Um hvað verður kosið í Reykjavík? Ingvar Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 20:14 Í maí verða sveitarstjórnarkosningar um land allt. Í Reykjavík verða 23 borgarfulltrúar kosnir til setu í borgarstjórn. Af því tilefni er við hæfi að fara yfir þau málefni sem borgin mun standa frammi fyrir á kjörtímabilinu 2018-2022.Leik- og grunnskólarLöngu tímabært er að skólarnir bjóði nemendum bestu mögulegu hráefnin á matardiskinn. Það mun borga sig því börnin eru framtíð samfélagsins og munu gera meira gagn fyrir sig og aðra ef þau fá góða næringu sem bætir heilsuna. Snjalltæki eiga ekki heima í kennslustund því þau hafa truflandi áhrif á námið. Þess vegna ætti Reykjavík að taka forystu í takmörkun á notkun snjalltækja í grunnskólum. Kennarar eiga stóran þátt í að leggja grunn að framtíð barna okkar og eiga skilið að fá mannsæmandi laun og viðurkenningu fyrir störf sín. SamgöngurMikilvægt er að greiða fyrir bílaumferð með lagningu Sundabrautar og Skerjabrautar. Til að minnka álag á götur borgarinnar ætti að hvetja fólk til að taka strætó með því að lækka fargjöld eða afnema þau að einhverju eða öllu leyti. Einnig er brýnt að bæta leiðakerfið og fjölga tíðni ferða. Að hafa strætó gjaldfrjálsan á höfuðborgarsvæðinu kostar rúman milljarð króna á ári í töpuðum fargjöldum. Til samanburðar kostar innviðauppbygging Borgarlínu a.m.k. 70 milljarða króna. Vaxtakostnaður af 70 milljarða króna láni er að lágmarki 3 milljarðar króna á hverju ári. Mun ódýrara er að hafa gjaldfrjálsan strætó fremur en Borgarlínu sem er allt of dýr fyrir svo fámennt samfélag. Borgarlínan er ótímabær og verður ekki skynsamleg lausn fyrr en íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað verulega.SkipulagsmálReykjavík ætti að úthluta fleiri lóðum og byggja upp ný íbúðahverfi. Möguleikarnir eru margir t.d. Keldnaholt eða Geldinganes með tengingu um Sundabraut. Einnig er brýnt er halda áfram uppbyggingu í Úlfarsárdal. Með lóðaskortsstefnu sinni hefur Reykjavík beinlínis stuðlað að svimandi háu fasteignaverði og húsaleigu. Í frétt RÚV frá 22. mars 2017 komu fram sláandi tölur í þessu sambandi: „Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um hversu mörgum lóðum hefði verið úthlutað til íbúðabygginga hjá sveitarfélögunum frá síðustu kosningum vorið 2014. Stærsta sveitarfélagið, Reykjavík, hefur úthlutað lóðum undir 317 íbúðir á þeim tíma. En tvö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa úthlutað lóðum fyrir fleiri íbúðir. Í Kópavogi eru þær 348 og í Hafnarfirði 329. Garðabær úthlutaði lóðum fyrir 42 íbúðir, Mosfellsbær fyrir 200 íbúðir og Seltjarnarnes fyrir 34 íbúðir. Reykjanesbær slær hins vegar öllum þessum sveitarfélögum við - úthlutaði lóðum fyrir 359 íbúðir.” Það er augljóst að Reykjavíkurborg hefur orðið af mikilvægum tækifærum þar sem hún hefur ekki fylgt eftir íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu og hefur vegna þess misst af dýrmætum skatttekjum. ÁskorunÉg skora á kjósendur að hugsa um þessi mikilvægu mál því brýn þörf er á breytingum. Skipulagsmálin verða að vera í lagi og uppbygging við hæfi. Lærum af biturri og erfiðri reynslu. Horfum fram á veginn og gerum Reykjavík að leiðandi afli í sínu hlutverki sem höfuðborg. Reykjavík er svo miklu meira en 101 Reykjavík. Getum við ekki verið sammála um það?Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í maí verða sveitarstjórnarkosningar um land allt. Í Reykjavík verða 23 borgarfulltrúar kosnir til setu í borgarstjórn. Af því tilefni er við hæfi að fara yfir þau málefni sem borgin mun standa frammi fyrir á kjörtímabilinu 2018-2022.Leik- og grunnskólarLöngu tímabært er að skólarnir bjóði nemendum bestu mögulegu hráefnin á matardiskinn. Það mun borga sig því börnin eru framtíð samfélagsins og munu gera meira gagn fyrir sig og aðra ef þau fá góða næringu sem bætir heilsuna. Snjalltæki eiga ekki heima í kennslustund því þau hafa truflandi áhrif á námið. Þess vegna ætti Reykjavík að taka forystu í takmörkun á notkun snjalltækja í grunnskólum. Kennarar eiga stóran þátt í að leggja grunn að framtíð barna okkar og eiga skilið að fá mannsæmandi laun og viðurkenningu fyrir störf sín. SamgöngurMikilvægt er að greiða fyrir bílaumferð með lagningu Sundabrautar og Skerjabrautar. Til að minnka álag á götur borgarinnar ætti að hvetja fólk til að taka strætó með því að lækka fargjöld eða afnema þau að einhverju eða öllu leyti. Einnig er brýnt að bæta leiðakerfið og fjölga tíðni ferða. Að hafa strætó gjaldfrjálsan á höfuðborgarsvæðinu kostar rúman milljarð króna á ári í töpuðum fargjöldum. Til samanburðar kostar innviðauppbygging Borgarlínu a.m.k. 70 milljarða króna. Vaxtakostnaður af 70 milljarða króna láni er að lágmarki 3 milljarðar króna á hverju ári. Mun ódýrara er að hafa gjaldfrjálsan strætó fremur en Borgarlínu sem er allt of dýr fyrir svo fámennt samfélag. Borgarlínan er ótímabær og verður ekki skynsamleg lausn fyrr en íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað verulega.SkipulagsmálReykjavík ætti að úthluta fleiri lóðum og byggja upp ný íbúðahverfi. Möguleikarnir eru margir t.d. Keldnaholt eða Geldinganes með tengingu um Sundabraut. Einnig er brýnt er halda áfram uppbyggingu í Úlfarsárdal. Með lóðaskortsstefnu sinni hefur Reykjavík beinlínis stuðlað að svimandi háu fasteignaverði og húsaleigu. Í frétt RÚV frá 22. mars 2017 komu fram sláandi tölur í þessu sambandi: „Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um hversu mörgum lóðum hefði verið úthlutað til íbúðabygginga hjá sveitarfélögunum frá síðustu kosningum vorið 2014. Stærsta sveitarfélagið, Reykjavík, hefur úthlutað lóðum undir 317 íbúðir á þeim tíma. En tvö sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa úthlutað lóðum fyrir fleiri íbúðir. Í Kópavogi eru þær 348 og í Hafnarfirði 329. Garðabær úthlutaði lóðum fyrir 42 íbúðir, Mosfellsbær fyrir 200 íbúðir og Seltjarnarnes fyrir 34 íbúðir. Reykjanesbær slær hins vegar öllum þessum sveitarfélögum við - úthlutaði lóðum fyrir 359 íbúðir.” Það er augljóst að Reykjavíkurborg hefur orðið af mikilvægum tækifærum þar sem hún hefur ekki fylgt eftir íbúaþróun á höfuðborgarsvæðinu og hefur vegna þess misst af dýrmætum skatttekjum. ÁskorunÉg skora á kjósendur að hugsa um þessi mikilvægu mál því brýn þörf er á breytingum. Skipulagsmálin verða að vera í lagi og uppbygging við hæfi. Lærum af biturri og erfiðri reynslu. Horfum fram á veginn og gerum Reykjavík að leiðandi afli í sínu hlutverki sem höfuðborg. Reykjavík er svo miklu meira en 101 Reykjavík. Getum við ekki verið sammála um það?Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun