rúmlega 100 leikskólar um allt land að vinna með Vináttu og eru það um 40% leikskóla landsins. Jafnframt hófu 15 grunnskólar tilraunavinnu með efnið haustið 2017. Mikil ánægja er með Vináttu enda einstaklega handhægt efni og skilar góðum árangri í að draga úr einelti og félagslegri útilokun meðal barna, í að þjálfa börn í jákvæðum samskiptum og félagsfærni og að byggja upp góðan skólabrag. Táknmynd Vináttu er fjólublái bangsinn Blær sem huggar og hughreystir börnin og gefur þeim rödd. Lögð er áhersla á gildi margbreytileikans og að hvert og eitt barn sé virt og fái að njóta sín á eigin forsendum. Vinátta (Fri for mobberi) byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og er reglulega tekið út. Efnið byggist ekki síst á rannsóknum eXbus rannsóknarhópsins ( Exploring Bullying in School) sem hefur rannsakað einelti og félagslega útilokun meðal barna og ungmenna frá árinu 2007. Á þeim tíma var dr. Dorte Marie Søndergaard, prófessor í félagslegri sálfræði við háskólann í Árósum, forstöðumaður rannsóknarhópsins. Niðurstöður þessara rannsókna lögðu grunn að hugmyndafræði Vináttu – Fri for mobberi. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er einelti félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því skal alltaf vinna með hópinn í heild og skoða það umhverfi og aðstæður þar sem einelti eða útilokun nær að festa rætur og þrífast. Vinátta hefur fengið einstaklega góð viðbrögð hjá þeim skólum sem hafa tekið efnið til notkunar á Íslandi. Umsagnir eins og „verkefnið er eins og himnasending til okkar“ og „besta efni sem ég hef unnið með“ eru orð leikskólakennara sem vinna með Vináttu. „Foreldrar eru rosalega ánægðir með Vináttu og börnin líka,“ eru orð grunnskólakennara. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem Vinátta hefur fengið til þessa og vonast til að með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla í verkefninu muni einelti í skólum verða hverfandi. Þú getur fræðst nánar um vináttu á barnaheill.is.Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun