Ungmenni búin að fá nóg Þórdís Eva Einarsdóttir skrifar 8. mars 2018 10:23 Lækkun kosningaaldurs úr 18 árum niður í 16 ár hefur verið í umræðunni í mörg ár og nokkrum sinnum hafa verið lögð fram frumvörp þess efnis. Í þessum skrifuðu orðum hefur verið lagt fram nýtt frumvarp á Alþingi. Það er ólíkt þeim sem hafa verið á undan að því leyti að í því er sjónarmiðum beint að sveitastjórnarkosningum. Ef kosningaaldur almennt væri lækkaður þyrfti að ráðast í breytingar á stjórnarskrá en með þessu frumvarpi þyrfti aðeins lagabreytingar. Lækkun kosningaaldurs með þessum hætti er því öruggari leið til að gefa ungmennum tækifæri til að hafa áhrif á sitt samfélag. Ef frumvarpið nær fram að ganga er stefnt að því að innleiða nýju lögin fyrir sveitastjórnarkosningarnar núna í vor.Þreytt á óréttlæti Helstu mótrök gegn lækkuninni eru þau að 16 ára einstaklingar séu ekki nógu þroskaðir til að axla þessa ábyrgð, hafi ekki vit á málefnum sem viðkoma stjórnmálum og séu of auðtrúa til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þessi rök samræmast ekki veruleika 16 ára ungmenna. 16 ára einstaklingar standa á miklum tímamótum. Þeir útskrifast úr grunnskóla, hefja nám í framhaldsskóla og margir flytja að heiman, auk þess sem þeir eru sakhæfir og tekjuskattur dreginn af launum þeirra. 16 ára einstaklingar eru virkir þátttakendur í þjóðfélaginu og eiga að njóta þeirra réttinda sem því fylgir. Ungmenni hafa þurft að þola mikið óréttlæti þegar kemur að málefnum sem snerta þau. Ýmsar róttækar breytingar hafa orðið að veruleika á síðustu misserum og má þar nefna styttingu náms til stúdentsprófs, upptöku ABC kerfisins og breytingar á samræmdu prófunum. Ekkert af þessu var gert í samráði við þau sem þetta hefur mest áhrif á, ungmennin sjálf. Ungt fólk er þreytt á að hafa ekki rödd og að þurfa að horfa upp á aðra taka ákvarðanir um framtíð þeirra án þess að geta lagt neitt til málanna.Nauðsynlegt að efla fræðslu Hins vegar er margt til í því að 16 ára einstaklingar viti ekki mikið um stjórnmál. Það er eitthvað sem nauðsynlegt er að laga, hvort sem lagst verður í lækkun á kosningaaldri eða ekki. Í grunnskólum er lítil sem engin fræðsla um stjórnmál. Það er ekki nóg að lesa einn kafla í samfélagsfræðibók og láta þar við sitja. Ef ungmenni eiga að geta tekið upplýsta ákvörðun verða þau að læra grundvallaratriði stjórnmála. Ekki er hægt að kenna áhugaleysi um þennan vanda. Það hefur sýnt sig að ungmenni vilja taka þátt og undirrituð hefur aldrei hitt ungling sem vill alls ekki læra um stjórnmál, enda sú þekking mikilvægt veganesti út í lífið. Það er ekki fyrr en í framhaldsskóla sem reynt er að hvetja ungmenni til að sýna áhuga á stjórnmálum. Má ekki ráðast í verkið af hálfum hug Lækkun kosningaaldurs hefur verið reynd í öðrum löndum og er þá nærtækast að nefna Danmörk og Noreg. Þegar Danir prófuðu þessa breytingu í sveitastjórnarkosningum stóðu þeir fyrir stórri herferð til að auka þátttöku ungs fólks og náðu góðum árangri í að hækka kjörsókn. Norðmenn stóðu hins vegar ekki fyrir þess konar herferð og hafði lækkunin lítil áhrif á kosningaþátttöku þar í landi. Við megum ekki falla í sömu gryfju og Norðmenn. Ef markmiðið er að auka þátttöku ungs fólks í kosningum, að viðhalda lýðræði og gefa þátttakendum þjóðfélagsins þau réttindi sem þeir eiga skilið þarf að efla fræðslu og beisla áhuga ungmenna til að taka þátt. Þá vaknar sú spurning hvort skynsamlegt sé að lækka kosningaaldur fyrir kosningarnar í vor án þess að það gefist nægur tími til að gera nauðsynlegar breytingar. Með lækkun kosningaaldurs hljóta ungmenni rödd og eru ekki lengur utangarðs, þau hvetja stjórnmálafólk til að sanna sig fyrir stærri hóp fólks og neyða þau til að taka tillit til fleiri sjónarmiða. Ef við höldum rétt á spöðunum getur lækkun kosningaaldurs haft jákvæð áhrif á þjóðfélagið. Höfundur er nemandi á 1. ári í Menntaskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Lækkun kosningaaldurs úr 18 árum niður í 16 ár hefur verið í umræðunni í mörg ár og nokkrum sinnum hafa verið lögð fram frumvörp þess efnis. Í þessum skrifuðu orðum hefur verið lagt fram nýtt frumvarp á Alþingi. Það er ólíkt þeim sem hafa verið á undan að því leyti að í því er sjónarmiðum beint að sveitastjórnarkosningum. Ef kosningaaldur almennt væri lækkaður þyrfti að ráðast í breytingar á stjórnarskrá en með þessu frumvarpi þyrfti aðeins lagabreytingar. Lækkun kosningaaldurs með þessum hætti er því öruggari leið til að gefa ungmennum tækifæri til að hafa áhrif á sitt samfélag. Ef frumvarpið nær fram að ganga er stefnt að því að innleiða nýju lögin fyrir sveitastjórnarkosningarnar núna í vor.Þreytt á óréttlæti Helstu mótrök gegn lækkuninni eru þau að 16 ára einstaklingar séu ekki nógu þroskaðir til að axla þessa ábyrgð, hafi ekki vit á málefnum sem viðkoma stjórnmálum og séu of auðtrúa til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Þessi rök samræmast ekki veruleika 16 ára ungmenna. 16 ára einstaklingar standa á miklum tímamótum. Þeir útskrifast úr grunnskóla, hefja nám í framhaldsskóla og margir flytja að heiman, auk þess sem þeir eru sakhæfir og tekjuskattur dreginn af launum þeirra. 16 ára einstaklingar eru virkir þátttakendur í þjóðfélaginu og eiga að njóta þeirra réttinda sem því fylgir. Ungmenni hafa þurft að þola mikið óréttlæti þegar kemur að málefnum sem snerta þau. Ýmsar róttækar breytingar hafa orðið að veruleika á síðustu misserum og má þar nefna styttingu náms til stúdentsprófs, upptöku ABC kerfisins og breytingar á samræmdu prófunum. Ekkert af þessu var gert í samráði við þau sem þetta hefur mest áhrif á, ungmennin sjálf. Ungt fólk er þreytt á að hafa ekki rödd og að þurfa að horfa upp á aðra taka ákvarðanir um framtíð þeirra án þess að geta lagt neitt til málanna.Nauðsynlegt að efla fræðslu Hins vegar er margt til í því að 16 ára einstaklingar viti ekki mikið um stjórnmál. Það er eitthvað sem nauðsynlegt er að laga, hvort sem lagst verður í lækkun á kosningaaldri eða ekki. Í grunnskólum er lítil sem engin fræðsla um stjórnmál. Það er ekki nóg að lesa einn kafla í samfélagsfræðibók og láta þar við sitja. Ef ungmenni eiga að geta tekið upplýsta ákvörðun verða þau að læra grundvallaratriði stjórnmála. Ekki er hægt að kenna áhugaleysi um þennan vanda. Það hefur sýnt sig að ungmenni vilja taka þátt og undirrituð hefur aldrei hitt ungling sem vill alls ekki læra um stjórnmál, enda sú þekking mikilvægt veganesti út í lífið. Það er ekki fyrr en í framhaldsskóla sem reynt er að hvetja ungmenni til að sýna áhuga á stjórnmálum. Má ekki ráðast í verkið af hálfum hug Lækkun kosningaaldurs hefur verið reynd í öðrum löndum og er þá nærtækast að nefna Danmörk og Noreg. Þegar Danir prófuðu þessa breytingu í sveitastjórnarkosningum stóðu þeir fyrir stórri herferð til að auka þátttöku ungs fólks og náðu góðum árangri í að hækka kjörsókn. Norðmenn stóðu hins vegar ekki fyrir þess konar herferð og hafði lækkunin lítil áhrif á kosningaþátttöku þar í landi. Við megum ekki falla í sömu gryfju og Norðmenn. Ef markmiðið er að auka þátttöku ungs fólks í kosningum, að viðhalda lýðræði og gefa þátttakendum þjóðfélagsins þau réttindi sem þeir eiga skilið þarf að efla fræðslu og beisla áhuga ungmenna til að taka þátt. Þá vaknar sú spurning hvort skynsamlegt sé að lækka kosningaaldur fyrir kosningarnar í vor án þess að það gefist nægur tími til að gera nauðsynlegar breytingar. Með lækkun kosningaaldurs hljóta ungmenni rödd og eru ekki lengur utangarðs, þau hvetja stjórnmálafólk til að sanna sig fyrir stærri hóp fólks og neyða þau til að taka tillit til fleiri sjónarmiða. Ef við höldum rétt á spöðunum getur lækkun kosningaaldurs haft jákvæð áhrif á þjóðfélagið. Höfundur er nemandi á 1. ári í Menntaskólanum á Akureyri.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun