Starfsmenn hafa áhyggjur af fjarskiptaleysi í þjóðgarðinum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 08:00 Dritvík í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. „Á síðasta ári fengum við rúmlega 400 þúsund gesti og það er á mörkunum með að vera forsvaranlegt að við skulum ekki vera með símasamband í hluta af þjóðgarðinum og hluta akstursleiðarinnar þar sem fólk er að fara í gegn,“ segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði.Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag eru með öllu fjarskiptalaus svæði á löngum köflum í og við þjóðgarðinn með tilheyrandi öryggisleysi og vandræðum ef eitthvað kemur upp á. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sagði þetta slæmt bæði fyrir ferðamenn sem þarna eiga leið um sem og viðbragðsaðila þar sem tetra-talstöðvarsamband væri þarna líka stopult. Tvö slys urðu á dauða svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. Jón segir sambandið inni í garðinum oft lítið sem ekkert. „Á þessari leið geta skapast erfiðar aðstæður og það er töluvert um að menn festi bílana sína hér að vetri til og víða í þjóðgarðinum og fólk er hlaupandi fram og aftur að leita að sambandi til að láta vita af sér og sækja sér aðstoð. Það er ljóst að ef alvarlegt slys verður myndi það tefja talsvert viðbragðstíma ef fólk kemst ekki í símasamband.“Sjá einnig: Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Hann segir það eindregna ósk sína og þeirra sem þarna starfi að ráðist verður í úrbætur á þessu, líkt og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar boðaði í Fréttablaðinu um helgina. „Þetta veldur okkur áhyggjum. Það dregur úr öryggi að geta ekki verið inni á svæðinu og náð sambandi ef eitthvað kemur upp á. Þetta er erfitt.“ Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er einn vinsælasti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Jón segir þá vera með örugga talningu upp á nærri 400 þúsund gesti á síðasta ári, og eru þá heimamenn og túristar frá skemmtiferðaskipum á Grundarfirði ekki taldir með. Aukningin hefur verið um 20 prósent á ári og menn finni síst fyrir samdrætti í þeim efnum. Djúpalónssandur er með vinsælli viðkomustöðum ferðamanna en að sögn Jóns líka einn sá varhugaverðasti. Þar geti verið mjög erfitt að ná sambandi. Nefnir hann að síðastliðinn fimmtudag hafi gúmmíbát rekið upp í fjöru við Malarrif sem ekki hafi verið hægt að tilkynna né fá frekari upplýsingar um fyrr en símasamband fannst. Blessunarlega reyndist ekkert alvarlegt hafa gerst. „En það yrði dapurlegt ef eitthvað kæmi upp á og fólk gæti ekki látið vita.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. 25. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Á síðasta ári fengum við rúmlega 400 þúsund gesti og það er á mörkunum með að vera forsvaranlegt að við skulum ekki vera með símasamband í hluta af þjóðgarðinum og hluta akstursleiðarinnar þar sem fólk er að fara í gegn,“ segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði.Eins og fram kom í Fréttablaðinu á laugardag eru með öllu fjarskiptalaus svæði á löngum köflum í og við þjóðgarðinn með tilheyrandi öryggisleysi og vandræðum ef eitthvað kemur upp á. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar sagði þetta slæmt bæði fyrir ferðamenn sem þarna eiga leið um sem og viðbragðsaðila þar sem tetra-talstöðvarsamband væri þarna líka stopult. Tvö slys urðu á dauða svæðinu í fyrra þar sem ekki var hægt að hringja eftir aðstoð. Jón segir sambandið inni í garðinum oft lítið sem ekkert. „Á þessari leið geta skapast erfiðar aðstæður og það er töluvert um að menn festi bílana sína hér að vetri til og víða í þjóðgarðinum og fólk er hlaupandi fram og aftur að leita að sambandi til að láta vita af sér og sækja sér aðstoð. Það er ljóst að ef alvarlegt slys verður myndi það tefja talsvert viðbragðstíma ef fólk kemst ekki í símasamband.“Sjá einnig: Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Hann segir það eindregna ósk sína og þeirra sem þarna starfi að ráðist verður í úrbætur á þessu, líkt og framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar boðaði í Fréttablaðinu um helgina. „Þetta veldur okkur áhyggjum. Það dregur úr öryggi að geta ekki verið inni á svæðinu og náð sambandi ef eitthvað kemur upp á. Þetta er erfitt.“ Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er einn vinsælasti og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Jón segir þá vera með örugga talningu upp á nærri 400 þúsund gesti á síðasta ári, og eru þá heimamenn og túristar frá skemmtiferðaskipum á Grundarfirði ekki taldir með. Aukningin hefur verið um 20 prósent á ári og menn finni síst fyrir samdrætti í þeim efnum. Djúpalónssandur er með vinsælli viðkomustöðum ferðamanna en að sögn Jóns líka einn sá varhugaverðasti. Þar geti verið mjög erfitt að ná sambandi. Nefnir hann að síðastliðinn fimmtudag hafi gúmmíbát rekið upp í fjöru við Malarrif sem ekki hafi verið hægt að tilkynna né fá frekari upplýsingar um fyrr en símasamband fannst. Blessunarlega reyndist ekkert alvarlegt hafa gerst. „En það yrði dapurlegt ef eitthvað kæmi upp á og fólk gæti ekki látið vita.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. 25. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ekki hægt að hringja eftir aðstoð á slysstað Tíu kílómetra kafli við Dritvík og Djúpalónssand á Snæfellsnesi er dautt svæði í fjarskiptum. Á þriðja hundrað þúsund ferðamenn fara um svæðið á ári. Ef eitthvað kemur upp á er ekki hægt að hringja á aðstoð. Tvö slys urðu þar í fyrra. 25. febrúar 2018 15:00