Það var á vordögum 2014, sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi gengu til samstarfs við systursamtök Barnaheilla, Red barnet – Save the Children og Mary Fonden í Danmörku, um þýðingu og útgáfu á Fri for mobberi námsefninu. Efnið fékk nafnið Vinátta á íslensku og strax um haustið var það tilbúið til notkunar og tilraunakennt í sex leikskólum í jafnmörgum sveitarfélögum veturinn 2014–2015. Að því loknu var það yfirfarið, gefið út að nýju og boðið öllum leikskólum til notkunar í byrjun árs 2016. Nú eru rúmlega 100 leikskólar um allt land að vinna með Vináttu og eru það um 40% leikskóla landsins. Jafnframt hófu 15 grunnskólar tilraunavinnu með efnið haustið 2017.
Mikil ánægja er með Vináttu enda einstaklega handhægt efni og skilar góðum árangri í að draga úr einelti og félagslegri útilokun meðal barna, í að þjálfa börn í jákvæðum samskiptum og félagsfærni og að byggja upp góðan skólabrag. Táknmynd Vináttu er fjólublái bangsinn Blær sem huggar og hughreystir börnin og gefur þeim rödd. Lögð er áhersla á gildi margbreytileikans og að hvert og eitt barn sé virt og fái að njóta sín á eigin forsendum.
Vinátta (Fri for mobberi) byggist á nýjustu rannsóknum á einelti og er reglulega tekið út. Efnið byggist ekki síst á rannsóknum eXbus rannsóknarhópsins ( Exploring Bullying in School) sem hefur rannsakað einelti og félagslega útilokun meðal barna og ungmenna frá árinu 2007. Á þeim tíma var dr. Dorte Marie Søndergaard, prófessor í félagslegri sálfræði við háskólann í Árósum, forstöðumaður rannsóknarhópsins. Niðurstöður þessara rannsókna lögðu grunn að hugmyndafræði Vináttu – Fri for mobberi. Samkvæmt þeirri hugmyndafræði er einelti félagslegt, menningarlegt og samskiptalegt mein en ekki einstaklingsbundinn vandi. Því skal alltaf vinna með hópinn í heild og skoða það umhverfi og aðstæður þar sem einelti eða útilokun nær að festa rætur og þrífast.
Vinátta hefur fengið einstaklega góð viðbrögð hjá þeim skólum sem hafa tekið efnið til notkunar á Íslandi. Umsagnir eins og „verkefnið er eins og himnasending til okkar“ og „besta efni sem ég hef unnið með“ eru orð leikskólakennara sem vinna með Vináttu. „Foreldrar eru rosalega ánægðir með Vináttu og börnin líka,“ eru orð grunnskólakennara.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru þakklát fyrir þær góðu viðtökur sem Vinátta hefur fengið til þessa og vonast til að með þátttöku sem flestra leik- og grunnskóla í verkefninu muni einelti í skólum verða hverfandi. Þú getur fræðst nánar um vináttu á barnaheill.is.
Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi

Viltu fræðast um Vináttu?
Skoðun

Ertu að bjóða barnaníðingum heim til þín?
Stefanía Arnardóttir skrifar

Nokkrar „sturlaðar“ staðreyndir um íslenskan vinnumarkað
Þorsteinn Víglundsson skrifar

Harðræði ríkisins gegn Eflingu - epli Aðalsteins og afstaða VG
Árni Stefán Árnason skrifar

Tryggjum fæðuöryggi þjóðar
Anton Guðmundsson skrifar

Árangur fyrir heimilislausar konur
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Hafnarfjörður og húsnæðissáttmáli höfuðborgarsvæðisins
Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Setjum upp kolluna á alþjóðlegum baráttudegi gegn krabbameinum
Inga Bryndís Árnadóttir skrifar

Kolefnishlutlaus vöruflutningageiri
Haukur Logi Jóhannsson skrifar

Alþjóðlegur dagur votlendis, líka í Hafnarfirði
Davíð Arnar Stefánsson skrifar

„Bíddu, hvað er í gangi?“/ “O co tak naprawdę chodzi?”
Nichole Leigh Mosty,Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar

Breiðfylking umbótaafla
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

„Það er til nóg af flugvélum í landinu“
Sigmar Guðmundsson skrifar

Sturlaðar staðreyndir um græðgi!
Ragnar Þór Ingólfsson skrifar

Heimgreiðslur, mannekla í leikskólum og viðbrögð skólayfirvalda vegna skólaforðunar
Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Sannleikurinn um Vestfirði
Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar