Öll eggin – eða hvað? Kristján Þór Davíðsson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Ánægjuleg er fréttin um mannfjöldaþróun á Vestfjörðum á bls. 6 í Fréttablaðinu þann 18. febrúar. Hundruð nýrra starfa, hundruð milljóna í auknar skatttekjur, ungt fólk flytur til baka í fjölbreytt störf, skólar og leikskólar fyllast af börnum og áfram mætti telja.Sérkennilegt er að Magnús Guðmundsson, menningarritstjóri blaðsins, sér ástæðu til að vara við orsökinni undir fyrirsögninni „Öll eggin“, sem er raunar þvert á leiðarstef höfundar: „Þó svo að laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestfjarða“ er ekkert víst að „hið sama þurfi að henta öðrum svæðum,“ segir hann. Ekki verður annað séð en að hann vilji halda óbreyttu ástandi, öll eggin í þá körfu sem þegar er til staðar, varar við fiskeldi sem nýjum atvinnuvegi og skiptir engu þótt það hafi þegar sannað sig annars staðar.Annar tónnÍ grein Gauta Jóhannessonar, sveitarstjóra Djúpavogshrepps, í Fréttablaðinu 15. ágúst sl. er annar tónn, enda höfundur nær vettvangi og fróðari um aðstæður fyrir austan. Hann telur áhrifin verða gríðarleg á mannlíf og atvinnuuppbyggingu í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi. Enda ungt fólk og vel menntað þegar farið að flytja heim á ný, rétt eins og fyrir vestan. „Hófsemi og stöðugleiki“ eru heillavænlegri dreifbýlisbúum en þessi atvinnuuppbygging að mati leiðarahöfundar. Að fiskeldi bætist við sem ný stoð í atvinnulífi brothættra byggða er honum þyrnir í augum. Hann lætur liggja á milli hluta að fiskeldi er þegar útilokað við meginhluta strandlengjunnar. Einnig það að áhættumat sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar sýnir að erfðablöndunarhætta eldis- og villtra laxa er sáralítil og staðbundin og langt innan marka í öllum ám við allt að 71.000 tonna árlegt eldi á Vestfjörðum og Austfjörðum. Og einnig það að varfærið burðarþolsmat sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar segir að þau fáu svæði þar sem laxeldi er leyft þoli a.m.k. 130.000 tonna árlegt eldi, án þess að náttúran láti á sjá. Að útreikningar Byggðastofnunar sýni þúsundir starfa og milljarða tekjuaukningu einstaklinga og sveitarfélaga með uppbyggingu fiskeldis vegur heldur ekki þungt í huga leiðarahöfundar. Að fiskeldiskvíar er ekki hægt að færa burt eins og kvóta telur heldur ekki mikið, þótt margir íbúar þorpa á landsbyggðinni kannist vel við það. Andstæðinga eldis segir hann benda á að næga og fjölbreytta atvinnu sé að hafa á laxeldissvæðunum; sjómennska, fiskverkun og jafnvel hótel, hvað viljiði meira? Og ekki þarf að hafa áhyggjur af atvinnu fyrir brottflutta, eða hvað? Magnús kallar sjálfan sig og aðra andstæðinga laxeldisáforma náttúruunnendur en við hin, sem erum fylgjandi einni vistvænstu matvælaframleiðslu sem völ er á, leiðum huga hans að olíukóngum og banksterum. „Framfarir eru fallegt orð. En breytingar eru hvati þeirra og breytingar eiga sér óvini.“Í alls óskyldum leiðara fyrir skömmu vitnar Magnús í þessi orð Roberts F. Kennedy. Það skyldi þó aldrei vera skýringin á því að umfjöllunin er jafn sorglega einhæf og raun ber vitni. Eða hvernig á annars að skýra það að hann telji uppbyggingu vistvæns fiskeldis, sem er opinber stefna stjórnvalda að framkvæma í sátt við náttúruna, í samræmi við ströngustu kröfur og ráð vísindamanna, undir stöðugu eftirliti sérfræðinga skipulags-, matvæla- og umhverfisyfirvalda, ganga gegn fjölbreyttum atvinnuháttum og skynsamlegri nýtingu náttúrunnar?Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ánægjuleg er fréttin um mannfjöldaþróun á Vestfjörðum á bls. 6 í Fréttablaðinu þann 18. febrúar. Hundruð nýrra starfa, hundruð milljóna í auknar skatttekjur, ungt fólk flytur til baka í fjölbreytt störf, skólar og leikskólar fyllast af börnum og áfram mætti telja.Sérkennilegt er að Magnús Guðmundsson, menningarritstjóri blaðsins, sér ástæðu til að vara við orsökinni undir fyrirsögninni „Öll eggin“, sem er raunar þvert á leiðarstef höfundar: „Þó svo að laxeldi hafi haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og byggðir Vestfjarða“ er ekkert víst að „hið sama þurfi að henta öðrum svæðum,“ segir hann. Ekki verður annað séð en að hann vilji halda óbreyttu ástandi, öll eggin í þá körfu sem þegar er til staðar, varar við fiskeldi sem nýjum atvinnuvegi og skiptir engu þótt það hafi þegar sannað sig annars staðar.Annar tónnÍ grein Gauta Jóhannessonar, sveitarstjóra Djúpavogshrepps, í Fréttablaðinu 15. ágúst sl. er annar tónn, enda höfundur nær vettvangi og fróðari um aðstæður fyrir austan. Hann telur áhrifin verða gríðarleg á mannlíf og atvinnuuppbyggingu í Fjarðabyggð og Djúpavogshreppi. Enda ungt fólk og vel menntað þegar farið að flytja heim á ný, rétt eins og fyrir vestan. „Hófsemi og stöðugleiki“ eru heillavænlegri dreifbýlisbúum en þessi atvinnuuppbygging að mati leiðarahöfundar. Að fiskeldi bætist við sem ný stoð í atvinnulífi brothættra byggða er honum þyrnir í augum. Hann lætur liggja á milli hluta að fiskeldi er þegar útilokað við meginhluta strandlengjunnar. Einnig það að áhættumat sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar sýnir að erfðablöndunarhætta eldis- og villtra laxa er sáralítil og staðbundin og langt innan marka í öllum ám við allt að 71.000 tonna árlegt eldi á Vestfjörðum og Austfjörðum. Og einnig það að varfærið burðarþolsmat sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar segir að þau fáu svæði þar sem laxeldi er leyft þoli a.m.k. 130.000 tonna árlegt eldi, án þess að náttúran láti á sjá. Að útreikningar Byggðastofnunar sýni þúsundir starfa og milljarða tekjuaukningu einstaklinga og sveitarfélaga með uppbyggingu fiskeldis vegur heldur ekki þungt í huga leiðarahöfundar. Að fiskeldiskvíar er ekki hægt að færa burt eins og kvóta telur heldur ekki mikið, þótt margir íbúar þorpa á landsbyggðinni kannist vel við það. Andstæðinga eldis segir hann benda á að næga og fjölbreytta atvinnu sé að hafa á laxeldissvæðunum; sjómennska, fiskverkun og jafnvel hótel, hvað viljiði meira? Og ekki þarf að hafa áhyggjur af atvinnu fyrir brottflutta, eða hvað? Magnús kallar sjálfan sig og aðra andstæðinga laxeldisáforma náttúruunnendur en við hin, sem erum fylgjandi einni vistvænstu matvælaframleiðslu sem völ er á, leiðum huga hans að olíukóngum og banksterum. „Framfarir eru fallegt orð. En breytingar eru hvati þeirra og breytingar eiga sér óvini.“Í alls óskyldum leiðara fyrir skömmu vitnar Magnús í þessi orð Roberts F. Kennedy. Það skyldi þó aldrei vera skýringin á því að umfjöllunin er jafn sorglega einhæf og raun ber vitni. Eða hvernig á annars að skýra það að hann telji uppbyggingu vistvæns fiskeldis, sem er opinber stefna stjórnvalda að framkvæma í sátt við náttúruna, í samræmi við ströngustu kröfur og ráð vísindamanna, undir stöðugu eftirliti sérfræðinga skipulags-, matvæla- og umhverfisyfirvalda, ganga gegn fjölbreyttum atvinnuháttum og skynsamlegri nýtingu náttúrunnar?Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar