Ný gjöld fyrir rútufyrirtæki í Keflavík eru fimm sinnum hærri en á Heathrow Clive Stacey skrifar 28. febrúar 2018 12:53 Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. Mér skilst að þar með séum við stærsti erlendi ferðaskipuleggjandinn hvað varðar fjölda farþega til landsins. Síðustu árin höfum við átt í talsverðum erfiðleikum með að starfrækja sumarleyfisferðir okkar á Íslandi, þar með talið að kljást við ofmat á íslensku krónunni og mikla aukningu í fjölda ferðamanna, sem hefur aukið álag á innviði í íslenskri ferðaþjónustu. Þrátt fyrir þetta höfum við brotist í gegnum aragrúa af áskorunum og okkur hefur enn tekist að tryggja viðskiptavinum okkar sumarleyfi sem er þeim að skapi. Allan þennan tíma hef ég haldið mig til hlés og ekki tjáð mig um þær áskoranir sem íslensk ferðaþjónusta mætir en nýjasta einhliða aðgerðin sem Isavia stendur fyrir, að rukka gjald fyrir rútur sem sækja farþega á flugvöllinn, finnst mér ákaflega óskynsamleg og óréttlætanleg með öllu. Þar að auki gerir hinn skammi fyrirvari það að verkum að við getum ekki innheimt viðbótarkostnaðinn hjá farþegum okkar. Gjaldið er 19.900 kr. fyrir allar rútur nema þær minnstu og það er u.þ.b. fimm sinnum meira en gjaldið sem er innheimt hjá einum stærsta flugvelli í heimi, Heathrow. Þar er gjaldið 28.98 pund, rúmlega 4.000 kr. Þrátt fyrir fjölmargar fyrirspurnir hefur Isavia ekki útskýrt hvernig þessi tala varð ofan á eða af hverju gjaldið er sett á með svona stuttum fyrirvara. Isavia segir bara að gjaldið verði að greiða. Eitt aðalhlutverk flugvallar er vissulega að hafa flutninga farþega eins snurðulausa og unnt er, og það að útvega viðeigandi búnað til að auðvelda farþegum að koma og fara eftir vegunum er eðlilega brýnt, ekki síst þar sem Keflavík hefur engar járnbrautartengingar. Fjöldi farþega sem hefur átt leið um Keflavík síðustu árin hefur verið langt umfram væntingar og tekjur þar hafa orðið langtum meiri en stjórnendur flugvallarins hafa gert ráð fyrir. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja réttlætinguna fyrir því að rukka út í bláinn fyrir að leggja við flugvöllinn í því skyni einu að sækja farþega. Fyrir vikið stend ég við það að Isavia hafi gefið okkur leyfi til að væna fyrirtækið um að misnota aðstöðu sína og ég hvet það til að endurskoða gjaldheimtuna.Höfundur er forstjóri og stofnandi Discover the World Ltd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Discover the World hefur skipulagt sumarleyfisferðir til Íslands í 35 ár og flytur árlega í kringum 14.000 farþega frá Bretlandi til Íslands. Mér skilst að þar með séum við stærsti erlendi ferðaskipuleggjandinn hvað varðar fjölda farþega til landsins. Síðustu árin höfum við átt í talsverðum erfiðleikum með að starfrækja sumarleyfisferðir okkar á Íslandi, þar með talið að kljást við ofmat á íslensku krónunni og mikla aukningu í fjölda ferðamanna, sem hefur aukið álag á innviði í íslenskri ferðaþjónustu. Þrátt fyrir þetta höfum við brotist í gegnum aragrúa af áskorunum og okkur hefur enn tekist að tryggja viðskiptavinum okkar sumarleyfi sem er þeim að skapi. Allan þennan tíma hef ég haldið mig til hlés og ekki tjáð mig um þær áskoranir sem íslensk ferðaþjónusta mætir en nýjasta einhliða aðgerðin sem Isavia stendur fyrir, að rukka gjald fyrir rútur sem sækja farþega á flugvöllinn, finnst mér ákaflega óskynsamleg og óréttlætanleg með öllu. Þar að auki gerir hinn skammi fyrirvari það að verkum að við getum ekki innheimt viðbótarkostnaðinn hjá farþegum okkar. Gjaldið er 19.900 kr. fyrir allar rútur nema þær minnstu og það er u.þ.b. fimm sinnum meira en gjaldið sem er innheimt hjá einum stærsta flugvelli í heimi, Heathrow. Þar er gjaldið 28.98 pund, rúmlega 4.000 kr. Þrátt fyrir fjölmargar fyrirspurnir hefur Isavia ekki útskýrt hvernig þessi tala varð ofan á eða af hverju gjaldið er sett á með svona stuttum fyrirvara. Isavia segir bara að gjaldið verði að greiða. Eitt aðalhlutverk flugvallar er vissulega að hafa flutninga farþega eins snurðulausa og unnt er, og það að útvega viðeigandi búnað til að auðvelda farþegum að koma og fara eftir vegunum er eðlilega brýnt, ekki síst þar sem Keflavík hefur engar járnbrautartengingar. Fjöldi farþega sem hefur átt leið um Keflavík síðustu árin hefur verið langt umfram væntingar og tekjur þar hafa orðið langtum meiri en stjórnendur flugvallarins hafa gert ráð fyrir. Þess vegna er mér fyrirmunað að skilja réttlætinguna fyrir því að rukka út í bláinn fyrir að leggja við flugvöllinn í því skyni einu að sækja farþega. Fyrir vikið stend ég við það að Isavia hafi gefið okkur leyfi til að væna fyrirtækið um að misnota aðstöðu sína og ég hvet það til að endurskoða gjaldheimtuna.Höfundur er forstjóri og stofnandi Discover the World Ltd.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun